Landsliðskona í knattspyrnu: „Þetta fólk í stjórninni þarf að hugsa sinn gang“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2016 19:07 Dagný Brynjarsdóttir í eldlínunni með íslenska landsliðinu. Vísir/Eyþór Dagný Brynjarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í knattspyrnu, segir ákvörðun mótsstjórnar Orkumótsins í Vestmannaeyjum, að meina stelpu sem spilaði með strákaliði Gróttu á mótinu að vera fulltrúi félagsins í landsleiknum, fáránlega. Dagný þekkir það vel að spila með strákum og er ein nokkurra landsliðskvenna sem spilaði með strákunum í yngri flokkum til að fá samkeppni við hæfi. „Ég held að þetta fólk í stjórn þurfi eitthvað að fara að hugsa sinn gang,“ segir Dagný. Mótstjórn Orkumótsins segir mótið fyrir stráka en ekki stelpur. TM-mótið sé fyrir stelpur og telur Gróttu hafa höndlað málið illa. „Ég hef einu sinni keppt á Pæjumótinu í Eyjum og það var þegar ég var þrettán ára, fyrsta stelpumótið sem ég tók þátt í,“ rifjar Dagný upp. Dagný er frá Hellu og keppti með liði Knattspyrnufélagi Rangæinga á mótinu. „Fyrir verðlaunaafhendinguna tilkynnti þjálfarinn minn mér að ég hefði verið kosin besti leikmaður mótsins. Þegar kom að verðlaunaafhendingunni fékk leikmaður ÍBV verðlaunin. Stjórnin komst að þeirri niðurstöðu að ÍBV sem sigurlið Pæjumótsins ætti að eiga besta leikmann mótsins.“Athygli vakti í fyrra þegar í ljós kom að verðlaunin á Orkumótinu voru mun veglegri en á TM-mótinu. Eyjamenn ætluðu hins vegar að laga það fyrir árið í ár. Hrósar þjálfara Gróttu Dagný er þeirrar skoðunar að hvort sem þú ert stelpa eða strákur, frá litlu eða stóru félagi, þá eigi einstaklingur að fá þau verðlaun sem hann eða hún eigi skilið. „Þjálfari Gróttu veit betur en allir hvað þessi einstaklingur getur og þó hún sé stelpa getur hún verið besti leikmaður flokksins.“ segir Dagný og hrósar félaginu á Seltjarnarnesi. „Mér finnst Grótta geggjaðir að leyfa efnilegum stelpum að æfa með strákum og mér finnst að önnur félög mættu gera meira af þessu.“Enginn líkamlegur munur„Þegar þú ert tólf ára og yngri er enginn munur á kynjunum líkamlega. Ég trúi ekki að þetta sé að ske árið 2016,“ segir Dagný. „Ég spilaði einungis með strákum þar til ég varð þréttán ára og var alltaf í A-liðinu hjá þeim fyrir utan einstaka skipti þegar ég var á yngra ári og með mínum vinum í B-liðinu, en þá var ég fyrirliði.“ Dagný segir að önnur lið og klúbbar megi taka Gróttu til fyrirmyndar og leyfa efnilegum stelpum að æfa og spila með strákaliðum því bæði strákaliðin og stelpurnar sjálfar hagnist af þessu. „KFR er mjög lítill klúbbur en það hefur skilað átta stelpum í Pepsi deildina sem eru fæddar 1984-1996, sjö þeirra hafa spilað fyrir yngri landsliðin og þrjár þeirra fyrir A-landsliðið en við eigum allar það sameiginlegt að hafa æft og spilað með strákum.“ Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í knattspyrnu, segir ákvörðun mótsstjórnar Orkumótsins í Vestmannaeyjum, að meina stelpu sem spilaði með strákaliði Gróttu á mótinu að vera fulltrúi félagsins í landsleiknum, fáránlega. Dagný þekkir það vel að spila með strákum og er ein nokkurra landsliðskvenna sem spilaði með strákunum í yngri flokkum til að fá samkeppni við hæfi. „Ég held að þetta fólk í stjórn þurfi eitthvað að fara að hugsa sinn gang,“ segir Dagný. Mótstjórn Orkumótsins segir mótið fyrir stráka en ekki stelpur. TM-mótið sé fyrir stelpur og telur Gróttu hafa höndlað málið illa. „Ég hef einu sinni keppt á Pæjumótinu í Eyjum og það var þegar ég var þrettán ára, fyrsta stelpumótið sem ég tók þátt í,“ rifjar Dagný upp. Dagný er frá Hellu og keppti með liði Knattspyrnufélagi Rangæinga á mótinu. „Fyrir verðlaunaafhendinguna tilkynnti þjálfarinn minn mér að ég hefði verið kosin besti leikmaður mótsins. Þegar kom að verðlaunaafhendingunni fékk leikmaður ÍBV verðlaunin. Stjórnin komst að þeirri niðurstöðu að ÍBV sem sigurlið Pæjumótsins ætti að eiga besta leikmann mótsins.“Athygli vakti í fyrra þegar í ljós kom að verðlaunin á Orkumótinu voru mun veglegri en á TM-mótinu. Eyjamenn ætluðu hins vegar að laga það fyrir árið í ár. Hrósar þjálfara Gróttu Dagný er þeirrar skoðunar að hvort sem þú ert stelpa eða strákur, frá litlu eða stóru félagi, þá eigi einstaklingur að fá þau verðlaun sem hann eða hún eigi skilið. „Þjálfari Gróttu veit betur en allir hvað þessi einstaklingur getur og þó hún sé stelpa getur hún verið besti leikmaður flokksins.“ segir Dagný og hrósar félaginu á Seltjarnarnesi. „Mér finnst Grótta geggjaðir að leyfa efnilegum stelpum að æfa með strákum og mér finnst að önnur félög mættu gera meira af þessu.“Enginn líkamlegur munur„Þegar þú ert tólf ára og yngri er enginn munur á kynjunum líkamlega. Ég trúi ekki að þetta sé að ske árið 2016,“ segir Dagný. „Ég spilaði einungis með strákum þar til ég varð þréttán ára og var alltaf í A-liðinu hjá þeim fyrir utan einstaka skipti þegar ég var á yngra ári og með mínum vinum í B-liðinu, en þá var ég fyrirliði.“ Dagný segir að önnur lið og klúbbar megi taka Gróttu til fyrirmyndar og leyfa efnilegum stelpum að æfa og spila með strákaliðum því bæði strákaliðin og stelpurnar sjálfar hagnist af þessu. „KFR er mjög lítill klúbbur en það hefur skilað átta stelpum í Pepsi deildina sem eru fæddar 1984-1996, sjö þeirra hafa spilað fyrir yngri landsliðin og þrjár þeirra fyrir A-landsliðið en við eigum allar það sameiginlegt að hafa æft og spilað með strákum.“
Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53
Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30