Fótbolti

Heimsbyggðin hefur "huh-að!“ milljón sinnum fyrir Ísland

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stuðningsmenn Íslands fagna í Frakklandi.
Stuðningsmenn Íslands fagna í Frakklandi. Vísir/Getty
Heimsbyggðin hefur tekur vel í ósk þýska blaðsins Berliner Morgenpost um að „huh-a!“ fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu sem undirbýr sig nú undir leik sinn við heimamenn í Frakklandi á EM sem fram fer á morgun.

Þýska blaðið hefur undanfarna daga verið að safna víkingaköllum til þess að styðja við bakið á strákunum okkar. Alls hefur verið „kallað“ í meira en milljón skipti. Vel af sér vikið miðað við „söfnunin hófst“ á fimmtudaginn var.

Þjóðverjarnir segja lesendum sínum að með því að smella og fá gott víkingakall í eyrun til baka losni um víkinginn í lesendum auk þess sem það sendir strauma til íslensku strákanna nú þegar styttist í leikinn á móti Frökkum í átta liða úrslitunum.

Víkingafagnið hefur vakið gríðarlega athygli um allan heim og var m.a. notað í útskrift læknanema í Árósum í Danmörku auk þess sem að breska hljómsveitin Mumford & Sons tók það nýverið á tónleikum sínum.




Tengdar fréttir

Shilton var hræddur við víkingaklappið

Peter Shilton, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, var eins og flestir Englendingar svekktur með frammistöðu enska landsliðsins í leiknum gegn Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×