Blaðamaður The Sun við Vísi: Hodgson verður rekinn ef England tapar fyrir Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júní 2016 13:00 Mark Arnórs Ingva Traustasonar fyrir Ísland gegn Austurríki í lokaleik strákanna okkar í riðlakeppni EM skipti íslensku þjóðina miklu máli því loksins mætir Ísland liði Englands í mótsleik og það á EM. Englendingar litu á þetta öðruvísi. Þeir voru guðs lifandi fegnir að fá Ísland í staðinn fyrir Portúgal að sögn Justin Allen, blaðamanns The Sun. „Auðvitað. Ég vil ekki að þetta hljómi eins og við séum eitthvað kokhraust en við státum bara af svo skelfilegum árangri gegn Portúgal. Við höfum ekki unnið þá í mótsleik síðan 1966. Við vorum ansi hræddir við þá og sérstaklega Ronaldo. Þegar Ísland skoraði gegn Austurríki vorum við svolítið fegnir því við eigum betri möguleika á að vinna Ísland. Þetta verður samt erfiður leikur,“ segir Justin Allen. Enska liðið er ungt og ferskt en reynslan er ekki mikil. Englendingar horfa til þess að komast í undanúrslitin með þetta unga lið en sama hvað gerist verður það að vinna Ísland. „Það eru kynslóðaskipti í liðinu. Leikmenn eins og Steven Gerrard og Frank Lampard eru hættir en í staðinn eru komnir ungir strákar eins og Harry Kane, Raheem Sterling og Dele Alli. Ef við erum raunsæ þá verða allir ánægðir með að komast í undanúrslitin. Átta liða úrslit væri á pari en að tapa gegn Íslandi væri stórslys,“ segir Allen. Pressan á enska liðinu er ekki alveg jafnmikil og áður vegna þessara kynslóðaskipta sem Allen talar um en það er svo sannarlega ekki í boði að tapa fyrir Íslandi. Yrði tapleikur gegn íslenska liðinu síðasti leikur Roy Hodgson við stjórnvölinn hjá Englandi? „Já. Það er stutta svarið. Ekki gleyma því að England var á botni riðilsins á HM. Að tapa fyrir Íslandi, með fullri virðingu, er ekki í boði því þetta er land á stærð við Leicester. Ef það gerist verður þess krafist að Hodgson fari og nýr maður komi inn,“ segir Allen. Hér að ofanmá sjá allt viðtalið við Justin Allen.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Lars og Heimir ofarlega á mínum lista fyrir það sem þeir hafa gert Eiður Smári Guðjohnsen talaði vel um landsliðsþjálfarana á blaðamannafundi í dag. 25. júní 2016 09:27 Góður að sitja á bekknum og horfa á leikinn en er ekki ánægður með það Eiður Smári Guðjohnsen reynir að finna veikleika á mótherjanum sem hann getur nýtt sér. 25. júní 2016 09:38 Eiður Smári gæti komið inn í þjálfarateymi Íslands Heimir og Eiður Smári hafa rætt um að hann komi inn í teymið eftir að Evrópumótinu lýkur. 25. júní 2016 09:16 Eiður Smári: Erfiður biti að kyngja Aðeins þrjú þúsund Íslendingar verða í stúkunni í leiknum gegn Englandi í Nice. 25. júní 2016 13:30 Sky Sports: Er Ísland Leicester EM 2016? Margt er líkt með óvæntu ensku meisturunum og íslenska landsliðinu í fótbolta. 25. júní 2016 12:00 Heimir: Byrjunarliðsmenn ekki æft í tvo daga Segir að allir séu heilir heilsu fyrir leikinn gegn Englandi á mánudag. 25. júní 2016 09:58 Eiður fékk skilaboð frá Lampard „Ég veit ekki hver merkingin var nákvæmlega.“ 25. júní 2016 09:14 EM í dag: Groundhog day í Annecy Tómas Þór Þórðarson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fara yfir allt sem snýr að íslenska liðinu á EM í Frakklandi. 25. júní 2016 09:20 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira
