Ari Freyr: Ef ég tel ekki börnin mín með er þetta stærsta sem ég hef afrekað í lífinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 22:55 Ari og sonur hans. vísir/getty Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður Íslands, var nánast orðlaus í leikslok eftir 2-1 sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum EM. „Hvað á maður að segja um þetta? Hvernig er tilfinningin ykkar?" spurði Ari Freyr Skúlasonar fréttamenn í leikslok. „Þetta er bara ótrúlegt. Frábær liðsandi og þvílík vinnsla, frábær leikur hjá lykilmönnum skilaði þessu. Mér fannst þeir ekki skapa sér mikið." „Þeir fengu víti sem ég tel að hafi verið gott fyrir okkur að fá snemma í andlitið. Svo kom Raggi Sig og slengdi einum stórum þorsk í smettið á þeim og þá var orðið jafnt aftur." Ari Freyr segir að Englendingarnir hafi ekki ógnað mikið, en leikmenn hafi fundið auka orku undir lokin til þess að klára dæmið. „Auðvitað var maður orðinn þreyttur. Maður fann meiri orku og strákarnir voru öskrandi allan tímann og að berjast. Ég veit ekki hvar Aron Einar fann þessa orku þegar hann var næstum því búinn að skora." „Þetta er eitthvað sem við erum tilbúnir að gera; að fórna okkur fyrir hvorn annan. Tæklingin hjá Ragga Sig á Vardy sýnir andann og styrkleikann okkar." „Við erum duglegir og við viljum svo vel fyrir hvorn annan og ef ég tel ekki börnin mín með er þetta stærsta sem ég hef afrekað í lífinu." Hvað gefur tækling eins og Ragnar Sigurðsson á Vardy fyrir varnarmenn eins og Ara? Er þetta eins og að skora mark? „Þetta gefur manni auka-boost að halda áfram að berjast og að vinna vinnuna okkar. Þeir voru að henda inn boltum, en Hannes, Kári og Ragnar sáu um það eða boltinn fór 30 metra yfir." „Þetta einhvernveginn spilaðist vel. Við hefðum kannski getað verið aðeins betri þegar þeir voru búnir að henda Cahill upp og náð að halda boltanum, en mér fannst Elmar koma vel inn." „Hann hljóp eins og brjálæðingur og hélt boltanum vel. Við fengum tíma." Fyrir leikinn var rætt um í ensku pressunni að Ari væri veiki hlekkurinn í liði Íslands, en hann heldur betur afsannaði það og var frábær eins og allir leikmenn Íslands í kvöld. Hann var ekki var við umræðuna. „Ég vissi ekki upp neitt um það, en ég fann það strax í byrjun að Sturridge var alltaf í rassgatinu á mér og var alltaf að reyna að plata mig niður eða plata mig úr stöðu," sagði Ari að lokum. Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður Íslands, var nánast orðlaus í leikslok eftir 2-1 sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum EM. „Hvað á maður að segja um þetta? Hvernig er tilfinningin ykkar?" spurði Ari Freyr Skúlasonar fréttamenn í leikslok. „Þetta er bara ótrúlegt. Frábær liðsandi og þvílík vinnsla, frábær leikur hjá lykilmönnum skilaði þessu. Mér fannst þeir ekki skapa sér mikið." „Þeir fengu víti sem ég tel að hafi verið gott fyrir okkur að fá snemma í andlitið. Svo kom Raggi Sig og slengdi einum stórum þorsk í smettið á þeim og þá var orðið jafnt aftur." Ari Freyr segir að Englendingarnir hafi ekki ógnað mikið, en leikmenn hafi fundið auka orku undir lokin til þess að klára dæmið. „Auðvitað var maður orðinn þreyttur. Maður fann meiri orku og strákarnir voru öskrandi allan tímann og að berjast. Ég veit ekki hvar Aron Einar fann þessa orku þegar hann var næstum því búinn að skora." „Þetta er eitthvað sem við erum tilbúnir að gera; að fórna okkur fyrir hvorn annan. Tæklingin hjá Ragga Sig á Vardy sýnir andann og styrkleikann okkar." „Við erum duglegir og við viljum svo vel fyrir hvorn annan og ef ég tel ekki börnin mín með er þetta stærsta sem ég hef afrekað í lífinu." Hvað gefur tækling eins og Ragnar Sigurðsson á Vardy fyrir varnarmenn eins og Ara? Er þetta eins og að skora mark? „Þetta gefur manni auka-boost að halda áfram að berjast og að vinna vinnuna okkar. Þeir voru að henda inn boltum, en Hannes, Kári og Ragnar sáu um það eða boltinn fór 30 metra yfir." „Þetta einhvernveginn spilaðist vel. Við hefðum kannski getað verið aðeins betri þegar þeir voru búnir að henda Cahill upp og náð að halda boltanum, en mér fannst Elmar koma vel inn." „Hann hljóp eins og brjálæðingur og hélt boltanum vel. Við fengum tíma." Fyrir leikinn var rætt um í ensku pressunni að Ari væri veiki hlekkurinn í liði Íslands, en hann heldur betur afsannaði það og var frábær eins og allir leikmenn Íslands í kvöld. Hann var ekki var við umræðuna. „Ég vissi ekki upp neitt um það, en ég fann það strax í byrjun að Sturridge var alltaf í rassgatinu á mér og var alltaf að reyna að plata mig niður eða plata mig úr stöðu," sagði Ari að lokum.
Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira