Borgin krefur ríkið um afsal flugvallarlands í Skerjafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júní 2016 19:30 Borgarlögmaður telur hæstaréttardóm, sem féll í síðustu viku um lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar, knýja ríkið jafnframt til að afsala borginni stóru landssvæði í Skerjafirði. Þar er borgin búin að skipuleggja nýtt íbúðahverfi fyrir áttahundruð íbúðir. Valsmenn hf. geta nú sett byggingaframkvæmdir á Hlíðarenda á fullt eftir að ríkið var skikkað til efna samning við borgina um að loka flugbrautinni umdeilu. En það eru tveir endar á brautinni; hinn snýr að Skerjafirði, og nú vaknar sú spurning hvort hæstaréttardómurinn hafi rutt brautina fyrir borgina að hún fái einnig Skerjafjarðarlandið undir nýtt íbúðahverfi.Það var skömmu fyrir síðustu þingkosningar sem þau Dagur B. Eggertsson, þá staðgengill borgarstjóra, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, undirrituðu samning um að borgin keypti flugvallarland ríkisins í Skerjafirði, alls 112 þúsund fermetra svæði. Á sama tíma kynnti borgin skipulag sem gerði ráð fyrir að þar risu 800 íbúðir, í þéttri byggð fjögurra hæða fjölbýlishúsa. Afsal skyldi gefið út þegar fyrir lægi formleg tilkynning um lokun flugbrautarinnar en samningurinn var gerður á grundvelli heimildargreinar í fjárlögum til ráðherra um að ganga til samninga um landið. Eftir ríkisstjórnarskipti hafnaði nýr stjórnarmeirihluti fjárlaganefndar að bæta inn í fjárlagafrumvarp heimild um að ríkið seldi Skerjafjarðarlandið. Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, sagði þá í viðtali í fréttum Stöðvar 2: „Þetta er náttúrlega bara fyrst og fremst þannig að það var Samfylkingin í ríkisstjórn sem samdi við Samfylkinguna í borgarstjórn um þennan gjörning og við erum bara að vinda ofan af því,” sagði Vigdís fyrir þremur árum.Dagur B. Eggertsson og Katrín Júlíusdóttir handsala samkomulag um sölu flugvallarlandsins.Ráðamenn borgarinnar telja hins vegar rökstuðning Hæstaréttar í síðustu viku vísa veginn varðandi Skerjafjarðarlandið. „Ég get ekki betur séð en að Hæstiréttur sé mjög afdráttarlaus með það, beinlínis segir að Alþingi hafi heimilað þessa sölu, og að í þeim samningi sem gerður var í framhaldinu hafi falist skuldbinding um það að gera kaupsamning og gefa svo út afsal að því loknu. Þannig að í mínum huga er enginn vafi á því,“ segir Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður. Hvernig borgin muni fylgja þessu máli eftir svarar Kristbjörg: „Ég reikna með að þegar liggur fyrir að flugbrautinni hafi verið lokað, sem eru þau tímamörk sem miðað er við í samningnum, þá muni Reykjavíkurborg bara ganga í það að efna þann samning.“ Ekki þýði fyrir Alþingi að koma núna og hafna sölu Skerjafjarðarlandsins. „Nei, því það var nú beinlínis kveðið á um það í þessum dómi, sem nú féll, að samninga beri að efna. Og það er búið að gera samning um þetta. Og ríkið hlýtur að sjálfsögðu að efna þann samning,“ segir borgarlögmaður. Tengdar fréttir Heimildarákvæði um sölu flugvallarsvæðis gleymdist Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. 21. nóvember 2013 19:04 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. 14. mars 2013 17:09 Óvissa í flugvallarmálinu: Björn Blöndal furðar sig á ákvörðun Alþingis Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 20. desember 2013 12:14 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Dagur B.: Fullnaðarsigur fyrir borgina Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að loka þurfi neyðarbrautinni. 9. júní 2016 16:04 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Borgarlögmaður telur hæstaréttardóm, sem féll í síðustu viku um lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar, knýja ríkið jafnframt til að afsala borginni stóru landssvæði í Skerjafirði. Þar er borgin búin að skipuleggja nýtt íbúðahverfi fyrir áttahundruð íbúðir. Valsmenn hf. geta nú sett byggingaframkvæmdir á Hlíðarenda á fullt eftir að ríkið var skikkað til efna samning við borgina um að loka flugbrautinni umdeilu. En það eru tveir endar á brautinni; hinn snýr að Skerjafirði, og nú vaknar sú spurning hvort hæstaréttardómurinn hafi rutt brautina fyrir borgina að hún fái einnig Skerjafjarðarlandið undir nýtt íbúðahverfi.