„Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. júlí 2016 20:27 Geir, Aron og Heimir þökkuðu allir kærlega fyrir þann ótrúlega stuðning sem íslenska þjóðin hefur sýnt landsliðinu. Vísir Stuðningsmönnum íslenska landsliðsins, semsagt í raun þjóðinni allri, var sérstaklega þakkað á Arnarhóli í dag þar sem tugþúsundir voru samankomnir til þess að hylla íslenska landsliðið og bjóða það velkomið heim. Landsliðið og þjálfararnir klöppuðu fyrir öllum þeim sem studdu þá á vegferðinni fyrir framan troðfullan Arnarhól. „Ég vil þakka ykkur sérstaklega fyrir að koma hingað og taka á móti landsliðinu,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, eftir að hann þakkaði forseta Íslands, forsætisráðherra og samstarfsaðilum KSÍ fyrir að skipuleggja móttökuna á Arnarhóli. Landsliðið lenti í Keflavík síðdegis í dag eftir ótrúlega framgöngu á Evrópumótinu í knattspyrnu en liðið datt úr leik í gær eftir tap á móti feiknasterku liði Frakka. Þeir voru fluttir með rútu í miðbæ Reykjavíkur þar sem gríðarlegur fólksfjöldi tók á móti þeim. „Liðið tók ekki bara þátt svo eftir verði munað. Stuðningur þjóðarinnar var algjör,“ sagði Geir. Íslenskir stuðningsmenn slógu í gegn um heim allan fyrir jákvæðni og gleði sína og síðast en síst, hið nú heimsfræga, víkingaklapp.Downtown RVK crowded with people, receiving the Icelandic National Team in Football. Endless goosbumps. Pics:@RUVohf pic.twitter.com/NXhwEzK80X— Terrordisco (@terrordisco) July 4, 2016 „Þið eruð bestu stuðningsmenn í heimi. Takk landsmenn allir fyrir að sameinast í stuðningi við strákana okkar. Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla. Strákarnir unnu ekki mótið. En þeir unnu hug og hjörtu milljóna manna um heim allan.“ Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari ávarpaði einnig samkomuna og þjálfararnir og landsliðið klöppuðu fyrir stuðningsmönnum sínum. „Þetta hefur sýnt okkur hvað við getum verið sterk þegar við stöndum saman og þegar gleðin er við völd þá er alveg magnað að vera íslenskur. Við erum alveg virkilega stoltir af því að vera Íslendingar í dag.“ Þá þakkaði Heimir Lars fyrir árin fjögur sem hann hefur verið með landsliðinu. „Hann verður í hjarta okkar áfram alveg eins og hann hefur sagt að við verðum í hjarta hans.“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, þakkaði ótrúlegan stuðning íslensku þjóðarinnar. „Þetta er ótrúlegt. Þetta hefur verið heiður. Það hefur verið frábært að taka þátt í þessu og þessi stuðningur sem við höfum fengið er ólýsanlegur. Frá strákunum og staffinu viljum við segja takk.“Átti móment með strákunum. Elska þá. #takkstrákar #emísland pic.twitter.com/qQirgFgErG— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) July 4, 2016 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Viðrar vel til hátíðahalda í miðbæ Reykjavíkur Tekið verður á móti strákunum okkar á Arnarhóli í kvöld. 4. júlí 2016 14:56 Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00 Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Stuðningsmönnum íslenska landsliðsins, semsagt í raun þjóðinni allri, var sérstaklega þakkað á Arnarhóli í dag þar sem tugþúsundir voru samankomnir til þess að hylla íslenska landsliðið og bjóða það velkomið heim. Landsliðið og þjálfararnir klöppuðu fyrir öllum þeim sem studdu þá á vegferðinni fyrir framan troðfullan Arnarhól. „Ég vil þakka ykkur sérstaklega fyrir að koma hingað og taka á móti landsliðinu,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, eftir að hann þakkaði forseta Íslands, forsætisráðherra og samstarfsaðilum KSÍ fyrir að skipuleggja móttökuna á Arnarhóli. Landsliðið lenti í Keflavík síðdegis í dag eftir ótrúlega framgöngu á Evrópumótinu í knattspyrnu en liðið datt úr leik í gær eftir tap á móti feiknasterku liði Frakka. Þeir voru fluttir með rútu í miðbæ Reykjavíkur þar sem gríðarlegur fólksfjöldi tók á móti þeim. „Liðið tók ekki bara þátt svo eftir verði munað. Stuðningur þjóðarinnar var algjör,“ sagði Geir. Íslenskir stuðningsmenn slógu í gegn um heim allan fyrir jákvæðni og gleði sína og síðast en síst, hið nú heimsfræga, víkingaklapp.Downtown RVK crowded with people, receiving the Icelandic National Team in Football. Endless goosbumps. Pics:@RUVohf pic.twitter.com/NXhwEzK80X— Terrordisco (@terrordisco) July 4, 2016 „Þið eruð bestu stuðningsmenn í heimi. Takk landsmenn allir fyrir að sameinast í stuðningi við strákana okkar. Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla. Strákarnir unnu ekki mótið. En þeir unnu hug og hjörtu milljóna manna um heim allan.“ Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari ávarpaði einnig samkomuna og þjálfararnir og landsliðið klöppuðu fyrir stuðningsmönnum sínum. „Þetta hefur sýnt okkur hvað við getum verið sterk þegar við stöndum saman og þegar gleðin er við völd þá er alveg magnað að vera íslenskur. Við erum alveg virkilega stoltir af því að vera Íslendingar í dag.“ Þá þakkaði Heimir Lars fyrir árin fjögur sem hann hefur verið með landsliðinu. „Hann verður í hjarta okkar áfram alveg eins og hann hefur sagt að við verðum í hjarta hans.“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, þakkaði ótrúlegan stuðning íslensku þjóðarinnar. „Þetta er ótrúlegt. Þetta hefur verið heiður. Það hefur verið frábært að taka þátt í þessu og þessi stuðningur sem við höfum fengið er ólýsanlegur. Frá strákunum og staffinu viljum við segja takk.“Átti móment með strákunum. Elska þá. #takkstrákar #emísland pic.twitter.com/qQirgFgErG— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) July 4, 2016
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Viðrar vel til hátíðahalda í miðbæ Reykjavíkur Tekið verður á móti strákunum okkar á Arnarhóli í kvöld. 4. júlí 2016 14:56 Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00 Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Viðrar vel til hátíðahalda í miðbæ Reykjavíkur Tekið verður á móti strákunum okkar á Arnarhóli í kvöld. 4. júlí 2016 14:56
Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00
Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32