Hagfræðingur segir áhættuna af Brexit ekki hafa verið nægilega vel útskýrða Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 23. júní 2016 20:59 Þóra Helgadóttir hagfræðingur hefur starfað hjá breska fjármálaráðuneytið og á sæti í fjármálaráði Alþingis. Bretar kjósa í sögulegum kosningum í dag en hagfræðingur sem hefur starfað í fjármálaráðuneyti Bretlands óttast afleiðingarnar ef Bretar ákveða að ganga út úr Evrópusambandinu. Kjörstaðir opnuðu eldsnemma í morgun og er ljóst að hver sem niðurstaðan verður þá verður hún söguleg. Fréttamaður Stöðvar 2 er staddur í Bretlandi og ræddi við kjósendur sem margir hverjir kvíða niðurstöðunni.Útganga erfið fyrir breska hagkerfiðÞóra Helgadóttir hagfræðingur hefur starfað hjá breska fjármálaráðuneytið og á sæti í fjármálaráði Alþingis. Hún segir kosningabaráttuna hafa verið mjög harða. „Þetta er virkilega búin að vera hörð barátta. Í raun og veru hef ég ekki séð hagfræðing sem mælir með því að við förum úr sambandinu og ég held að það séu mjög ljós rök fyrir því að vera áfram í sambandinu. Áhættan er mjög mikil á kreppu, á atvinnuleysi, á að áhrifin verði mikil á fjárfestingar vergna óvissu um hvað tæki við. Sömuleiðis á sölu, innflutning, útflutning og fleira,“ segir Þóra og segir að útganga yrði mjög erfið fyrir breska hagkerfið.Áhættan ekki nógu vel útskýrðÞóra segir áhættuna af útgöngu ekki hafa verið skýrða nógu vel fyrir almenningi. „Ég var að tala við vini mína sem starfa í erlendum banka, frönskum banka, og þeir segja að þeir hefðu fyrir nokkrum vikum ákveðið að eiga ekki í neinum samskiptum við breska banka í ákveðinn tíma þar til þeir vissu hvað myndi gerast. Og í kjölfarið mun óvissan halda áfram ef við förum út. Því er mjög líklegt að þetta hafi mjög mikil áhrif á bresku bankana og myndi þar af leiðiandi hafa snjóboltaáhrif á hagkerfið.“ Búist er við fyrstu tölum eftir miðnætti að íslenskum tíma.Kjörsóknin gæti ráðið úrslitumBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir mjög erfitt að segja til um hver úrslitin verða. „Það gæti ráðist af kjörsókninni. Þeir sem líklegastir eru til að mæta á kjörstað eru eldri, hvítir kjósendur Íhaldsflokksins og þeir kjósa helst á móti aðild að sambandinu. Þannig að ef það verður lítil kjörsókn gæti nei-hreyfingin unnið sigur en ef ungir kjósendur fylkjast á kjörstað, sem eru líklegri til að kjósa með aðild, þá gæti sá hópur náð yfirhöndinni.“Ef Bretar ákveða að yfirgefa Evrópusambandið, hvaða áhrif hefur það á Evrópusambandið, Breta og Ísland?„Það er mikil óvissa varðandi alla þessa þrjá þætti sem þú nefnir. Þetta hefði mikil áhrif á Evrópusambandið. Það myndi leiða til umræðu innan allra ríkja um galla sambandsins og hugsanlega úrsögn úr sambandinu eins og í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi. Hvað Bretland varðar þá bíður Breta það erfiða verkefni að semja við Evrópusambandið upp á nýtt varðandi viðskiptakjör, og svo er spurningin ef munur verði á því hvernig Skotar greiða atkvæði og restin af Bretlandi þá gæti þetta hugsanlega leitt til ákalls um nýja þjóðaratkæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.“ Baldur segir að staða David Cameron forsætisráðherra yrði mjög erfið ákveði Bretar að ganga úr sambandinu og myndu bæði stjórnarandstæðingar og andstæðingar ESB-aðildar innan Íhaldsflokksins kalla eftir afsögn hans. Brexit Tengdar fréttir Bretar ganga að kjörborðinu í dag Kosið verður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hart var barist á lokametrum kosningabaráttunnar og hamrað var á málstaðnum. Afar lítill munur mælist í skoðanakönnunum en skoðanakannanir í Bretlandi hafa ekki reynst áreiðanlegar. 