Mark Arnórs Ingva Traustasonar fyrir Ísland gegn Austurríki í lokaleik strákanna okkar í riðlakeppni EM skipti íslensku þjóðina miklu máli því loksins mætir Ísland liði Englands í mótsleik og það á EM. Englendingar litu á þetta öðruvísi. Þeir voru guðs lifandi fegnir að fá Ísland í staðinn fyrir Portúgal að sögn Justin Allen, blaðamanns The Sun. „Auðvitað. Ég vil ekki að þetta hljómi eins og við séum eitthvað kokhraust en við státum bara af svo skelfilegum árangri gegn Portúgal. Við höfum ekki unnið þá í mótsleik síðan 1966. Við vorum ansi hræddir við þá og sérstaklega Ronaldo. Þegar Ísland skoraði gegn Austurríki vorum við svolítið fegnir því við eigum betri möguleika á að vinna Ísland. Þetta verður samt erfiður leikur,“ segir Justin Allen. Enska liðið er ungt og ferskt en reynslan er ekki mikil. Englendingar horfa til þess að komast í undanúrslitin með þetta unga lið en sama hvað gerist verður það að vinna Ísland. „Það eru kynslóðaskipti í liðinu. Leikmenn eins og Steven Gerrard og Frank Lampard eru hættir en í staðinn eru komnir ungir strákar eins og Harry Kane, Raheem Sterling og Dele Alli. Ef við erum raunsæ þá verða allir ánægðir með að komast í undanúrslitin. Átta liða úrslit væri á pari en að tapa gegn Íslandi væri stórslys,“ segir Allen. Pressan á enska liðinu er ekki alveg jafnmikil og áður vegna þessara kynslóðaskipta sem Allen talar um en það er svo sannarlega ekki í boði að tapa fyrir Íslandi. Yrði tapleikur gegn íslenska liðinu síðasti leikur Roy Hodgson við stjórnvölinn hjá Englandi? „Já. Það er stutta svarið. Ekki gleyma því að England var á botni riðilsins á HM. Að tapa fyrir Íslandi, með fullri virðingu, er ekki í boði því þetta er land á stærð við Leicester. Ef það gerist verður þess krafist að Hodgson fari og nýr maður komi inn,“ segir Allen. Hér að ofanmá sjá allt viðtalið við Justin Allen.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Lars og Heimir ofarlega á mínum lista fyrir það sem þeir hafa gert Eiður Smári Guðjohnsen talaði vel um landsliðsþjálfarana á blaðamannafundi í dag. 25. júní 2016 09:27 Góður að sitja á bekknum og horfa á leikinn en er ekki ánægður með það Eiður Smári Guðjohnsen reynir að finna veikleika á mótherjanum sem hann getur nýtt sér. 25. júní 2016 09:38 Eiður Smári gæti komið inn í þjálfarateymi Íslands Heimir og Eiður Smári hafa rætt um að hann komi inn í teymið eftir að Evrópumótinu lýkur. 25. júní 2016 09:16 Eiður Smári: Erfiður biti að kyngja Aðeins þrjú þúsund Íslendingar verða í stúkunni í leiknum gegn Englandi í Nice. 25. júní 2016 13:30 Sky Sports: Er Ísland Leicester EM 2016? Margt er líkt með óvæntu ensku meisturunum og íslenska landsliðinu í fótbolta. 25. júní 2016 12:00 Heimir: Byrjunarliðsmenn ekki æft í tvo daga Segir að allir séu heilir heilsu fyrir leikinn gegn Englandi á mánudag. 25. júní 2016 09:58 Eiður fékk skilaboð frá Lampard „Ég veit ekki hver merkingin var nákvæmlega.“ 25. júní 2016 09:14 EM í dag: Groundhog day í Annecy Tómas Þór Þórðarson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fara yfir allt sem snýr að íslenska liðinu á EM í Frakklandi. 25. júní 2016 09:20 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Sjá meira
Eiður Smári: Lars og Heimir ofarlega á mínum lista fyrir það sem þeir hafa gert Eiður Smári Guðjohnsen talaði vel um landsliðsþjálfarana á blaðamannafundi í dag. 25. júní 2016 09:27
Góður að sitja á bekknum og horfa á leikinn en er ekki ánægður með það Eiður Smári Guðjohnsen reynir að finna veikleika á mótherjanum sem hann getur nýtt sér. 25. júní 2016 09:38
Eiður Smári gæti komið inn í þjálfarateymi Íslands Heimir og Eiður Smári hafa rætt um að hann komi inn í teymið eftir að Evrópumótinu lýkur. 25. júní 2016 09:16
Eiður Smári: Erfiður biti að kyngja Aðeins þrjú þúsund Íslendingar verða í stúkunni í leiknum gegn Englandi í Nice. 25. júní 2016 13:30
Sky Sports: Er Ísland Leicester EM 2016? Margt er líkt með óvæntu ensku meisturunum og íslenska landsliðinu í fótbolta. 25. júní 2016 12:00
Heimir: Byrjunarliðsmenn ekki æft í tvo daga Segir að allir séu heilir heilsu fyrir leikinn gegn Englandi á mánudag. 25. júní 2016 09:58
EM í dag: Groundhog day í Annecy Tómas Þór Þórðarson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fara yfir allt sem snýr að íslenska liðinu á EM í Frakklandi. 25. júní 2016 09:20