Annar stuðningsmaður Norður-Íra lét lífið í gær er leikur Norður-Íra og Úkraínu fór fram á EM. Hinn 62 ára gamli Robert Rainey fékk hjartaáfall í stúkunni á leiknum og lést eins og Vísir greindi frá í morgun. Sjúkraliðar reyndu að blása lífi í hann á staðnum en höfðu ekki erindi sem erfiði.
Fjölskylda Rainey sagði að hann hefði látist við að gera það sem hann elskaði mest - að horfa á fótbolta. Síðasta mánudag lést 24 ára drengur frá Norður-Írlandi eftir fyrsta leik sinnar þjóðar á EM. Hann var á gangi snemma um morgun er hann féll niður á strönd og lést.
Norður-Írar voru með sorgarband í leiknum í gær honum til heiðurs og þeir verða væntanlega aftur með sorgarband í næsta leik til minningar um Rainey sem kallaður var Archie.
Norður-Írar lögðu Úkraínu 2-0 í gær og eru með þrjú stig eftir tvær umferðir. Þeir mæta Þjóðverjum í lokaumferð riðilsins og eiga svo sannarlega möguleika á að komast í sextán liða úrslitin.
Lést þar sem hann unni sér best
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti




Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti


Aron ráðinn til FH
Handbolti