Það var skömmu fyrir síðustu þingkosningar sem þau Dagur B. Eggertsson, þá staðgengill borgarstjóra, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, undirrituðu samning um að borgin keypti flugvallarland ríkisins í Skerjafirði, alls 112 þúsund fermetra svæði. Á sama tíma kynnti borgin skipulag sem gerði ráð fyrir að þar risu 800 íbúðir, í þéttri byggð fjögurra hæða fjölbýlishúsa. Afsal skyldi gefið út þegar fyrir lægi formleg tilkynning um lokun flugbrautarinnar en samningurinn var gerður á grundvelli heimildargreinar í fjárlögum til ráðherra um að ganga til samninga um landið. Eftir ríkisstjórnarskipti hafnaði nýr stjórnarmeirihluti fjárlaganefndar að bæta inn í fjárlagafrumvarp heimild um að ríkið seldi Skerjafjarðarlandið. Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, sagði þá í viðtali í fréttum Stöðvar 2: „Þetta er náttúrlega bara fyrst og fremst þannig að það var Samfylkingin í ríkisstjórn sem samdi við Samfylkinguna í borgarstjórn um þennan gjörning og við erum bara að vinda ofan af því,” sagði Vigdís fyrir þremur árum.Dagur B. Eggertsson og Katrín Júlíusdóttir handsala samkomulag um sölu flugvallarlandsins.Ráðamenn borgarinnar telja hins vegar rökstuðning Hæstaréttar í síðustu viku vísa veginn varðandi Skerjafjarðarlandið. „Ég get ekki betur séð en að Hæstiréttur sé mjög afdráttarlaus með það, beinlínis segir að Alþingi hafi heimilað þessa sölu, og að í þeim samningi sem gerður var í framhaldinu hafi falist skuldbinding um það að gera kaupsamning og gefa svo út afsal að því loknu. Þannig að í mínum huga er enginn vafi á því,“ segir Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður. Hvernig borgin muni fylgja þessu máli eftir svarar Kristbjörg: „Ég reikna með að þegar liggur fyrir að flugbrautinni hafi verið lokað, sem eru þau tímamörk sem miðað er við í samningnum, þá muni Reykjavíkurborg bara ganga í það að efna þann samning.“ Ekki þýði fyrir Alþingi að koma núna og hafna sölu Skerjafjarðarlandsins. „Nei, því það var nú beinlínis kveðið á um það í þessum dómi, sem nú féll, að samninga beri að efna. Og það er búið að gera samning um þetta. Og ríkið hlýtur að sjálfsögðu að efna þann samning,“ segir borgarlögmaður.
Tengdar fréttir Heimildarákvæði um sölu flugvallarsvæðis gleymdist Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. 21. nóvember 2013 19:04 Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15 Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. 14. mars 2013 17:09 Óvissa í flugvallarmálinu: Björn Blöndal furðar sig á ákvörðun Alþingis Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 20. desember 2013 12:14 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58 Dagur B.: Fullnaðarsigur fyrir borgina Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að loka þurfi neyðarbrautinni. 9. júní 2016 16:04 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Heimildarákvæði um sölu flugvallarsvæðis gleymdist Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. 21. nóvember 2013 19:04
Hæstiréttur: Neyðarbrautin þarf að loka innan 16 vikna Íslenska ríkið þarf að loka NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hinni svokölluðu neyðarbraut, innan sextán vikna eða fyrir 29. september næstkomandi. 9. júní 2016 15:15
Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. 14. mars 2013 17:09
Óvissa í flugvallarmálinu: Björn Blöndal furðar sig á ákvörðun Alþingis Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra og oddviti Bjartrar framtíðar í borginni segir að það komi á óvart að fjárlaganefnd Alþingis hafi ekki afgreitt tillögu sem heimilar ráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni. Hann segir of snemmt að spá fyrir um hvort þetta muni hafa áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. 20. desember 2013 12:14
Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00
Svona sér Ómar sátt um flugvöll Flugmaðurinn sem lent hefur oftar á Reykjavíkurflugvelli en flestir aðrir, Ómar Ragnarsson, segir fáránlegt að einn besti möguleikinn til málamiðlunar verði strax útilokaður. 16. nóvember 2013 18:58
Dagur B.: Fullnaðarsigur fyrir borgina Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar er mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að loka þurfi neyðarbrautinni. 9. júní 2016 16:04