Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2016 21:34 Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. Það hefur hins vegar verið á reiki undanfarna áratugi hvort hann eða Rifstangi sé nyrsti oddi fastalandsins. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, er fjallað um málið og rætt við Níels Árna Lund, sem um þessar mundir ritar sögu byggðarinnar á Melrakkasléttu. Fyrir utan Grímsey og Kolbeinsey er Melrakkaslétta sá hluti Íslands sem teygir sig lengst norður en lengi hafa verið áhöld um það hvaða tangi fastalandsins sæti uppi með stimpilinn sem nyrsti tangi Íslands; Rifstangi eða Hraunhafnartangi. Lengi var kennt í skólum að Hraunhafnartangi væri nyrstur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Níels Árni Lund er fæddur og uppalinn á Sléttu og er að rita sögu hennar. Honum, eins og svo mörgum öðrum, var kennt í barnaskóla að Hraunhafnartangi væri nyrstur, en að Rifstangi hafi áður verið talinn sá nyrsti. Níels Árni getur auðvitað ekki gefið út bókina nema hafa þetta á hreinu. „Nú er ég búinn að fá það staðfest af Landmælingum Íslands að Rifstangi er nyrsti tangi landsins, munar einum 68 metrum, sem hann nær norðar en Hraunhafnartanginn,” segir Níels Árni. Þetta virðist samt enn á reiki í ferðamannabæklingum því útlendingar streyma á Hraunhafnartanga, sumir í þeirri trú að þar sé heimskautsbaugurinn, þótt baugurinn liggi þremur kílómetrum frá landi. „Hingað kemur fólk, og sér í lagi var það á Hraunhafnartangann, og allt í lagi að halda því enn til streitu, að láta gifta sig og að hafa komið út fyrir heimskautsbaug. Og þannig er það og þeir geta báðir verið það í sjálfu sér, þó að Rifstangi teygi tána aðeins lengra út í sjóinn.” Vinsæl gönguleið liggur að vitanum á Hraunhafnartanga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Gönguleiðin á Hraunhafnartanga er fjölfarin. Það er hins vegar seinfarnara að ganga á Rifstanga. „Þetta er feikilegt klungur og erfitt að komast þarna niður en vel þess virði að labba niður á Rifstanga og sjá svæðið þar.” En hvernig stendur á þessu rugli? „Ég heyrði nú einhverja skýringu að þetta væru mismunandi mælingar á sjókortum og legu landsins og hvernig baugurinn liggur, og svo framvegis. En ég hef ekki frekari skýringu á því nema ég veit að þetta er bara staðfest. Núna samkvæmt loftmyndum á þetta að vera klárlega nyrsti tangi landsins,” svarar Níels Árni Lund. Sem sagt: Rifstangi. Á Rifstanga er eyðibýlið Rif.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. Það hefur hins vegar verið á reiki undanfarna áratugi hvort hann eða Rifstangi sé nyrsti oddi fastalandsins. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, er fjallað um málið og rætt við Níels Árna Lund, sem um þessar mundir ritar sögu byggðarinnar á Melrakkasléttu. Fyrir utan Grímsey og Kolbeinsey er Melrakkaslétta sá hluti Íslands sem teygir sig lengst norður en lengi hafa verið áhöld um það hvaða tangi fastalandsins sæti uppi með stimpilinn sem nyrsti tangi Íslands; Rifstangi eða Hraunhafnartangi. Lengi var kennt í skólum að Hraunhafnartangi væri nyrstur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Níels Árni Lund er fæddur og uppalinn á Sléttu og er að rita sögu hennar. Honum, eins og svo mörgum öðrum, var kennt í barnaskóla að Hraunhafnartangi væri nyrstur, en að Rifstangi hafi áður verið talinn sá nyrsti. Níels Árni getur auðvitað ekki gefið út bókina nema hafa þetta á hreinu. „Nú er ég búinn að fá það staðfest af Landmælingum Íslands að Rifstangi er nyrsti tangi landsins, munar einum 68 metrum, sem hann nær norðar en Hraunhafnartanginn,” segir Níels Árni. Þetta virðist samt enn á reiki í ferðamannabæklingum því útlendingar streyma á Hraunhafnartanga, sumir í þeirri trú að þar sé heimskautsbaugurinn, þótt baugurinn liggi þremur kílómetrum frá landi. „Hingað kemur fólk, og sér í lagi var það á Hraunhafnartangann, og allt í lagi að halda því enn til streitu, að láta gifta sig og að hafa komið út fyrir heimskautsbaug. Og þannig er það og þeir geta báðir verið það í sjálfu sér, þó að Rifstangi teygi tána aðeins lengra út í sjóinn.” Vinsæl gönguleið liggur að vitanum á Hraunhafnartanga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Gönguleiðin á Hraunhafnartanga er fjölfarin. Það er hins vegar seinfarnara að ganga á Rifstanga. „Þetta er feikilegt klungur og erfitt að komast þarna niður en vel þess virði að labba niður á Rifstanga og sjá svæðið þar.” En hvernig stendur á þessu rugli? „Ég heyrði nú einhverja skýringu að þetta væru mismunandi mælingar á sjókortum og legu landsins og hvernig baugurinn liggur, og svo framvegis. En ég hef ekki frekari skýringu á því nema ég veit að þetta er bara staðfest. Núna samkvæmt loftmyndum á þetta að vera klárlega nyrsti tangi landsins,” svarar Níels Árni Lund. Sem sagt: Rifstangi. Á Rifstanga er eyðibýlið Rif.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira