Aron Einar Gunnarsson hefur verið að glíma við meiðsli á mótinu hér í Frakklandi eins og margoft hefur komið fram. Hann var tæpur fyrir fyrsta leikinn gegn Portúgal en hefur svo spilað alla leiki frá upphafi til enda nema einn.
Hann sagði við fjölmiðla í dag að hann hafi verið í reglulegu sambandi við sjúkraþjálfarana hjá félagi hans, Cardiff í Wales, sem eru ekki sárir út í hann fyrir að spila á EM þrátt fyrir meiðslin.
„Þeir vissu um mína stöðu fyrir mót og voru ekki bjartsýnir á að ég myndi ná þessu móti. En ökklinn hefur haldið eins og þið vitið,“ sagði Aron Einar en ökklameiðslin hafa svo dregið dilk á eftir sér.
„Ég hef ekki náð að æfa jafn mikið og ég vildi. Þegar maður kemur inn í leiki og beitir sér af fullum krafti án þess að hafa æft nóg þá gefa aðrir vöðvar sig. Ég hef verið tæpur í hægri nára, vinstri nára, aftan í læri og kálfa.“
„En maður fer áfram á hausnum. Hver myndi ekki gera það?“
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Aron um meiðslin: Aðrir vöðvar gefa sig
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn




Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn



Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn