Sandra Stephany Mayor Gutiérrez tryggði Þór/KA sæti í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna þegar hún skoraði eina mark leiksins gegn Fylki á Þórsvelli í kvöld.
Markið kom eftir flotta sókn á 13. mínútu en Sandra María Jessen lagði þá boltann á nöfnu sína sem skoraði.
Þetta var fimmta mark Söndru í sumar en þessi mexíkóska landsliðskona hefur reynst Þór/KA vel.
Fylkir er úr leik en Árbæingar hafa ekki enn unnið lið úr Pepsi-deildinni í sumar.
Lið Þórs/KA er komið í undanúrslit ásamt ÍBV sem vann stórsigur á Selfossi á sama tíma. Á morgun mætast Stjarnan og Haukar annars vegar og Breiðablik og HK/Víkingur hins vegar.
