Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júní 2016 11:15 Ragnar var staddur í Flórída stuttu áður en árásin var gerð. Hann rakst á öryggisvörð en grunaði ekki að vörðurinn myndi í kjölfarið verða þekktur sem hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð á mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. Vísir/RTH/EPA „Það er svolítið sérkennilegt að hugsa til þess að maður hafi átt í samskiptum við verðandi fjöldamorðingja nokkrum dögum áður en hann stóð fyrir mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna – og að sá maður hafi gengið með skammbyssu í beltinu og átt að heita „öryggisvörður.“ Þetta skrifar Ragnar Tómas Hallgrímsson, ristjóri vef- og prentmiðilsins SKE, í pistli á miðli sínum en þar lýsir hann þeirri undarlegu upplifun að hafa hitt Omar Mateen, fjöldamorðingja og hryðjuverkamann. Mateen myrti fimmtíu manns á skemmtistað fyrir samkynhneigða í bænum Port St. Lucie í Flórída í gær. Er þetta mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna.Omar Mateen var 29 ára gamall en hann lést í áhlaupi lögreglu eftir að hafa haldið nokkrum gestum skemmtistaðarins í gíslingu í þrjá tíma.Vísir/EPARagnar var á ferðalagi ásamt kærustu sinni en þau dvöldu í Flórída í tíu daga fyrir um tveimur vikum segir hann í samtali við Vísi. Á þessum tíma rákust þau á Mateen tvisvar sinnum en hann starfaði sem öryggisvörður í hverfinu PGA Village. „Til þess að komast inn í hverfið þurfa menn að keyra í gegnum öryggishlið,“ útskýrir Ragnar í pistlinum. Glaðlyndur einn daginn - þögull þann næsta „Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki. Ég rétti honum ökuskírteinið og hann hverfur inn í skálann til þess að fletta okkur upp í kerfinu. Þegar hann kemur til baka horfir hann hugsi á bleika ökuskirteinið og spyr mig hvaðan ég er. „From Iceland,“ segi ég. „Iceland!“ segir hann, undrandi á svip.„Icelandic strongman, yes? Big, Icelandic strongman!?“ hann bendir á mig og hlær, hnyklar svo vöðvana líkt og Jón Páll og opnar hliðið.“ Samtalið hljómar svona á íslensku: „Frá Íslandi,“ segi ég. „Íslandi! Íslenskur kraftajötunn, er það ekki? Stór íslenskur kraftajötunn?“ Ragnar og kærasta hans horfa á hvert annað brosandi yfir þessum hressa öryggisverði. „Nokkrum dögum síðar keyrum við aftur í gegnum öryggishliðið og sami maður gengur út úr skálanum.„Hey, it's the big Icelandic strongman, again!“ segi ég og ætla að taka upp þráðinn að nýju – en uppsker lítil sem engin viðbrögð. Hann virðist ekkert muna eftir mér, tekur bara við ökuskírteininu og gengur inn í skálann þögull. Svo gengur hann út og opnar hliðið, svolítið fýldur á svip. „Ekki eins hress í þetta skiptið,“ segi ég við kærustuna.“ Öryggisvörðurinn reyndist fjöldamorðinginn Fjölmiðlar vestanhafs hafa í dag flutt fregnir af því að Omar Mateen hafi verið haldinn geðhvarfasýki. Ragnar segir í samtali við Vísi að þessi dagamunur á öryggisverðinum sem hann sjálfur upplifaði geti vel hafa orsakast af slíkum sjúkdómi. Hann hafi verið í mikilli uppsveiflu þegar parið fór í gegnum öryggishliðið í fyrsta skiptið en svo hefði því verið öfugt farið aðeins nokkrum dögum síðar þegar þau fóru úr bænum. Ragnar sá síðan í morgun mynd af manninum sem framdi ódæðin í Flórída í gær. Í fyrstu tengdi hann ekki þrátt fyrir að hafa áttað sig á því að hann hefði séð manninn einhvers staðar áður. „Í greininni kom fram að faðir Mateen, Mir Seddique, taldi að ástæðan á bakvið árásina ætti sennilega rætur að rekja til hommahaturs; tveimur mánuðum fyrir árásina hafði Omar Mateen séð tvo karlmenn kyssast í Miami. Sú sýn gerði hann æfan. Ég skoðaði fleiri greinar og einhvers staðar stóð að Omar Mateen hafði keypt 9 mm hríðskotarbyssu ásamt .223 caliber árásarrifil í Port St. Lucie í lok maí – þar sem hann starfaði. Sem öryggisvörður. Í PGA Village.“ Þá rann upp fyrir Ragnari ljós. „Þetta var hann – öryggisvörðurinn.“ Mateen bar það ekki utan á sér að vera hryðjuverkamaður og þau parið göntuðust með manninum fyrir aðeins nokkrum dögum. Ragnar segir upplifunina vægast sagt sérstaka og að honum hafi liðið undarlega síðan hann uppgötvaði hvers vegna hann kannaðist við manninn. „Síðan þá hef ég gengið með skrítna tilfinningu í maganum.“ Omar Mateen var tuttugu og níu ára gamall og var drepinn af lögreglu eftir að hafa haldið skemmtistaðnum í gíslingu í þrjár klukkustundir. Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
