Fótbolti

EM í dag: Ást í loftinu milli íslensks og sænsks blaðamanns

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
EM í dag er daglegur þáttur fréttateymis 365 frá Evrópumótinu í fótbolta sem kemur inn á Vísi klukkan níu alla morgna frá og með deginum í dag.

Þar fara blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis yfir það helsta sem er að gerast á mótinu, hvað er að frétta af strákunum okkar og gefa Íslendingum heima smá innsýn inn í lífið á Evrópumótinu og borgunum sem strákarnir okkar heimsækja.

Í þessum öðrum þætti spenna þeir Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason upp regnhlífarnar í rigningunni í Annecy og ræða ferðalagið framundan til Saint-Étienne, bjórbann við leikvanga og óvænta rómantík sem kviknaði þegar íslenskur og sænskur blaðamaður fóru að stinga saman nefjum.

Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365).

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×