Fótbolti

Ronaldo mun aldrei komast með tærnar þar sem íslenskar knattspyrnukonur hafa hælana

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stelpurnar okkar eru komnar með níu fingur af tíu á EM í Hollandi næsta sumar.
Stelpurnar okkar eru komnar með níu fingur af tíu á EM í Hollandi næsta sumar. Vísir/Eyþór
Víðir Reynisson, yfirmaður öryggismála hjá karlalandsliðinu í knattspyrnu, segist hafa fylgst með umræðunni í kringum orðaval Cristiano Ronaldo eftir 1-1 jafnteflið gegn Íslandi. Víðir segist brosa að sumu en Ronaldo lét þau orð falla að fagnaðarlæti okkar manna í leikslok væru til marks um að þeir myndu aldrei ná alvöru árangri.

Eitt er þó sem mér fannst ekki fyndið. Það er þegar honum er líkt við konur,“ segir Víðir. 

 

„Ég þekki margar knattspyrnukonur og engin þeirra rúllar sér í grasinu með leikrænum tilburðum þegar komið er við þær eða reyna að gera lítið úr andstæðingum sínum eftir leiki,“ bætir hann við.  

„Kvennaliðin okkar eru samsett af þeim mestu nöglum sem ég veit um. Ronaldo mun aldrei komast með tærnar þar sem þær hafa hælana.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×