Innlent

Bláklæddir Suðurnesjamenn taka á móti strákunum á Reykjanesbrautinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Byrjunarlið strákanna okkar á Stade de France í gærkvöldi.
Byrjunarlið strákanna okkar á Stade de France í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm
Suðurnesjamenn ætla að fjölmenna meðfram Reykjanesbrautinni frá Keflavíkurflugvelli í dag þegar strákarnir okkar í karlalandsliði Íslands í knattspyrnu snúa aftur eftir frækna för til Frakklands. Áætlað er að flugvél þeirra lendi klukkan 17:20 en flogið er frá Lyon.

Grindvíkingar, Njarðvíkingar, Keflvíkingar, fólk úr Garðinum, Sandgerði og víðar á Reykjanesi ætla að raða sér meðfram Reykjanesbrautinni frá flugstöðinni og er fólk hvatt til að mæta í landsliðstreyjum, bláum fötum og mæta með fána að því er Víkurfréttir greina frá.

Landsliðsmennirnir fara beint á Arnarhól í miðbæ Reykjavíkur þar sem dagskrá hefst klukkan 18:30.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×