Fótbolti

EM í dag: Með 1-1 á heilanum í fimm mánuði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það er ekki leiðinlegt að vera Íslendingur daginn eftir frækið 1-1 jafntefli gegn Portúgölum í fyrsta leik karlalandsliðsins á stórmóti í fótbolta. Liðið sýndi úr hverju það var gert og kom til baka, eftir að hafa lent 1-0 undir gegn Ronaldo og félögum, skoraði flott mark og hefði getað tekið öll stigin þrjú.

Okkar menn virðast alltaf mæta til leiks þegar leikirnir skipta máli og það hefur ekki verið ónýtt að hafa reynsluboltann Lars Lagerbäck í klefanum í hálfleik þegar útlitið var ekkert sérstakt. Heimsbyggðin fagnar með Íslendi en Kolbeinn Tumi og Tómas Þór gerðu upp leikinn sögulega í EM í dag, sem er í rauninni EM í nótt, því þátturinn var tekinn upp á Stade Geofrroy-Guichard skömmu eftir að leik lauk.

Þáttinn má sjá í spilaranum að ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).



Tengdar fréttir

Sagan skrifuð í Saint-Étienne

Íslenska karlalandsliðið spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti í gær gegn Portúgal. Í fyrsta leiknum skoraði liðið fyrsta markið og náði í fyrsta stigið. Strákarnir okkar eru komnir aftur eftir hálfs árs runu af slæmum úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×