Ekki val um annað en að fella bjarndýrið á Skaga að sögn lögreglu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. júlí 2016 12:21 Birnan virðist hafa synt hingað til lands. Hún var felld í nótt. Vísir/Getty/Karitas Ekkert val var um annað en að fella ísbjörninn sem gekk á Skaga í nótt að sögn lögreglu. Heimafólk á bænum Hvalnes á Skaga tilkynnti lögreglu um dýrið seint í gærkvöldi. „Það er bara þannig að það sem efst er í forgangslistanum það er að tryggja öryggi fólks og það var mjög stutt þarna í næstu býli, einhverjir hundrað metrar, og það var ekkert val um annað en að fella dýrið. Síðan var ferðafólk alls staðar á ferðinni í tjöldum og allavega,“ sagði Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki en Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgunnar, ræddi við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Kristján yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki.Vísir/Jón SigurðurKristján var á vaktinni í nótt þegar ábúendur á Hvalnesi hringdu á lögreglu eftir að hafa orðið vör við bjarndýrið. Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi, sagði bjarndýrið, sem var birna, hafa verið með blautan feld þegar það var fellt. Það gefi til kynna að birnan hafi verið tiltölulega nýkomin á land, hinsvegar getur einnig verið að hún hafi verið að svamla í fjörunni í einhvern tíma áður en íbúar á svæðinu urðu hennar varir. Sjá einnig: Ísbjörn á land á skaga: „Við trúðum þessu ekki“ „Við köllum út nokkrar vanar skyttur um leið og við heyrum þetta og svo þegar við komum á staðinn var dýrið fellt. Gerðist mjög hratt og hreinlega,“ sagði Kristján. Jón Sigurjónsson á bænum Garði í Hegranesi er sérstaklega góð skytta en hann var kominn á staðinn þegar lögreglu bar að garði. Hann skaut að lokum dýrið og þurfti aðeins eitt skot til. „Já það var ró yfir öllu, börnunum var komið inn og þeir fullorðnu voru úti við og fylgdust með. Dýrið var á ferðinni þangað til það lagði sig og við vildum ekki missa sjónar af því, það var aðalatriðið,“ sagði Kristján. Farið var með atvikið eftir verklagsreglum sem settar voru eftir landgöngu tveggja ísbjarna árið 2008. Fimm bjarndýr hafa gengið á land hér síðan þá. „Eins og þú segir, þetta er búið að gerast nokkuð oft og ég held það væri mikið gáleysi að búast ekki við því að það geti gerst aftur og aftur,“ sagði Kristján. Hann sagðist jafnframt trúa að íbúar sem búa á þessu svæði við ströndina séu vakandi fyrir því að þetta sé möguleiki, að bjarndýr gangi á land við ströndina. Tengdar fréttir Ísbjörn ógnar öryggi bæjarbúa á Grænlandi Ísbjörn heldur sig í bænum Nanortalik á sunnanverðu Grænlandi. Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. Jóhann Bragason segir aðeins sjö af fimmtíu hafa mætt á vinnustað hans í Nanortalik í gær. 20. febrúar 2016 07:00 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Ísbjörn á land á Skaga: "Við trúðum þessu ekki“ Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi á Skaga, sá hvítabjörn í útreiðartúr um landið sitt í gærkvöldi. 17. júlí 2016 09:46 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ekkert val var um annað en að fella ísbjörninn sem gekk á Skaga í nótt að sögn lögreglu. Heimafólk á bænum Hvalnes á Skaga tilkynnti lögreglu um dýrið seint í gærkvöldi. „Það er bara þannig að það sem efst er í forgangslistanum það er að tryggja öryggi fólks og það var mjög stutt þarna í næstu býli, einhverjir hundrað metrar, og það var ekkert val um annað en að fella dýrið. Síðan var ferðafólk alls staðar á ferðinni í tjöldum og allavega,“ sagði Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki en Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgunnar, ræddi við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Kristján yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki.Vísir/Jón SigurðurKristján var á vaktinni í nótt þegar ábúendur á Hvalnesi hringdu á lögreglu eftir að hafa orðið vör við bjarndýrið. Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi, sagði bjarndýrið, sem var birna, hafa verið með blautan feld þegar það var fellt. Það gefi til kynna að birnan hafi verið tiltölulega nýkomin á land, hinsvegar getur einnig verið að hún hafi verið að svamla í fjörunni í einhvern tíma áður en íbúar á svæðinu urðu hennar varir. Sjá einnig: Ísbjörn á land á skaga: „Við trúðum þessu ekki“ „Við köllum út nokkrar vanar skyttur um leið og við heyrum þetta og svo þegar við komum á staðinn var dýrið fellt. Gerðist mjög hratt og hreinlega,“ sagði Kristján. Jón Sigurjónsson á bænum Garði í Hegranesi er sérstaklega góð skytta en hann var kominn á staðinn þegar lögreglu bar að garði. Hann skaut að lokum dýrið og þurfti aðeins eitt skot til. „Já það var ró yfir öllu, börnunum var komið inn og þeir fullorðnu voru úti við og fylgdust með. Dýrið var á ferðinni þangað til það lagði sig og við vildum ekki missa sjónar af því, það var aðalatriðið,“ sagði Kristján. Farið var með atvikið eftir verklagsreglum sem settar voru eftir landgöngu tveggja ísbjarna árið 2008. Fimm bjarndýr hafa gengið á land hér síðan þá. „Eins og þú segir, þetta er búið að gerast nokkuð oft og ég held það væri mikið gáleysi að búast ekki við því að það geti gerst aftur og aftur,“ sagði Kristján. Hann sagðist jafnframt trúa að íbúar sem búa á þessu svæði við ströndina séu vakandi fyrir því að þetta sé möguleiki, að bjarndýr gangi á land við ströndina.
Tengdar fréttir Ísbjörn ógnar öryggi bæjarbúa á Grænlandi Ísbjörn heldur sig í bænum Nanortalik á sunnanverðu Grænlandi. Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. Jóhann Bragason segir aðeins sjö af fimmtíu hafa mætt á vinnustað hans í Nanortalik í gær. 20. febrúar 2016 07:00 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Ísbjörn á land á Skaga: "Við trúðum þessu ekki“ Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi á Skaga, sá hvítabjörn í útreiðartúr um landið sitt í gærkvöldi. 17. júlí 2016 09:46 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ísbjörn ógnar öryggi bæjarbúa á Grænlandi Ísbjörn heldur sig í bænum Nanortalik á sunnanverðu Grænlandi. Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. Jóhann Bragason segir aðeins sjö af fimmtíu hafa mætt á vinnustað hans í Nanortalik í gær. 20. febrúar 2016 07:00
Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45
Ísbjörn á land á Skaga: "Við trúðum þessu ekki“ Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi á Skaga, sá hvítabjörn í útreiðartúr um landið sitt í gærkvöldi. 17. júlí 2016 09:46