„Það er svolítið sérkennilegt að hugsa til þess að maður hafi átt í samskiptum við verðandi fjöldamorðingja nokkrum dögum áður en hann stóð fyrir mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna – og að sá maður hafi gengið með skammbyssu í beltinu og átt að heita „öryggisvörður.“ Þetta skrifar Ragnar Tómas Hallgrímsson, ristjóri vef- og prentmiðilsins SKE, í pistli á miðli sínum en þar lýsir hann þeirri undarlegu upplifun að hafa hitt Omar Mateen, fjöldamorðingja og hryðjuverkamann. Mateen myrti fimmtíu manns á skemmtistað fyrir samkynhneigða í bænum Port St. Lucie í Flórída í gær. Er þetta mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna.Omar Mateen var 29 ára gamall en hann lést í áhlaupi lögreglu eftir að hafa haldið nokkrum gestum skemmtistaðarins í gíslingu í þrjá tíma.Vísir/EPARagnar var á ferðalagi ásamt kærustu sinni en þau dvöldu í Flórída í tíu daga fyrir um tveimur vikum segir hann í samtali við Vísi. Á þessum tíma rákust þau á Mateen tvisvar sinnum en hann starfaði sem öryggisvörður í hverfinu PGA Village. „Til þess að komast inn í hverfið þurfa menn að keyra í gegnum öryggishlið,“ útskýrir Ragnar í pistlinum. Glaðlyndur einn daginn - þögull þann næsta „Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki. Ég rétti honum ökuskírteinið og hann hverfur inn í skálann til þess að fletta okkur upp í kerfinu. Þegar hann kemur til baka horfir hann hugsi á bleika ökuskirteinið og spyr mig hvaðan ég er. „From Iceland,“ segi ég. „Iceland!“ segir hann, undrandi á svip.„Icelandic strongman, yes? Big, Icelandic strongman!?“ hann bendir á mig og hlær, hnyklar svo vöðvana líkt og Jón Páll og opnar hliðið.“ Samtalið hljómar svona á íslensku: „Frá Íslandi,“ segi ég. „Íslandi! Íslenskur kraftajötunn, er það ekki? Stór íslenskur kraftajötunn?“ Ragnar og kærasta hans horfa á hvert annað brosandi yfir þessum hressa öryggisverði. „Nokkrum dögum síðar keyrum við aftur í gegnum öryggishliðið og sami maður gengur út úr skálanum.„Hey, it's the big Icelandic strongman, again!“ segi ég og ætla að taka upp þráðinn að nýju – en uppsker lítil sem engin viðbrögð. Hann virðist ekkert muna eftir mér, tekur bara við ökuskírteininu og gengur inn í skálann þögull. Svo gengur hann út og opnar hliðið, svolítið fýldur á svip. „Ekki eins hress í þetta skiptið,“ segi ég við kærustuna.“ Öryggisvörðurinn reyndist fjöldamorðinginn Fjölmiðlar vestanhafs hafa í dag flutt fregnir af því að Omar Mateen hafi verið haldinn geðhvarfasýki. Ragnar segir í samtali við Vísi að þessi dagamunur á öryggisverðinum sem hann sjálfur upplifaði geti vel hafa orsakast af slíkum sjúkdómi. Hann hafi verið í mikilli uppsveiflu þegar parið fór í gegnum öryggishliðið í fyrsta skiptið en svo hefði því verið öfugt farið aðeins nokkrum dögum síðar þegar þau fóru úr bænum. Ragnar sá síðan í morgun mynd af manninum sem framdi ódæðin í Flórída í gær. Í fyrstu tengdi hann ekki þrátt fyrir að hafa áttað sig á því að hann hefði séð manninn einhvers staðar áður. „Í greininni kom fram að faðir Mateen, Mir Seddique, taldi að ástæðan á bakvið árásina ætti sennilega rætur að rekja til hommahaturs; tveimur mánuðum fyrir árásina hafði Omar Mateen séð tvo karlmenn kyssast í Miami. Sú sýn gerði hann æfan. Ég skoðaði fleiri greinar og einhvers staðar stóð að Omar Mateen hafði keypt 9 mm hríðskotarbyssu ásamt .223 caliber árásarrifil í Port St. Lucie í lok maí – þar sem hann starfaði. Sem öryggisvörður. Í PGA Village.“ Þá rann upp fyrir Ragnari ljós. „Þetta var hann – öryggisvörðurinn.“ Mateen bar það ekki utan á sér að vera hryðjuverkamaður og þau parið göntuðust með manninum fyrir aðeins nokkrum dögum. Ragnar segir upplifunina vægast sagt sérstaka og að honum hafi liðið undarlega síðan hann uppgötvaði hvers vegna hann kannaðist við manninn. „Síðan þá hef ég gengið með skrítna tilfinningu í maganum.“ Omar Mateen var tuttugu og níu ára gamall og var drepinn af lögreglu eftir að hafa haldið skemmtistaðnum í gíslingu í þrjár klukkustundir.
Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira