Stelpurnar fá einstaka bikara að ári eins og strákarnir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júlí 2015 15:49 Dóra Björk segir að málið sé félaginu ekki til sóma. Stelpurnar fái jafnflotta bikara og strákarnir að ári. „Við náttúrulega sáum þetta sjálf þegar við tókum við bikurunum. Þetta fór ekki framhjá okkur,“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags. Umfjöllunarefnið er mynd af tveimur bikurum sem vakið hefur mikla athygli í dag í kjölfar birtingar á Facebook. Bikararnir voru veittir á mótum á vegum ÍBV í júní. Annars vegar er um að ræða hefðbundinn lítinn bikar sem lið Hattar í 5. flokki kvenna fékk á TM-mótinu í Eyjum um miðjan júní og hins vegar glæsilegan stóran bikar sem 6. flokkur karla hjá Hetti fékk í sinn hlut á Orkumótinu í Eyjum í lok júní. Sigrún Jóna Hauksdóttir, sem situr í stjórn fimleikadeildar Hattar á Austfjörðum, birti myndina og hefur skapast mikil umræða við þráðinn sem sjá má að neðan. Dóra Björk segir í samtali við Vísi að málið sé félaginu ekki til sóma. „Þetta er mjög dapurlegt en það eru skýringar á þessu,“ segir Dóra. Þannig komi ólíkir hópar að skipulagningu mótanna, meðal annars þeim hluta að panta bikarana. Bikararnir sem veittir voru á Orkumótinu hafi verið fluttir sérstaklega til landsins. „Þetta eru einstakir bikarar sem hafa ekki sést hér á landi áður,“ segir Dóra. Nefnir hún sem dæmi að bikarinn á TM-mótinu sé sambærilegur sem veittir hafi verið á Símamótinu. Þá hafi skipuleggjendur Orkumótsins verið í fararbroddi er varði skipulagningu móta og leitt margt inn sem aðrir hafi tekið upp síðar. „Við munum vera með sambærilega bikara á báðum mótum að ári,“ segir Dóra.Þetta vakti athygli mína í dag. Báðir verðlaunagripirnir eru veittir börnum. Annarsvegar 9-10 ára drengjum og hinsvegar...Posted by Sigrún Jóna Hauksdóttir on Monday, July 27, 2015 Sigrún Jóna er ánægð með þá umræðu sem skapast hefur í dag í kjölfar birtingu myndanna af bikurunum. Málið tengist henni þó ekki persónulega þar sem hún átti börn á hvorugu mótinu. „Mér fannst ótækt annað en að vekja máls á þessu,“ segir Sigrún Jóna. Hún telur þetta vera holdgerving þess sem sé að í íþróttum barna hér á landi. Hún þekki ágætlega til í þeim efnum enda í stjórn fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum. Þar eru iðkendur í miklum meirihluta stúlkur. Sigrún Jóna segir langt í frá að þetta sé í fyrsta sinn sem hún upplifi óréttlæti á borð við þetta. Hún voni hins vegar að jafnrétti sé að breytast til batnaðar. „Það hefur verið mikil umræða um umfjöllun um kvennaíþróttir í fjölmiðlum. Þetta tengist því svolítið,“ segir Sigrún Jóna. Hún minnir á mikilvægi umræðu í þjóðfélaginu þegar fólk verður vart við óréttlæti á borð við þetta. „Auðvitað verður maður svolítið reiður fyrir hönd þessara barna. Ekki síður drengja en stúlkna því þeir eiga rétt á jafnrétti kynjanna eins og allir.“ Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
„Við náttúrulega sáum þetta sjálf þegar við tókum við bikurunum. Þetta fór ekki framhjá okkur,“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags. Umfjöllunarefnið er mynd af tveimur bikurum sem vakið hefur mikla athygli í dag í kjölfar birtingar á Facebook. Bikararnir voru veittir á mótum á vegum ÍBV í júní. Annars vegar er um að ræða hefðbundinn lítinn bikar sem lið Hattar í 5. flokki kvenna fékk á TM-mótinu í Eyjum um miðjan júní og hins vegar glæsilegan stóran bikar sem 6. flokkur karla hjá Hetti fékk í sinn hlut á Orkumótinu í Eyjum í lok júní. Sigrún Jóna Hauksdóttir, sem situr í stjórn fimleikadeildar Hattar á Austfjörðum, birti myndina og hefur skapast mikil umræða við þráðinn sem sjá má að neðan. Dóra Björk segir í samtali við Vísi að málið sé félaginu ekki til sóma. „Þetta er mjög dapurlegt en það eru skýringar á þessu,“ segir Dóra. Þannig komi ólíkir hópar að skipulagningu mótanna, meðal annars þeim hluta að panta bikarana. Bikararnir sem veittir voru á Orkumótinu hafi verið fluttir sérstaklega til landsins. „Þetta eru einstakir bikarar sem hafa ekki sést hér á landi áður,“ segir Dóra. Nefnir hún sem dæmi að bikarinn á TM-mótinu sé sambærilegur sem veittir hafi verið á Símamótinu. Þá hafi skipuleggjendur Orkumótsins verið í fararbroddi er varði skipulagningu móta og leitt margt inn sem aðrir hafi tekið upp síðar. „Við munum vera með sambærilega bikara á báðum mótum að ári,“ segir Dóra.Þetta vakti athygli mína í dag. Báðir verðlaunagripirnir eru veittir börnum. Annarsvegar 9-10 ára drengjum og hinsvegar...Posted by Sigrún Jóna Hauksdóttir on Monday, July 27, 2015 Sigrún Jóna er ánægð með þá umræðu sem skapast hefur í dag í kjölfar birtingu myndanna af bikurunum. Málið tengist henni þó ekki persónulega þar sem hún átti börn á hvorugu mótinu. „Mér fannst ótækt annað en að vekja máls á þessu,“ segir Sigrún Jóna. Hún telur þetta vera holdgerving þess sem sé að í íþróttum barna hér á landi. Hún þekki ágætlega til í þeim efnum enda í stjórn fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum. Þar eru iðkendur í miklum meirihluta stúlkur. Sigrún Jóna segir langt í frá að þetta sé í fyrsta sinn sem hún upplifi óréttlæti á borð við þetta. Hún voni hins vegar að jafnrétti sé að breytast til batnaðar. „Það hefur verið mikil umræða um umfjöllun um kvennaíþróttir í fjölmiðlum. Þetta tengist því svolítið,“ segir Sigrún Jóna. Hún minnir á mikilvægi umræðu í þjóðfélaginu þegar fólk verður vart við óréttlæti á borð við þetta. „Auðvitað verður maður svolítið reiður fyrir hönd þessara barna. Ekki síður drengja en stúlkna því þeir eiga rétt á jafnrétti kynjanna eins og allir.“
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira