Ari Freyr: Ef ég tel ekki börnin mín með er þetta stærsta sem ég hef afrekað í lífinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 22:55 Ari og sonur hans. vísir/getty Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður Íslands, var nánast orðlaus í leikslok eftir 2-1 sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum EM. „Hvað á maður að segja um þetta? Hvernig er tilfinningin ykkar?" spurði Ari Freyr Skúlasonar fréttamenn í leikslok. „Þetta er bara ótrúlegt. Frábær liðsandi og þvílík vinnsla, frábær leikur hjá lykilmönnum skilaði þessu. Mér fannst þeir ekki skapa sér mikið." „Þeir fengu víti sem ég tel að hafi verið gott fyrir okkur að fá snemma í andlitið. Svo kom Raggi Sig og slengdi einum stórum þorsk í smettið á þeim og þá var orðið jafnt aftur." Ari Freyr segir að Englendingarnir hafi ekki ógnað mikið, en leikmenn hafi fundið auka orku undir lokin til þess að klára dæmið. „Auðvitað var maður orðinn þreyttur. Maður fann meiri orku og strákarnir voru öskrandi allan tímann og að berjast. Ég veit ekki hvar Aron Einar fann þessa orku þegar hann var næstum því búinn að skora." „Þetta er eitthvað sem við erum tilbúnir að gera; að fórna okkur fyrir hvorn annan. Tæklingin hjá Ragga Sig á Vardy sýnir andann og styrkleikann okkar." „Við erum duglegir og við viljum svo vel fyrir hvorn annan og ef ég tel ekki börnin mín með er þetta stærsta sem ég hef afrekað í lífinu." Hvað gefur tækling eins og Ragnar Sigurðsson á Vardy fyrir varnarmenn eins og Ara? Er þetta eins og að skora mark? „Þetta gefur manni auka-boost að halda áfram að berjast og að vinna vinnuna okkar. Þeir voru að henda inn boltum, en Hannes, Kári og Ragnar sáu um það eða boltinn fór 30 metra yfir." „Þetta einhvernveginn spilaðist vel. Við hefðum kannski getað verið aðeins betri þegar þeir voru búnir að henda Cahill upp og náð að halda boltanum, en mér fannst Elmar koma vel inn." „Hann hljóp eins og brjálæðingur og hélt boltanum vel. Við fengum tíma." Fyrir leikinn var rætt um í ensku pressunni að Ari væri veiki hlekkurinn í liði Íslands, en hann heldur betur afsannaði það og var frábær eins og allir leikmenn Íslands í kvöld. Hann var ekki var við umræðuna. „Ég vissi ekki upp neitt um það, en ég fann það strax í byrjun að Sturridge var alltaf í rassgatinu á mér og var alltaf að reyna að plata mig niður eða plata mig úr stöðu," sagði Ari að lokum. Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður Íslands, var nánast orðlaus í leikslok eftir 2-1 sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum EM. „Hvað á maður að segja um þetta? Hvernig er tilfinningin ykkar?" spurði Ari Freyr Skúlasonar fréttamenn í leikslok. „Þetta er bara ótrúlegt. Frábær liðsandi og þvílík vinnsla, frábær leikur hjá lykilmönnum skilaði þessu. Mér fannst þeir ekki skapa sér mikið." „Þeir fengu víti sem ég tel að hafi verið gott fyrir okkur að fá snemma í andlitið. Svo kom Raggi Sig og slengdi einum stórum þorsk í smettið á þeim og þá var orðið jafnt aftur." Ari Freyr segir að Englendingarnir hafi ekki ógnað mikið, en leikmenn hafi fundið auka orku undir lokin til þess að klára dæmið. „Auðvitað var maður orðinn þreyttur. Maður fann meiri orku og strákarnir voru öskrandi allan tímann og að berjast. Ég veit ekki hvar Aron Einar fann þessa orku þegar hann var næstum því búinn að skora." „Þetta er eitthvað sem við erum tilbúnir að gera; að fórna okkur fyrir hvorn annan. Tæklingin hjá Ragga Sig á Vardy sýnir andann og styrkleikann okkar." „Við erum duglegir og við viljum svo vel fyrir hvorn annan og ef ég tel ekki börnin mín með er þetta stærsta sem ég hef afrekað í lífinu." Hvað gefur tækling eins og Ragnar Sigurðsson á Vardy fyrir varnarmenn eins og Ara? Er þetta eins og að skora mark? „Þetta gefur manni auka-boost að halda áfram að berjast og að vinna vinnuna okkar. Þeir voru að henda inn boltum, en Hannes, Kári og Ragnar sáu um það eða boltinn fór 30 metra yfir." „Þetta einhvernveginn spilaðist vel. Við hefðum kannski getað verið aðeins betri þegar þeir voru búnir að henda Cahill upp og náð að halda boltanum, en mér fannst Elmar koma vel inn." „Hann hljóp eins og brjálæðingur og hélt boltanum vel. Við fengum tíma." Fyrir leikinn var rætt um í ensku pressunni að Ari væri veiki hlekkurinn í liði Íslands, en hann heldur betur afsannaði það og var frábær eins og allir leikmenn Íslands í kvöld. Hann var ekki var við umræðuna. „Ég vissi ekki upp neitt um það, en ég fann það strax í byrjun að Sturridge var alltaf í rassgatinu á mér og var alltaf að reyna að plata mig niður eða plata mig úr stöðu," sagði Ari að lokum.
Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira