Erlent

Í beinni: Obama ávarpar bandarísku þjóðina eftir mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. vísir/getty
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna mun ávarpa bandarísku þjóðina klukkan 17.30 að íslenskum tíma vegna skotárásarinnar í Orlando í Bandaríkjunum í nótt.

Minnst 50 eru látnir og 53 sagðir særðir eftir að hinn hinn 29 ára gamli Omar Mateen gekk inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, miðnætti að staðartíma, og hafið þar skothríð.

Hann var vopnaður árásarriffli og skammbyssu. Lögregluþjónn skammt frá skiptist á skotum við Mateen fyrir utan Pulse, en Muteen fór aftur þar inn og tók gísla. Um þremur tímum seinna brutu lögregluþjónar sér leið í gegnum vegg hússins og björguðu þar um 30 manns. Sérsveitarmenn sem ruddu sér leið inn á skemmtistaðinn skutu Mateen til bana.

Er þetta mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna en Obama hefur reynt að beita sér fyrir því að löggjöf varðandi skotvopn verði breytt.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.