23. júní 2016 07:30 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Bretar kjósa í sögulegum kosningum í dag en hagfræðingur sem hefur starfað í fjármálaráðuneyti Bretlands óttast afleiðingarnar ef Bretar ákveða að ganga út úr Evrópusambandinu. Kjörstaðir opnuðu eldsnemma í morgun og er ljóst að hver sem niðurstaðan verður þá verður hún söguleg. Fréttamaður Stöðvar 2 er staddur í Bretlandi og ræddi við kjósendur sem margir hverjir kvíða niðurstöðunni.Útganga erfið fyrir breska hagkerfiðÞóra Helgadóttir hagfræðingur hefur starfað hjá breska fjármálaráðuneytið og á sæti í fjármálaráði Alþingis. Hún segir kosningabaráttuna hafa verið mjög harða. „Þetta er virkilega búin að vera hörð barátta. Í raun og veru hef ég ekki séð hagfræðing sem mælir með því að við förum úr sambandinu og ég held að það séu mjög ljós rök fyrir því að vera áfram í sambandinu. Áhættan er mjög mikil á kreppu, á atvinnuleysi, á að áhrifin verði mikil á fjárfestingar vergna óvissu um hvað tæki við. Sömuleiðis á sölu, innflutning, útflutning og fleira,“ segir Þóra og segir að útganga yrði mjög erfið fyrir breska hagkerfið.Áhættan ekki nógu vel útskýrðÞóra segir áhættuna af útgöngu ekki hafa verið skýrða nógu vel fyrir almenningi. „Ég var að tala við vini mína sem starfa í erlendum banka, frönskum banka, og þeir segja að þeir hefðu fyrir nokkrum vikum ákveðið að eiga ekki í neinum samskiptum við breska banka í ákveðinn tíma þar til þeir vissu hvað myndi gerast. Og í kjölfarið mun óvissan halda áfram ef við förum út. Því er mjög líklegt að þetta hafi mjög mikil áhrif á bresku bankana og myndi þar af leiðiandi hafa snjóboltaáhrif á hagkerfið.“ Búist er við fyrstu tölum eftir miðnætti að íslenskum tíma.Kjörsóknin gæti ráðið úrslitumBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir mjög erfitt að segja til um hver úrslitin verða. „Það gæti ráðist af kjörsókninni. Þeir sem líklegastir eru til að mæta á kjörstað eru eldri, hvítir kjósendur Íhaldsflokksins og þeir kjósa helst á móti aðild að sambandinu. Þannig að ef það verður lítil kjörsókn gæti nei-hreyfingin unnið sigur en ef ungir kjósendur fylkjast á kjörstað, sem eru líklegri til að kjósa með aðild, þá gæti sá hópur náð yfirhöndinni.“Ef Bretar ákveða að yfirgefa Evrópusambandið, hvaða áhrif hefur það á Evrópusambandið, Breta og Ísland?„Það er mikil óvissa varðandi alla þessa þrjá þætti sem þú nefnir. Þetta hefði mikil áhrif á Evrópusambandið. Það myndi leiða til umræðu innan allra ríkja um galla sambandsins og hugsanlega úrsögn úr sambandinu eins og í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi. Hvað Bretland varðar þá bíður Breta það erfiða verkefni að semja við Evrópusambandið upp á nýtt varðandi viðskiptakjör, og svo er spurningin ef munur verði á því hvernig Skotar greiða atkvæði og restin af Bretlandi þá gæti þetta hugsanlega leitt til ákalls um nýja þjóðaratkæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.“ Baldur segir að staða David Cameron forsætisráðherra yrði mjög erfið ákveði Bretar að ganga úr sambandinu og myndu bæði stjórnarandstæðingar og andstæðingar ESB-aðildar innan Íhaldsflokksins kalla eftir afsögn hans.
Brexit Tengdar fréttir Bretar ganga að kjörborðinu í dag Kosið verður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hart var barist á lokametrum kosningabaráttunnar og hamrað var á málstaðnum. Afar lítill munur mælist í skoðanakönnunum en skoðanakannanir í Bretlandi hafa ekki reynst áreiðanlegar. 23. júní 2016 07:30 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Bretar ganga að kjörborðinu í dag Kosið verður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hart var barist á lokametrum kosningabaráttunnar og hamrað var á málstaðnum. Afar lítill munur mælist í skoðanakönnunum en skoðanakannanir í Bretlandi hafa ekki reynst áreiðanlegar. 23. júní 2016 07:30
Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15