Kraftur úr óvæntri átt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júní 2016 06:00 Arnór Ingvi Traustason sést hér skora sigurmark sitt á móti Austurríki. Vísir/Getty Það var ekki lítill þáttur sem varamennirnir áttu í 2-1 sigri Íslands á Austurríki þegar liðin mættust á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France, á miðvikudagskvöldið. Íslenska þjóðin sameinaðist í siguröskri á fjórðu mínútu uppbótartíma leiksins þegar Arnór Ingvi Traustason náði að koma boltanum í netið eftir sendingu Theodórs Elmars Bjarnasonar. Báðir voru varamenn í leiknum, rétt eins og Sverrir Ingi Ingason. Þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson ákváðu því að stóla á unga og fríska fætur í þessum aðstæðum. Aðrir kostir voru til að mynda reynsluboltarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Emil Hallfreðsson sem komu báðir inn á í leiknum gegn Ungverjalandi.Hrikalega stoltir „Við erum hrikalega stoltir af þessum strákum,“ sagði Heimir Hallgrímsson við Fréttablaðið í gær og átti þá við alla leikmenn íslenska landsliðshópsins. Hann lofaði hugarfar leikmannanna, sem sást best á þeim þremur sem komu inn á. „Þeir voru „kúl“ og kraftmiklir. Við þurftum ferska fætur inn á þessum tíma. Svo var sterkt að fá Sverri Inga þarna inn í teiginn þegar Austurríki var byrjað að dæla boltum þar inn. Hann kom með mikilvæga skalla í burtu. Við erum mjög ánægðir með þá og allan hópinn.“Báðir jafn þreyttir Þreytumerkin voru augljós á íslenska liðinu enda hefur byrjunarlið Íslands verið eins alla keppnina hingað til og svo sem ekki útlit fyrir að það muni endilega breytast fyrir leikinn gegn Englandi í 16-liða úrslitunum á mánudag. „Þeir sem komu inn á í leiknum í gær komu inn með kraft og voru klókir. Ég verð að hrósa öllum leikmönnunum, þeir vörðust vel allan leikinn og tóku vel á því frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu,“ sagði Lagerbäck í gær. Sóknarmennirnir Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson fóru báðir af velli í leiknum. Lagerbäck sagði að Jón Daði hefði farið fyrr af velli til að halda Kolbeini inn á eins lengi og mögulegt er. „Kolbeinn er mjög mikilvægur í að verjast föstum leikatriðum því hann getur unnið skallaeinvígin. En þetta var 50-50 ákvörðun því þeir voru báðir jafn þreyttir,“ sagði Lagerbäck og brosti.Fyrstu mótsleikirnir Það má sjá hér að neðan hversu góð áhrif varamennirnir þrír höfðu á leik íslenska liðsins eftir innkomu þeirra. Þeir voru aðeins búnir að spila í samtals fjórar mínútur og 53 sekúndur áður en það kom að leiknum á Stade de France en þess ber einnig að geta að Arnór Ingvi og Sverrir Ingi voru að spila sína fyrstu mótsleiki. Þeir höfðu aðeins áður komið við sögu í vináttulandsleikjum. En þeir sýndu að þeir geta vel staðist álagið sem fylgir því að spila á stóra sviðinu og það gæti reynst dýrmætt í leiknum mikilvæga gegn Englandi í Nice á mánudag.Grafík/Silja Ástþórsdóttir EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Það var ekki lítill þáttur sem varamennirnir áttu í 2-1 sigri Íslands á Austurríki þegar liðin mættust á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France, á miðvikudagskvöldið. Íslenska þjóðin sameinaðist í siguröskri á fjórðu mínútu uppbótartíma leiksins þegar Arnór Ingvi Traustason náði að koma boltanum í netið eftir sendingu Theodórs Elmars Bjarnasonar. Báðir voru varamenn í leiknum, rétt eins og Sverrir Ingi Ingason. Þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson ákváðu því að stóla á unga og fríska fætur í þessum aðstæðum. Aðrir kostir voru til að mynda reynsluboltarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Emil Hallfreðsson sem komu báðir inn á í leiknum gegn Ungverjalandi.Hrikalega stoltir „Við erum hrikalega stoltir af þessum strákum,“ sagði Heimir Hallgrímsson við Fréttablaðið í gær og átti þá við alla leikmenn íslenska landsliðshópsins. Hann lofaði hugarfar leikmannanna, sem sást best á þeim þremur sem komu inn á. „Þeir voru „kúl“ og kraftmiklir. Við þurftum ferska fætur inn á þessum tíma. Svo var sterkt að fá Sverri Inga þarna inn í teiginn þegar Austurríki var byrjað að dæla boltum þar inn. Hann kom með mikilvæga skalla í burtu. Við erum mjög ánægðir með þá og allan hópinn.“Báðir jafn þreyttir Þreytumerkin voru augljós á íslenska liðinu enda hefur byrjunarlið Íslands verið eins alla keppnina hingað til og svo sem ekki útlit fyrir að það muni endilega breytast fyrir leikinn gegn Englandi í 16-liða úrslitunum á mánudag. „Þeir sem komu inn á í leiknum í gær komu inn með kraft og voru klókir. Ég verð að hrósa öllum leikmönnunum, þeir vörðust vel allan leikinn og tóku vel á því frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu,“ sagði Lagerbäck í gær. Sóknarmennirnir Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson fóru báðir af velli í leiknum. Lagerbäck sagði að Jón Daði hefði farið fyrr af velli til að halda Kolbeini inn á eins lengi og mögulegt er. „Kolbeinn er mjög mikilvægur í að verjast föstum leikatriðum því hann getur unnið skallaeinvígin. En þetta var 50-50 ákvörðun því þeir voru báðir jafn þreyttir,“ sagði Lagerbäck og brosti.Fyrstu mótsleikirnir Það má sjá hér að neðan hversu góð áhrif varamennirnir þrír höfðu á leik íslenska liðsins eftir innkomu þeirra. Þeir voru aðeins búnir að spila í samtals fjórar mínútur og 53 sekúndur áður en það kom að leiknum á Stade de France en þess ber einnig að geta að Arnór Ingvi og Sverrir Ingi voru að spila sína fyrstu mótsleiki. Þeir höfðu aðeins áður komið við sögu í vináttulandsleikjum. En þeir sýndu að þeir geta vel staðist álagið sem fylgir því að spila á stóra sviðinu og það gæti reynst dýrmætt í leiknum mikilvæga gegn Englandi í Nice á mánudag.Grafík/Silja Ástþórsdóttir
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira