Willum: Ekki hægt að segja nei við uppeldisfélagið Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júní 2016 19:03 Willum Þór Þórsson, nýráðinn stjóri KR, segir að það hafi ekki verið hægt að segja nei við uppeldisfélagið sitt þrátt fyrir að uppeldisfélagið hafi oft sagt nei við hann. „Fórnin hér er mikil. Hér eru tveir heiðursmenn sem hafa verið miklir leiðtogar (Bjarni og Guðmundur) og hafa unnið glæsta sigra innan vallar," sagði Willum Þór í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þeir hafa einnig gert góða hluti utan vallar þannig að þetta er veruleika-"check" fyrir okkur hina sem ætlum að reyna halda áfram skútunni og reisa þetta við," en var ekkert erfitt að taka við á þessum tímapunkti? „Nei, það er mun erfiðara þegar KR á í hlut en öll önnur félög. Ég skal viðurkenna það," sagði Willum og hélt áfram að lofsama uppeldisklúbbinn: „Ég er alinn upp hérna og KR hefur oft sagt nei við mig; ég komst ekki í liðið, þjálfarasamningnum sagt upp og svo framvegis, en maður verður alltaf KR-inugur. Það er ekki hægt að segja nei við uppeldisfélagið sitt."Sjá einnig:Willum Þór tekur við KR-liðinu KR hefur gengið afleitlega á tímabilinu. Liðið er dottið úr bikarnum og er einungis með níu stig eftir níu leiki, en hverju þarf að breyta? „Það er augljóst að við þurfum að vinna í sigurhugarfarinu. Það eru klárlega mikil gæði, holningin á liðinu er fín og öll vinna á liðinu er búin að vera góð." „Það hafa allir lagt sitt að mörkum. Þegar þú lendir í svona fari þá þarf einhvernveginn að brjóta það upp," sagði Willum að lokum. Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, vonar að þjálfarabreytingin breyti því að Vesturbæjarliðið fari að vinna einhverja leiki. „Ég vona að þetta breyti miklu og breyti því að liðið fari að vinna einhverja leiki. Það er það sem þarf og að Willum og strákarnir komi okkur á þann stall sem við viljum vera á," sagði Kristinn. Fyrsta verkefni Willum og hans aðstoðarmanns, Arnars Gunnlaugssonar, verður leikur gegn Norður-Írunum í Glentoran á fimmtudag í undankeppni Evrópudeildarinnar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Sjá meira
Willum Þór Þórsson, nýráðinn stjóri KR, segir að það hafi ekki verið hægt að segja nei við uppeldisfélagið sitt þrátt fyrir að uppeldisfélagið hafi oft sagt nei við hann. „Fórnin hér er mikil. Hér eru tveir heiðursmenn sem hafa verið miklir leiðtogar (Bjarni og Guðmundur) og hafa unnið glæsta sigra innan vallar," sagði Willum Þór í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þeir hafa einnig gert góða hluti utan vallar þannig að þetta er veruleika-"check" fyrir okkur hina sem ætlum að reyna halda áfram skútunni og reisa þetta við," en var ekkert erfitt að taka við á þessum tímapunkti? „Nei, það er mun erfiðara þegar KR á í hlut en öll önnur félög. Ég skal viðurkenna það," sagði Willum og hélt áfram að lofsama uppeldisklúbbinn: „Ég er alinn upp hérna og KR hefur oft sagt nei við mig; ég komst ekki í liðið, þjálfarasamningnum sagt upp og svo framvegis, en maður verður alltaf KR-inugur. Það er ekki hægt að segja nei við uppeldisfélagið sitt."Sjá einnig:Willum Þór tekur við KR-liðinu KR hefur gengið afleitlega á tímabilinu. Liðið er dottið úr bikarnum og er einungis með níu stig eftir níu leiki, en hverju þarf að breyta? „Það er augljóst að við þurfum að vinna í sigurhugarfarinu. Það eru klárlega mikil gæði, holningin á liðinu er fín og öll vinna á liðinu er búin að vera góð." „Það hafa allir lagt sitt að mörkum. Þegar þú lendir í svona fari þá þarf einhvernveginn að brjóta það upp," sagði Willum að lokum. Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, vonar að þjálfarabreytingin breyti því að Vesturbæjarliðið fari að vinna einhverja leiki. „Ég vona að þetta breyti miklu og breyti því að liðið fari að vinna einhverja leiki. Það er það sem þarf og að Willum og strákarnir komi okkur á þann stall sem við viljum vera á," sagði Kristinn. Fyrsta verkefni Willum og hans aðstoðarmanns, Arnars Gunnlaugssonar, verður leikur gegn Norður-Írunum í Glentoran á fimmtudag í undankeppni Evrópudeildarinnar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Sjá meira