Stóraukinn áhugi fjölmiðla á strákunum okkar eftir sigurinn á Englandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júní 2016 10:30 Áhugi erlendra fjölmiðla á íslenska landsliðinu í fótbolta og afreki þess að komast á Evrópumótið hefur verið mikill í marga mánuði og ekki minnkaði hann eftir frækna frammistöðu strákanna okkar í riðlakeppni EM í Frakklandi. Nú hefur aftur á móti orðið sprengja í áhuga fjölmiðla á íslenska liðinu eftir sigurinn á Englandi sem er einn sá óvæntasti í sögu Evrópumótsins. Ísland er komið í átta liða úrslit á EM eftir sigur á Englandi í Nice á mánudagskvöldið. Fundarsalurinn á Novotel í Annecy þar sem íslenska landsliðið heldur blaðamannafundi sína hefur aldrei verið jafn þéttsetinn og í dag þar sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson sátu fyrir svörum. Franskir fjölmiðlamenn fjölmenntu að sjálfsögðu enda mæta strákarnir gestgjöfum Frakklands næst á Stade de France í París. Norðurlöndin eru búin að senda fleiri fjölmiðlamenn en nú var danska ríkissjónvarpið mætt, enn fleiri Svíar og Norðmaður. Spænskur blaðamaður frá Marca, einu stærsta íþróttablaði heims, var einnig mættur á fundinn í dag og þá voru fulltrúar fjölmiðla frá Þýskalandi og Englandi á staðnum. Á morgun má búast við enn fleiri fjölmiðlamönnum á æfingu landsliðsins þar sem nokkrir leikmenn verða til viðtals. Eins og sjá má á mynd Vilhelms Gunnarssonar var þröngt um alla á Novotel í dag.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Heimir Hallgrímsson segir að hann vilji að EM-ævintýri íslenska landsliðsins fái sama farsæla endi og saga Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 29. júní 2016 09:40 Rooney vill sjá enskan landsliðsþjálfara Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins, vill helst sjá heimamann taka við landsliðinu af Roy Hodgson sem sagði af sér eftir tapið fyrir Íslandi á mánudagskvöldið. 29. júní 2016 12:00 Leikmenn skammaðir fyrir að mæta of seint í kvöldmat Lars Lagerbäck segir að eitt það besta sem hægt er að gera er að efast um að hugarfar leikmanna sé rétt. Þjálfararnir minntu á sig í gær. 29. júní 2016 10:04 Lars ætlar ekki að taka við enska landsliðinu Lars Lagerbäck ætlar að starfa áfram við fótbolta en mun ekki bjarga Englendingum þó krafta hans verið óskað. 29. júní 2016 09:35 Heimir varar Ólympíumeistara við að synda í kringum Ísland ef Frakkland tapar Franskur sundkappi er heldur betur búinn að lofa upp í ermina á sér. 29. júní 2016 09:48 Leikurinn á móti Íslandi var síðasti landsleikurinn á ferlinum Christian Fuchs, varnarmaður ensku meistaranna í Leicester City og fyrirliði austurríska landsliðsins, segist vera hættur í landsliðinu eftir vonbrigðin á Evrópumótinu í Frakklandi. 29. júní 2016 12:45 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Áhugi erlendra fjölmiðla á íslenska landsliðinu í fótbolta og afreki þess að komast á Evrópumótið hefur verið mikill í marga mánuði og ekki minnkaði hann eftir frækna frammistöðu strákanna okkar í riðlakeppni EM í Frakklandi. Nú hefur aftur á móti orðið sprengja í áhuga fjölmiðla á íslenska liðinu eftir sigurinn á Englandi sem er einn sá óvæntasti í sögu Evrópumótsins. Ísland er komið í átta liða úrslit á EM eftir sigur á Englandi í Nice á mánudagskvöldið. Fundarsalurinn á Novotel í Annecy þar sem íslenska landsliðið heldur blaðamannafundi sína