Brotist inn í bíla íslenskra stuðningsmanna á meðan strákarnir léku gegn Portúgal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2016 09:30 Jóhann Óli var svo hátt uppi eftir jafnteflið í gær að hann var hinn hressasti þrátt fyrir innbrotið í nótt. Vísir/Tómas Þór Um átta þúsund íslenskir stuðningsmenn létu vel í sér heyra og gott betur á Stade Geofrroy-Guichard í gærkvöldi þar sem frækið og sögulegt jafntefli náðist gegn Portúgal á Evrópumótinu í Frakklandi. Á meðan þeir fögnuðu nýttu hins vegar bíræfnir þjófar tækifærið og brutust inn í bíla í nágrenni leikvangsins. Jóhann Óli Eiðsson, blaðamaður Vísis sem er á ferðalagi í Frakklandi í tilefni EM, var einn þeirra sem kom að brotinni rúðu í bílaleigubíl sínum á tólfta tímanum í nótt að staðartíma eftir að leik lauk. Farið hafði verið inn í bílinn og meðal þess sem var tekið var fatnaður og miðinn á næsta leik Íslands í keppninni, gegn Ungverjum í Marseille á laugardaginn. Ferðafélagar Jóhanns Óla höfðu sem betur fer tekið vegabréf sín úr bílnum til vonar og vara og er hópurinn því enn með þau. Hópurinn fór á lögreglustöð í Saint-Étienne í nótt og tilkynnti þjófnaðinn. Í ljós kom að brotist hafði verið inn í um fjörutíu bíla sem áttu það allir sameiginlegt að vera ekki á kunnuglegum númeraplötum, plötum frá svæðinu. Meðal þeirra sem lentu í því að brotist var inn í bíl þeirra var íslensk fjölskylda þar sem þjófarnir létu greipar sópa. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM í dag: Með 1-1 á heilanum í fimm mánuði Okkar menn gerðu upp jafnteflið sögulega á meðan vallarstarfsmenn í Saint-Étienne gerðu að grasinu. 15. júní 2016 09:00 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Sagan skrifuð í Saint-Étienne Íslenska karlalandsliðið spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti í gær gegn Portúgal. Í fyrsta leiknum skoraði liðið fyrsta markið og náði í fyrsta stigið. Strákarnir okkar eru komnir aftur eftir hálfs árs runu af slæmum úrslitum. 15. júní 2016 06:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Um átta þúsund íslenskir stuðningsmenn létu vel í sér heyra og gott betur á Stade Geofrroy-Guichard í gærkvöldi þar sem frækið og sögulegt jafntefli náðist gegn Portúgal á Evrópumótinu í Frakklandi. Á meðan þeir fögnuðu nýttu hins vegar bíræfnir þjófar tækifærið og brutust inn í bíla í nágrenni leikvangsins. Jóhann Óli Eiðsson, blaðamaður Vísis sem er á ferðalagi í Frakklandi í tilefni EM, var einn þeirra sem kom að brotinni rúðu í bílaleigubíl sínum á tólfta tímanum í nótt að staðartíma eftir að leik lauk. Farið hafði verið inn í bílinn og meðal þess sem var tekið var fatnaður og miðinn á næsta leik Íslands í keppninni, gegn Ungverjum í Marseille á laugardaginn. Ferðafélagar Jóhanns Óla höfðu sem betur fer tekið vegabréf sín úr bílnum til vonar og vara og er hópurinn því enn með þau. Hópurinn fór á lögreglustöð í Saint-Étienne í nótt og tilkynnti þjófnaðinn. Í ljós kom að brotist hafði verið inn í um fjörutíu bíla sem áttu það allir sameiginlegt að vera ekki á kunnuglegum númeraplötum, plötum frá svæðinu. Meðal þeirra sem lentu í því að brotist var inn í bíl þeirra var íslensk fjölskylda þar sem þjófarnir létu greipar sópa.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM í dag: Með 1-1 á heilanum í fimm mánuði Okkar menn gerðu upp jafnteflið sögulega á meðan vallarstarfsmenn í Saint-Étienne gerðu að grasinu. 15. júní 2016 09:00 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Sagan skrifuð í Saint-Étienne Íslenska karlalandsliðið spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti í gær gegn Portúgal. Í fyrsta leiknum skoraði liðið fyrsta markið og náði í fyrsta stigið. Strákarnir okkar eru komnir aftur eftir hálfs árs runu af slæmum úrslitum. 15. júní 2016 06:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
EM í dag: Með 1-1 á heilanum í fimm mánuði Okkar menn gerðu upp jafnteflið sögulega á meðan vallarstarfsmenn í Saint-Étienne gerðu að grasinu. 15. júní 2016 09:00
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30
Sagan skrifuð í Saint-Étienne Íslenska karlalandsliðið spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti í gær gegn Portúgal. Í fyrsta leiknum skoraði liðið fyrsta markið og náði í fyrsta stigið. Strákarnir okkar eru komnir aftur eftir hálfs árs runu af slæmum úrslitum. 15. júní 2016 06:00