Ekki val um annað en að fella bjarndýrið á Skaga að sögn lögreglu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. júlí 2016 12:21 Birnan virðist hafa synt hingað til lands. Hún var felld í nótt. Vísir/Getty/Karitas Ekkert val var um annað en að fella ísbjörninn sem gekk á Skaga í nótt að sögn lögreglu. Heimafólk á bænum Hvalnes á Skaga tilkynnti lögreglu um dýrið seint í gærkvöldi. „Það er bara þannig að það sem efst er í forgangslistanum það er að tryggja öryggi fólks og það var mjög stutt þarna í næstu býli, einhverjir hundrað metrar, og það var ekkert val um annað en að fella dýrið. Síðan var ferðafólk alls staðar á ferðinni í tjöldum og allavega,“ sagði Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki en Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgunnar, ræddi við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Kristján yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki.Vísir/Jón SigurðurKristján var á vaktinni í nótt þegar ábúendur á Hvalnesi hringdu á lögreglu eftir að hafa orðið vör við bjarndýrið. Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi, sagði bjarndýrið, sem var birna, hafa verið með blautan feld þegar það var fellt. Það gefi til kynna að birnan hafi verið tiltölulega nýkomin á land, hinsvegar getur einnig verið að hún hafi verið að svamla í fjörunni í einhvern tíma áður en íbúar á svæðinu urðu hennar varir. Sjá einnig: Ísbjörn á land á skaga: „Við trúðum þessu ekki“ „Við köllum út nokkrar vanar skyttur um leið og við heyrum þetta og svo þegar við komum á staðinn var dýrið fellt. Gerðist mjög hratt og hreinlega,“ sagði Kristján. Jón Sigurjónsson á bænum Garði í Hegranesi er sérstaklega góð skytta en hann var kominn á staðinn þegar lögreglu bar að garði. Hann skaut að lokum dýrið og þurfti aðeins eitt skot til. „Já það var ró yfir öllu, börnunum var komið inn og þeir fullorðnu voru úti við og fylgdust með. Dýrið var á ferðinni þangað til það lagði sig og við vildum ekki missa sjónar af því, það var aðalatriðið,“ sagði Kristján. Farið var með atvikið eftir verklagsreglum sem settar voru eftir landgöngu tveggja ísbjarna árið 2008. Fimm bjarndýr hafa gengið á land hér síðan þá. „Eins og þú segir, þetta er búið að gerast nokkuð oft og ég held það væri mikið gáleysi að búast ekki við því að það geti gerst aftur og aftur,“ sagði Kristján. Hann sagðist jafnframt trúa að íbúar sem búa á þessu svæði við ströndina séu vakandi fyrir því að þetta sé möguleiki, að bjarndýr gangi á land við ströndina. Tengdar fréttir Ísbjörn ógnar öryggi bæjarbúa á Grænlandi Ísbjörn heldur sig í bænum Nanortalik á sunnanverðu Grænlandi. Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. Jóhann Bragason segir aðeins sjö af fimmtíu hafa mætt á vinnustað hans í Nanortalik í gær. 20. febrúar 2016 07:00 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Ísbjörn á land á Skaga: "Við trúðum þessu ekki“ Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi á Skaga, sá hvítabjörn í útreiðartúr um landið sitt í gærkvöldi. 17. júlí 2016 09:46 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Ekkert val var um annað en að fella ísbjörninn sem gekk á Skaga í nótt að sögn lögreglu. Heimafólk á bænum Hvalnes á Skaga tilkynnti lögreglu um dýrið seint í gærkvöldi. „Það er bara þannig að það sem efst er í forgangslistanum það er að tryggja öryggi fólks og það var mjög stutt þarna í næstu býli, einhverjir hundrað metrar, og það var ekkert val um annað en að fella dýrið. Síðan var ferðafólk alls staðar á ferðinni í tjöldum og allavega,“ sagði Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki en Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgunnar, ræddi við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Kristján yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki.Vísir/Jón SigurðurKristján var á vaktinni í nótt þegar ábúendur á Hvalnesi hringdu á lögreglu eftir að hafa orðið vör við bjarndýrið. Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi, sagði bjarndýrið, sem var birna, hafa verið með blautan feld þegar það var fellt. Það gefi til kynna að birnan hafi verið tiltölulega nýkomin á land, hinsvegar getur einnig verið að hún hafi verið að svamla í fjörunni í einhvern tíma áður en íbúar á svæðinu urðu hennar varir. Sjá einnig: Ísbjörn á land á skaga: „Við trúðum þessu ekki“ „Við köllum út nokkrar vanar skyttur um leið og við heyrum þetta og svo þegar við komum á staðinn var dýrið fellt. Gerðist mjög hratt og hreinlega,“ sagði Kristján. Jón Sigurjónsson á bænum Garði í Hegranesi er sérstaklega góð skytta en hann var kominn á staðinn þegar lögreglu bar að garði. Hann skaut að lokum dýrið og þurfti aðeins eitt skot til. „Já það var ró yfir öllu, börnunum var komið inn og þeir fullorðnu voru úti við og fylgdust með. Dýrið var á ferðinni þangað til það lagði sig og við vildum ekki missa sjónar af því, það var aðalatriðið,“ sagði Kristján. Farið var með atvikið eftir verklagsreglum sem settar voru eftir landgöngu tveggja ísbjarna árið 2008. Fimm bjarndýr hafa gengið á land hér síðan þá. „Eins og þú segir, þetta er búið að gerast nokkuð oft og ég held það væri mikið gáleysi að búast ekki við því að það geti gerst aftur og aftur,“ sagði Kristján. Hann sagðist jafnframt trúa að íbúar sem búa á þessu svæði við ströndina séu vakandi fyrir því að þetta sé möguleiki, að bjarndýr gangi á land við ströndina.
Tengdar fréttir Ísbjörn ógnar öryggi bæjarbúa á Grænlandi Ísbjörn heldur sig í bænum Nanortalik á sunnanverðu Grænlandi. Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. Jóhann Bragason segir aðeins sjö af fimmtíu hafa mætt á vinnustað hans í Nanortalik í gær. 20. febrúar 2016 07:00 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Ísbjörn á land á Skaga: "Við trúðum þessu ekki“ Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi á Skaga, sá hvítabjörn í útreiðartúr um landið sitt í gærkvöldi. 17. júlí 2016 09:46 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Ísbjörn ógnar öryggi bæjarbúa á Grænlandi Ísbjörn heldur sig í bænum Nanortalik á sunnanverðu Grænlandi. Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. Jóhann Bragason segir aðeins sjö af fimmtíu hafa mætt á vinnustað hans í Nanortalik í gær. 20. febrúar 2016 07:00
Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45
Ísbjörn á land á Skaga: "Við trúðum þessu ekki“ Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi á Skaga, sá hvítabjörn í útreiðartúr um landið sitt í gærkvöldi. 17. júlí 2016 09:46