Evaristti gerðist ekki brotlegur við náttúruverndarlög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júlí 2016 11:22 Síleski listamaðurinn Marco Evaristti sem ákærður er fyrir að hella fimm lítrum af rauðum matarlit í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal í fyrra. Vísir/ MARCO EVARISTTI Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær síleska listamanninn Marco Evaristti af ákæru um brot á náttúruverndarlögum þegar hann hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal á síðasta ári. Samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms er hinni ætluðu refsiverðu háttsemi sem Evaristti var gefin að sök lýst með þeim hætti í ákæru að vafi leikur á hvort hún er í raun refsiverð samkvæmt náttúruverndarlögum. Þá liggi ekkert fyrir í málinu um að Evaristti hafi valdið spjöllum á náttúru landsins með uppátækinu sem var gjörningur að sögn listamannsins. Var hann því sýknaður af ákærunni. Evaristti var í apríl í fyrra sektaður um 100 þúsund krónur fyrir athafið, en í samtali við Vísi þann dag sagðist hann ekki ætla að greiða sektina. Frekar færi hann með málið fyrir dómstóla. Uppátæki listamannsins vakti mikið hneykslan hér á landi, sem í raun var hans markmið. Markmiðið hafi verið að vekja fólk til umhugsunar um umhverfið sjálft og náttúruna. Hann hefur ítrekað sagt að matarliturinn sem hann hafi notað hafi ekki verið skaðlegur náttúrunni á nokkurn hátt. „Þetta hvarf á nokkrum klukkutímum eftir að hverinn gaus. Það er betra að láta matarlitinn minn í hverinn heldur en að aka um á öllum þessum rútum sem flytja farþega að Geysi. Rúturnar menga andrúmsloftið með koltvíoxíð en enginn reynir að stöðva rúturnar. Þið megið henda mynt í hverinn en ekki matarlit sem mengar ekki,“ sagði Marco í samtali við Vísi þegar aðalmeðferð málsins fór fram í seinasta mánuði.Dóm héraðsdóms má sjá í heild sinni hér. Tengdar fréttir Íslendingar trompast: „Ég hefði ýtt þér ofan í“ Listamaðurinn hefur fengið að finna fyrir reiði Íslendinga. 26. apríl 2015 21:12 Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58 Réttað yfir Marco: Segir Íslendinga hina einu sönnu sóða Segir mikla reiði ríkja vegna matarlitsins en enginn segi neitt við mengandi álverum og alvöru náttúruspjöllum. 8. júní 2016 16:46 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær síleska listamanninn Marco Evaristti af ákæru um brot á náttúruverndarlögum þegar hann hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á Geysissvæðinu í Haukadal á síðasta ári. Samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms er hinni ætluðu refsiverðu háttsemi sem Evaristti var gefin að sök lýst með þeim hætti í ákæru að vafi leikur á hvort hún er í raun refsiverð samkvæmt náttúruverndarlögum. Þá liggi ekkert fyrir í málinu um að Evaristti hafi valdið spjöllum á náttúru landsins með uppátækinu sem var gjörningur að sögn listamannsins. Var hann því sýknaður af ákærunni. Evaristti var í apríl í fyrra sektaður um 100 þúsund krónur fyrir athafið, en í samtali við Vísi þann dag sagðist hann ekki ætla að greiða sektina. Frekar færi hann með málið fyrir dómstóla. Uppátæki listamannsins vakti mikið hneykslan hér á landi, sem í raun var hans markmið. Markmiðið hafi verið að vekja fólk til umhugsunar um umhverfið sjálft og náttúruna. Hann hefur ítrekað sagt að matarliturinn sem hann hafi notað hafi ekki verið skaðlegur náttúrunni á nokkurn hátt. „Þetta hvarf á nokkrum klukkutímum eftir að hverinn gaus. Það er betra að láta matarlitinn minn í hverinn heldur en að aka um á öllum þessum rútum sem flytja farþega að Geysi. Rúturnar menga andrúmsloftið með koltvíoxíð en enginn reynir að stöðva rúturnar. Þið megið henda mynt í hverinn en ekki matarlit sem mengar ekki,“ sagði Marco í samtali við Vísi þegar aðalmeðferð málsins fór fram í seinasta mánuði.Dóm héraðsdóms má sjá í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Íslendingar trompast: „Ég hefði ýtt þér ofan í“ Listamaðurinn hefur fengið að finna fyrir reiði Íslendinga. 26. apríl 2015 21:12 Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58 Réttað yfir Marco: Segir Íslendinga hina einu sönnu sóða Segir mikla reiði ríkja vegna matarlitsins en enginn segi neitt við mengandi álverum og alvöru náttúruspjöllum. 8. júní 2016 16:46 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Íslendingar trompast: „Ég hefði ýtt þér ofan í“ Listamaðurinn hefur fengið að finna fyrir reiði Íslendinga. 26. apríl 2015 21:12
Ákærður fyrir að hafa hellt litarefni í Strokk Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur gefið út ákæru á hendur Marco Evaristti, listamanninum sem hellti rauðu litarefni í hverinn Strokk á síðasta ári. 25. apríl 2016 11:58
Réttað yfir Marco: Segir Íslendinga hina einu sönnu sóða Segir mikla reiði ríkja vegna matarlitsins en enginn segi neitt við mengandi álverum og alvöru náttúruspjöllum. 8. júní 2016 16:46