Frægasta gríman í fótboltanum í dag | Já þetta gerðist í alvörunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2016 16:57 Þýska fótboltaliðið St Pauli var að kynna nýjan leikmann til leiks og vildi hafa knattspyrnustjórann Ewald Lienen með á myndinni. Vandamálið var bara að stjórinn komst ekki á staðinn og hvað var þá hægt að gera? Lausnin hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, sumir hafa gagnrýnt þetta en flestir hafa nú bara brosað út í annað. Framherjinn Marvin Ducksch er að koma til St Pauli frá Borussia Dortmund og hann var kynntur til leiks á blaðamannafundi á Millerntor-Stadion í St Pauli hverfi Hamborgar. Hinn 22 ára gamli Marvin Ducksch hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Borussia Dortmund og ætlar nú að reyna að endurvekja feril sinn hjá b-deildarliði St Pauli. St Pauli bindur líka miklar vonir til leikmannsins og því var mikið lagt upp úr því að kynna nýja framherjann fyrir blaðamönnum. Knattspyrnustjórinn Ewald Lienen komst hinsvegar ekki á fundinn og þá var góð ráð dýr. Starfsmenn St Pauli dóu samt ráðalausir því einn þeirra setti upp grímu með andliti Ewald Lienen og stillti sér upp við hlið nýja leikmannsins. Þetta átti ekki að vera grín heldur var ætlunin í fyrstu að reyna að komast upp með þetta. Glöggir menn á samfélagsmiðlum voru hinsvegar fljótir að sjá manninn með grímuna að þykjast vera knattspyrnustjórinn Ewald Lienen. Myndin fór á flug á netinu og í framhaldinu hafa St Pauli menn grínast með þetta og birt mynd af grímunni frægu.Tolle Nachricht: Der FC St. Pauli verpflichtet Marvin #Ducksch vom @BVB #fcsp 1/2 pic.twitter.com/Jnqgnvalt5— FC St. Pauli (@fcstpauli) June 15, 2016 Unikat! #ewaldmaske #fcsp #ducksch pic.twitter.com/J7xpdffLLq— FC St. Pauli (@fcstpauli) June 15, 2016 Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Sjá meira
Þýska fótboltaliðið St Pauli var að kynna nýjan leikmann til leiks og vildi hafa knattspyrnustjórann Ewald Lienen með á myndinni. Vandamálið var bara að stjórinn komst ekki á staðinn og hvað var þá hægt að gera? Lausnin hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, sumir hafa gagnrýnt þetta en flestir hafa nú bara brosað út í annað. Framherjinn Marvin Ducksch er að koma til St Pauli frá Borussia Dortmund og hann var kynntur til leiks á blaðamannafundi á Millerntor-Stadion í St Pauli hverfi Hamborgar. Hinn 22 ára gamli Marvin Ducksch hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Borussia Dortmund og ætlar nú að reyna að endurvekja feril sinn hjá b-deildarliði St Pauli. St Pauli bindur líka miklar vonir til leikmannsins og því var mikið lagt upp úr því að kynna nýja framherjann fyrir blaðamönnum. Knattspyrnustjórinn Ewald Lienen komst hinsvegar ekki á fundinn og þá var góð ráð dýr. Starfsmenn St Pauli dóu samt ráðalausir því einn þeirra setti upp grímu með andliti Ewald Lienen og stillti sér upp við hlið nýja leikmannsins. Þetta átti ekki að vera grín heldur var ætlunin í fyrstu að reyna að komast upp með þetta. Glöggir menn á samfélagsmiðlum voru hinsvegar fljótir að sjá manninn með grímuna að þykjast vera knattspyrnustjórinn Ewald Lienen. Myndin fór á flug á netinu og í framhaldinu hafa St Pauli menn grínast með þetta og birt mynd af grímunni frægu.Tolle Nachricht: Der FC St. Pauli verpflichtet Marvin #Ducksch vom @BVB #fcsp 1/2 pic.twitter.com/Jnqgnvalt5— FC St. Pauli (@fcstpauli) June 15, 2016 Unikat! #ewaldmaske #fcsp #ducksch pic.twitter.com/J7xpdffLLq— FC St. Pauli (@fcstpauli) June 15, 2016
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Sjá meira