Fyrirsagnir erlendu miðlanna: Gestgjafarnir binda enda á ævintýrið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2016 22:18 Strákarnir okkar fagna með stuðningsmönnum í leikslok. vísir/epa Eins og vera ber er fjallað um leik Íslendinga og Frakka í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á öllum helstu fréttamiðlum heims. Umfjallanir og fyrirsagnir bera margar keim af því að Íslendingar voru að keppa á EM í fyrsta sinn, því að Frakkar voru gestgjafarnir og unnu okkur með þremur mörkum í kvöld, 5-2. Í umfjöllun Guardian um leikinn segir meðal annars að verðugur andstæðingur, Frakkar, hafi traðkað á ævintýri minnstu þjóðarinnar sem nokkurn tímann hefur komist á EM. Ævintýrinu er slegið upp í fyrirsögn á fótboltamiðlinum Four Four Two þar sem segir að gestgjafarnir hafi bundið enda á ævintýri liðsins sem var að þreyta frumraun sína á EM. Á Goal.com segir að Frakkar hafi loksins brotið ísinn og sent Þjóðverjum skýr skilaboð. Á forsíðu Sky Sports er skemmtilegur orðaleikur, Hot French toast Iceland, en einhverjir kannast við morgunverðinn „french toast.“ Orðaleikurinn er langt því frá eins skemmtilegur á íslensku en útleggst þó einhvern veginn svona: Heitir Frakkar rista Ísland. Í umfjöllun BBC segir Danny Mills, sparkspekingur, að Ísland þurfi nú að einbeita sér að því að komast á HM í Rússlandi árið 2018. „Þessi leikmannahópur getur gert það, þeirra hafa gríðarlega mikið sjálfstraust eftir þessa frammistöðu á EM,“ segir Mills. Á vef Telegraph segir í fyrirsögn að sigur Frakka hafi verið afgerandi á lítilmagnanum. Þá segir á vef AFP að Frakkar hafi hamrað Íslendinga og þannig bókað lokauppgjör við Þjóðverja. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Gleymum þessum vikum aldrei "Þetta er erfitt. Við erum mjög svekktir með það hvernig við byrjuðum leikinn en ég held að Frakkarnir hafi verið of góðir fyrir okkur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson svekktur eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:45 Hannes: Okkur leið eins og við værum ósigrandi "Ég held að allir geti borið höfuðið hátt eftir þessa keppni þó svo þessi leikur hafi tapast í kvöld,“ sagði ein af hetjum Íslands á EM, Hannes Þór Halldórsson. 3. júlí 2016 21:27 Kolbeinn: Held að við höfum verið að spila við verðandi Evrópumeistara Kolbeinn Sigþórsson skoraði fyrra mark Íslands gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:33 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Eins og vera ber er fjallað um leik Íslendinga og Frakka í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á öllum helstu fréttamiðlum heims. Umfjallanir og fyrirsagnir bera margar keim af því að Íslendingar voru að keppa á EM í fyrsta sinn, því að Frakkar voru gestgjafarnir og unnu okkur með þremur mörkum í kvöld, 5-2. Í umfjöllun Guardian um leikinn segir meðal annars að verðugur andstæðingur, Frakkar, hafi traðkað á ævintýri minnstu þjóðarinnar sem nokkurn tímann hefur komist á EM. Ævintýrinu er slegið upp í fyrirsögn á fótboltamiðlinum Four Four Two þar sem segir að gestgjafarnir hafi bundið enda á ævintýri liðsins sem var að þreyta frumraun sína á EM. Á Goal.com segir að Frakkar hafi loksins brotið ísinn og sent Þjóðverjum skýr skilaboð. Á forsíðu Sky Sports er skemmtilegur orðaleikur, Hot French toast Iceland, en einhverjir kannast við morgunverðinn „french toast.“ Orðaleikurinn er langt því frá eins skemmtilegur á íslensku en útleggst þó einhvern veginn svona: Heitir Frakkar rista Ísland. Í umfjöllun BBC segir Danny Mills, sparkspekingur, að Ísland þurfi nú að einbeita sér að því að komast á HM í Rússlandi árið 2018. „Þessi leikmannahópur getur gert það, þeirra hafa gríðarlega mikið sjálfstraust eftir þessa frammistöðu á EM,“ segir Mills. Á vef Telegraph segir í fyrirsögn að sigur Frakka hafi verið afgerandi á lítilmagnanum. Þá segir á vef AFP að Frakkar hafi hamrað Íslendinga og þannig bókað lokauppgjör við Þjóðverja.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi: Gleymum þessum vikum aldrei "Þetta er erfitt. Við erum mjög svekktir með það hvernig við byrjuðum leikinn en ég held að Frakkarnir hafi verið of góðir fyrir okkur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson svekktur eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:45 Hannes: Okkur leið eins og við værum ósigrandi "Ég held að allir geti borið höfuðið hátt eftir þessa keppni þó svo þessi leikur hafi tapast í kvöld,“ sagði ein af hetjum Íslands á EM, Hannes Þór Halldórsson. 3. júlí 2016 21:27 Kolbeinn: Held að við höfum verið að spila við verðandi Evrópumeistara Kolbeinn Sigþórsson skoraði fyrra mark Íslands gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:33 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Gylfi: Gleymum þessum vikum aldrei "Þetta er erfitt. Við erum mjög svekktir með það hvernig við byrjuðum leikinn en ég held að Frakkarnir hafi verið of góðir fyrir okkur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson svekktur eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:45
Hannes: Okkur leið eins og við værum ósigrandi "Ég held að allir geti borið höfuðið hátt eftir þessa keppni þó svo þessi leikur hafi tapast í kvöld,“ sagði ein af hetjum Íslands á EM, Hannes Þór Halldórsson. 3. júlí 2016 21:27
Kolbeinn: Held að við höfum verið að spila við verðandi Evrópumeistara Kolbeinn Sigþórsson skoraði fyrra mark Íslands gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 21:33
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn