Sex af strákunum okkar hafa skorað á sínu fyrsta EM | Sjáið öll mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2016 19:45 Sex markaskorarar Ísland á EM. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld. Áður höfðu þeir Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Traustason skorað fyrir íslenska liðið á EM í Frakklandi. Sex leikmenn hafa skorað þessi sex mörk íslenska liðsins en þeir eru allir auðvitað að keppa á sínu fyrsta EM og sínu fyrsta stórmóti. 26 prósent af mönnunum í íslenska hópnum hafa því kynnst þeirri tilfinningu að skora á stóra sviðinu. Birkir Bjarnason jafnaði metin á móti Portúgal, Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir á móti Ungverjalandi, Jón Daði Böðvarsson kom Íslandi yfir á móti Austurríki og Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið á móti Austurríki. Ragnar Sigurðsson jafnaði metin á móti Englandi í sextán liða úrslitunum og Kolbeinn Sigþórsson kom íslenska liðinu síðan yfir. Það eru aðeins Belgar sem hafa eignast fleiri markaskorara á Evrópumótinu til þessa en sjö Belgíumenn hafa skorað á EM í Frakklandi. Belgarnir sem hafa skorað eru þeir: Romelu Lukaku (2 mörk), Toby Alderweireld, Michy Batshuayi, Yannick Carrasco, Eden Hazard, Radja Nainggolan og Axel Witsel. Heimsmeistarar Þjóverja eru síðan í þriðja sæti með fimm markaskorara. Þjóðverjarnir sem hafa skorað eru Mario Gómez (2 mörk), Jérôme Boateng, Julian Draxler, Shkodran Mustafi og Bastian Schweinsteiger.Mark númer 1 Birkir Bjarnason BIRKIR BJARNASON!1-1#EMÍsland pic.twitter.com/Ugbg3XCees— Síminn (@siminn) June 14, 2016 Mark númer 2 Gylfi Þór Sigurðsson GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON! 1-0 fyrir Íslandi! #EMÍsland #ISL #HUN https://t.co/OxotGBqTji— Síminn (@siminn) June 18, 2016 Mark númer 3 Jón Daði Böðvarsson JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! 1-0! #EMÍsland #ISL #AUS https://t.co/Zrzekjptj1— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Mark númer 4 Arnór Ingvi Trautason 16 LIÐA ÚRSLIT! 2-1!!ÞVÍLÍKUR ÁRANGUR!#ISL #ISL #ISL #ISL #ISL https://t.co/qnc1XGbz1p— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Mark númer 5 Ragnar Sigurðsson JÁ! NÓG eftir af þessum leik sagði @GummiBen og Ragnar Sigurðsson sannar það! ÞVÍLÍKT MARK! #EMÍsland #ISL #ENG https://t.co/MpAY8VabVE— Síminn (@siminn) June 27, 2016 Mark númer 6 Kolbeinn Sigþórsson ÞETTA ER ÓTRÚLEGT! 2-1 fyrir Íslandi! Kolbeinn Sigþórsson! #EMÍsland https://t.co/HDrKzzXrMy— Síminn (@siminn) June 27, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld. Áður höfðu þeir Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Traustason skorað fyrir íslenska liðið á EM í Frakklandi. Sex leikmenn hafa skorað þessi sex mörk íslenska liðsins en þeir eru allir auðvitað að keppa á sínu fyrsta EM og sínu fyrsta stórmóti. 26 prósent af mönnunum í íslenska hópnum hafa því kynnst þeirri tilfinningu að skora á stóra sviðinu. Birkir Bjarnason jafnaði metin á móti Portúgal, Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir á móti Ungverjalandi, Jón Daði Böðvarsson kom Íslandi yfir á móti Austurríki og Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið á móti Austurríki. Ragnar Sigurðsson jafnaði metin á móti Englandi í sextán liða úrslitunum og Kolbeinn Sigþórsson kom íslenska liðinu síðan yfir. Það eru aðeins Belgar sem hafa eignast fleiri markaskorara á Evrópumótinu til þessa en sjö Belgíumenn hafa skorað á EM í Frakklandi. Belgarnir sem hafa skorað eru þeir: Romelu Lukaku (2 mörk), Toby Alderweireld, Michy Batshuayi, Yannick Carrasco, Eden Hazard, Radja Nainggolan og Axel Witsel. Heimsmeistarar Þjóverja eru síðan í þriðja sæti með fimm markaskorara. Þjóðverjarnir sem hafa skorað eru Mario Gómez (2 mörk), Jérôme Boateng, Julian Draxler, Shkodran Mustafi og Bastian Schweinsteiger.Mark númer 1 Birkir Bjarnason BIRKIR BJARNASON!1-1#EMÍsland pic.twitter.com/Ugbg3XCees— Síminn (@siminn) June 14, 2016 Mark númer 2 Gylfi Þór Sigurðsson GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON! 1-0 fyrir Íslandi! #EMÍsland #ISL #HUN https://t.co/OxotGBqTji— Síminn (@siminn) June 18, 2016 Mark númer 3 Jón Daði Böðvarsson JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! 1-0! #EMÍsland #ISL #AUS https://t.co/Zrzekjptj1— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Mark númer 4 Arnór Ingvi Trautason 16 LIÐA ÚRSLIT! 2-1!!ÞVÍLÍKUR ÁRANGUR!#ISL #ISL #ISL #ISL #ISL https://t.co/qnc1XGbz1p— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Mark númer 5 Ragnar Sigurðsson JÁ! NÓG eftir af þessum leik sagði @GummiBen og Ragnar Sigurðsson sannar það! ÞVÍLÍKT MARK! #EMÍsland #ISL #ENG https://t.co/MpAY8VabVE— Síminn (@siminn) June 27, 2016 Mark númer 6 Kolbeinn Sigþórsson ÞETTA ER ÓTRÚLEGT! 2-1 fyrir Íslandi! Kolbeinn Sigþórsson! #EMÍsland https://t.co/HDrKzzXrMy— Síminn (@siminn) June 27, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira