Tyrkir sendu Tékka heim en eiga þó litla möguleika sjálfir | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 20:45 Burak Yilmaz fagnar marki sínu. Vísir/EPA Tyrkir eiga enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi efir 2-0 sigur á Tékkum í kvöld í lokaumferð D-riðilsins. Úrslitin gulltryggja það endanlega að íslenska landsliðinu nægir jafntefli á móti Austurríki á morgun. Tyrkir þurfa að treysta á hagstæð úrslit úr riðlum E og F á morgun ætli þeir að komast í sextán liða úrslitin sem hefast um helgina. Tyrkir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu án þess að skora mark en þeir léku á alls oddi í kvöld. Tyrkneska liðið tryggði sér þriðja sætið í riðlinum en slæm markatala liðsins gæti reynst Tyrkjum dýrkeypt þegar menn fara að reikna úr hvaða lið í 3.sæti eru með bestan árangur. Tyrkir eru með 3 stig en -2 í markatölu. Albanía er líka með 3 stig og -2 í markatölu og þessi tvö lið eru líkleg til að enda sem þessi tvö úr þriðja sæti sem komast ekki í sextán liða úrslitin. Hagstæð úrslit úr riðlum E og F á morgun gætu þó breytt því. Það gæti vissulega farið svo að liðið í 3. sæti úr þeim riðlum náði ekki í þrjú stig eða meira. Úrslitin í leiknum í kvöld eru gríðarlega vonbrigði fyrir Tékka sem eins og kunnugt er unnu riðil Íslands í undankeppninni. Tékkar hefðu tryggt sig áfram með sigri í kvöld en eru þess í stað á leiðinni heim. Burak Yilmaz kom Tyrkjum í 1-0 strax á 10. mínútu eftir frábæran undirbúning Emre Mor en Emre Mor er einmitt á leiðinni til Borussia Dortmund. Tékkar áttu ágætar sóknir í fyrri hálfleik og voru nálægt því að jafna þegar Tomás Sivok skallaði í slá. Ozan Tufan bætti síðan við öðru marki Tyrkja á 65. mínútu með þrumuskot framhjá Petr Cech í marki Tékka. Það varð síðan síðasta mark leiksins og Tyrkir fögnuðu sínum fyrsta sigri á mótinu.Burak Yilmaz kemur Tyrklandi í 1-0 Tyrkland er komið yfir gegn tékkum! 1-0! #CZE #TUR #EMÍsland https://t.co/rUtjtfEOF1— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Ozan Tufan kemur Tyrkjum í 2-0 Mark! Tyrkland - Tékkland 2-0 #TUR #CZE #EMÍsland https://t.co/pOUPru7BVW— Síminn (@siminn) June 21, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Sjá meira
Tyrkir eiga enn möguleika á því að komast í sextán liða úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi efir 2-0 sigur á Tékkum í kvöld í lokaumferð D-riðilsins. Úrslitin gulltryggja það endanlega að íslenska landsliðinu nægir jafntefli á móti Austurríki á morgun. Tyrkir þurfa að treysta á hagstæð úrslit úr riðlum E og F á morgun ætli þeir að komast í sextán liða úrslitin sem hefast um helgina. Tyrkir töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu án þess að skora mark en þeir léku á alls oddi í kvöld. Tyrkneska liðið tryggði sér þriðja sætið í riðlinum en slæm markatala liðsins gæti reynst Tyrkjum dýrkeypt þegar menn fara að reikna úr hvaða lið í 3.sæti eru með bestan árangur. Tyrkir eru með 3 stig en -2 í markatölu. Albanía er líka með 3 stig og -2 í markatölu og þessi tvö lið eru líkleg til að enda sem þessi tvö úr þriðja sæti sem komast ekki í sextán liða úrslitin. Hagstæð úrslit úr riðlum E og F á morgun gætu þó breytt því. Það gæti vissulega farið svo að liðið í 3. sæti úr þeim riðlum náði ekki í þrjú stig eða meira. Úrslitin í leiknum í kvöld eru gríðarlega vonbrigði fyrir Tékka sem eins og kunnugt er unnu riðil Íslands í undankeppninni. Tékkar hefðu tryggt sig áfram með sigri í kvöld en eru þess í stað á leiðinni heim. Burak Yilmaz kom Tyrkjum í 1-0 strax á 10. mínútu eftir frábæran undirbúning Emre Mor en Emre Mor er einmitt á leiðinni til Borussia Dortmund. Tékkar áttu ágætar sóknir í fyrri hálfleik og voru nálægt því að jafna þegar Tomás Sivok skallaði í slá. Ozan Tufan bætti síðan við öðru marki Tyrkja á 65. mínútu með þrumuskot framhjá Petr Cech í marki Tékka. Það varð síðan síðasta mark leiksins og Tyrkir fögnuðu sínum fyrsta sigri á mótinu.Burak Yilmaz kemur Tyrklandi í 1-0 Tyrkland er komið yfir gegn tékkum! 1-0! #CZE #TUR #EMÍsland https://t.co/rUtjtfEOF1— Síminn (@siminn) June 21, 2016 Ozan Tufan kemur Tyrkjum í 2-0 Mark! Tyrkland - Tékkland 2-0 #TUR #CZE #EMÍsland https://t.co/pOUPru7BVW— Síminn (@siminn) June 21, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Sjá meira