hefur aldrei verið jafn þéttsetinn og í dag þar sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson sátu fyrir svörum. Franskir fjölmiðlamenn fjölmenntu að sjálfsögðu enda mæta strákarnir gestgjöfum Frakklands næst á Stade de France í París. Norðurlöndin eru búin að senda fleiri fjölmiðlamenn en nú var danska ríkissjónvarpið mætt, enn fleiri Svíar og Norðmaður. Spænskur blaðamaður frá Marca, einu stærsta íþróttablaði heims, var einnig mættur á fundinn í dag og þá voru fulltrúar fjölmiðla frá Þýskalandi og Englandi á staðnum. Á morgun má búast við enn fleiri fjölmiðlamönnum á æfingu landsliðsins þar sem nokkrir leikmenn verða til viðtals. Eins og sjá má á mynd Vilhelms Gunnarssonar var þröngt um alla á Novotel í dag.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Heimir Hallgrímsson segir að hann vilji að EM-ævintýri íslenska landsliðsins fái sama farsæla endi og saga Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 29. júní 2016 09:40 Rooney vill sjá enskan landsliðsþjálfara Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins, vill helst sjá heimamann taka við landsliðinu af Roy Hodgson sem sagði af sér eftir tapið fyrir Íslandi á mánudagskvöldið. 29. júní 2016 12:00 Leikmenn skammaðir fyrir að mæta of seint í kvöldmat Lars Lagerbäck segir að eitt það besta sem hægt er að gera er að efast um að hugarfar leikmanna sé rétt. Þjálfararnir minntu á sig í gær. 29. júní 2016 10:04 Lars ætlar ekki að taka við enska landsliðinu Lars Lagerbäck ætlar að starfa áfram við fótbolta en mun ekki bjarga Englendingum þó krafta hans verið óskað. 29. júní 2016 09:35 Heimir varar Ólympíumeistara við að synda í kringum Ísland ef Frakkland tapar Franskur sundkappi er heldur betur búinn að lofa upp í ermina á sér. 29. júní 2016 09:48 Leikurinn á móti Íslandi var síðasti landsleikurinn á ferlinum Christian Fuchs, varnarmaður ensku meistaranna í Leicester City og fyrirliði austurríska landsliðsins, segist vera hættur í landsliðinu eftir vonbrigðin á Evrópumótinu í Frakklandi. 29. júní 2016 12:45 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Heimir Hallgrímsson segir að hann vilji að EM-ævintýri íslenska landsliðsins fái sama farsæla endi og saga Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 29. júní 2016 09:40
Rooney vill sjá enskan landsliðsþjálfara Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins, vill helst sjá heimamann taka við landsliðinu af Roy Hodgson sem sagði af sér eftir tapið fyrir Íslandi á mánudagskvöldið. 29. júní 2016 12:00
Leikmenn skammaðir fyrir að mæta of seint í kvöldmat Lars Lagerbäck segir að eitt það besta sem hægt er að gera er að efast um að hugarfar leikmanna sé rétt. Þjálfararnir minntu á sig í gær. 29. júní 2016 10:04
Lars ætlar ekki að taka við enska landsliðinu Lars Lagerbäck ætlar að starfa áfram við fótbolta en mun ekki bjarga Englendingum þó krafta hans verið óskað. 29. júní 2016 09:35
Heimir varar Ólympíumeistara við að synda í kringum Ísland ef Frakkland tapar Franskur sundkappi er heldur betur búinn að lofa upp í ermina á sér. 29. júní 2016 09:48
Leikurinn á móti Íslandi var síðasti landsleikurinn á ferlinum Christian Fuchs, varnarmaður ensku meistaranna í Leicester City og fyrirliði austurríska landsliðsins, segist vera hættur í landsliðinu eftir vonbrigðin á Evrópumótinu í Frakklandi. 29. júní 2016 12:45