Fótbolti

Liverpool, Tottenham og Leicester sögð vilja fá Ragga Sig

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er eftirsóttur af liðum úr ensku úrvalsdeildinni samkvæmt frétt enska blaðsins The Guardian í dag.

Ragnar er búinn að spila frábærlega fyrir Ísland á Evrópumótinu en hann er efstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis eftir fjóra leiki og hefur tvívegis verið kjörinn maður leiksins. Hann fékk tíu í einkunn eða fullt hús fyrir frammistöðuna í sigrinum gegn Englandi.

Guardian segist hafa heimildir fyrir því að ensku úrvalsdeildarliðin Tottenham, Leicester og Liverpool séu öll búin að hafa samband við umboðsmann Ragnars og þá eru þýsku liðin Schalke og Wolfsburg búin að hafa samband við Krasnodar í Rússlandi þar sem Ragnar spilar.

Krasnodar borgaði þrjár milljónir punda fyrir Ragnar þegar það keypti hann frá FC Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum en miðvörðurinn úr Árbænum þráir ekkert heitar en að spila í ensku úrvalsdeildinni og þá helst fyrir Liverpool sem er hann uppáhaldslið.

Ragnar á eitt ár eftir af samningi sínum við rússneska liðið Krasnodar.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.