Sá sem mætir Roger Federer í 2. umferð Wimbledon-mótsins var of þungur auli fyrir 3 árum Birgir Olgeirsson skrifar 28. júní 2016 15:37 Marcus Willis er í 772. sæti heimslistans en mætir Roger Federer, er í því þriðja, í annarri umferð Wimbledon-mótsins á morgun. Vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kom heiminum í opna skjöldu með því að sigra lið Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í gærkvöldi. Þetta var klassískur leikur litla liðsins gegn því stóra, Davíð gegn Golíat, en annað eins ævintýri átti sér stað í tennisheiminum. Þar hefur 25 ára gamall Breti, Marcus Willis, haldið upp heiðri sinnar þjóðar á Wimbledon-mótinu í tennis. Willis er í 772. sæti heimslistans í tennis en hann vann Ricardas Berankis, Lithái sem er númer 53 á listanum, í fyrstu um ferð mótsins í gær. Á morgun mun hann mæta Roger Federer, sjöföldum Wimbledon-meistara, í annarri umferð mótsins en Federer sat í þriðja sæti heimslistans fyrir mótið en Willis í 772. sæti listans. Breskir fjölmiðlar líkja þessu við ef breskt utandeildarlið í knattspyrnu myndi mæta Real Madrid í alvöru keppnisleik en Willis hefur sjálfur látið hafa eftir sér að hann hafi verið auli í yfirþyngd áður en hann fór að æfa tennis af einhverri alvöru fyrir þremur árum. Willis, sem býr hjá foreldrum sínum, hefur unnið fyrir sér sem tenniskennari hjá Warwick Boat Club en hann þurfti að keppa vinna þrjár viðureignir í forumspili og aðrar þrjár í umspili bara til að komast inn á mótið.Með því að komast í aðra umferð mótsins tryggði Willis sér 50 þúsund pund í verðlaunafé, sem nemur um 8,2 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, en þar áður hafði hann samtals unnið sér inn 72 þúsund pund, sem nemur um 11 milljónum íslenskra króna. Á þessu ári hafði hann aðeins tekið þátt á einu móti, Futures-mótinu í Túnis í janúar, þar sem hann vann sér inn um 270 pund, sem nemur um 44 þúsund krónum. Federer hefur unnið 88 titla á sínum ferli, þar á meðal sautján sinnum á risamóti, og 98 milljónir dollara í vinningsfé, sem nemur um 12 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Independent spurði Willis hvernig hann var fyrir þremur árum og var svarið einfalt: „Ég var auli. Ég var of þungur. Ég drakk bjór. Ég var bara auli. Ég leit í spegil og sagði: „Þú ert betri en þetta.“ Fyrr á þessu ári ætlaði Willi að flytja frá Bretlandi og taka starfi í Philadelphia í Bandaríkjunum en kærastan hans bað hann um að vera áfram í Bretlandi. „Ég geri það sem mér er sagt,“ segir Willis. Hann tók þess í stað starfi sem tenniskennari í Warwick þar sem hann rukkar nemendur sína um 30 pund fyrir klukkutímann, um 5000 krónur íslenskar. Hann segist þurfa á sínum allra besta leik til að komast áfram á mótinu en hann vonast til að komast í topp hundrað á heimslistanum. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kom heiminum í opna skjöldu með því að sigra lið Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í gærkvöldi. Þetta var klassískur leikur litla liðsins gegn því stóra, Davíð gegn Golíat, en annað eins ævintýri átti sér stað í tennisheiminum. Þar hefur 25 ára gamall Breti, Marcus Willis, haldið upp heiðri sinnar þjóðar á Wimbledon-mótinu í tennis. Willis er í 772. sæti heimslistans í tennis en hann vann Ricardas Berankis, Lithái sem er númer 53 á listanum, í fyrstu um ferð mótsins í gær. Á morgun mun hann mæta Roger Federer, sjöföldum Wimbledon-meistara, í annarri umferð mótsins en Federer sat í þriðja sæti heimslistans fyrir mótið en Willis í 772. sæti listans. Breskir fjölmiðlar líkja þessu við ef breskt utandeildarlið í knattspyrnu myndi mæta Real Madrid í alvöru keppnisleik en Willis hefur sjálfur látið hafa eftir sér að hann hafi verið auli í yfirþyngd áður en hann fór að æfa tennis af einhverri alvöru fyrir þremur árum. Willis, sem býr hjá foreldrum sínum, hefur unnið fyrir sér sem tenniskennari hjá Warwick Boat Club en hann þurfti að keppa vinna þrjár viðureignir í forumspili og aðrar þrjár í umspili bara til að komast inn á mótið.Með því að komast í aðra umferð mótsins tryggði Willis sér 50 þúsund pund í verðlaunafé, sem nemur um 8,2 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, en þar áður hafði hann samtals unnið sér inn 72 þúsund pund, sem nemur um 11 milljónum íslenskra króna. Á þessu ári hafði hann aðeins tekið þátt á einu móti, Futures-mótinu í Túnis í janúar, þar sem hann vann sér inn um 270 pund, sem nemur um 44 þúsund krónum. Federer hefur unnið 88 titla á sínum ferli, þar á meðal sautján sinnum á risamóti, og 98 milljónir dollara í vinningsfé, sem nemur um 12 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Independent spurði Willis hvernig hann var fyrir þremur árum og var svarið einfalt: „Ég var auli. Ég var of þungur. Ég drakk bjór. Ég var bara auli. Ég leit í spegil og sagði: „Þú ert betri en þetta.“ Fyrr á þessu ári ætlaði Willi að flytja frá Bretlandi og taka starfi í Philadelphia í Bandaríkjunum en kærastan hans bað hann um að vera áfram í Bretlandi. „Ég geri það sem mér er sagt,“ segir Willis. Hann tók þess í stað starfi sem tenniskennari í Warwick þar sem hann rukkar nemendur sína um 30 pund fyrir klukkutímann, um 5000 krónur íslenskar. Hann segist þurfa á sínum allra besta leik til að komast áfram á mótinu en hann vonast til að komast í topp hundrað á heimslistanum.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira