Fótbolti

Stórkostlegt myndband af Keith Gillespie fagna í gær

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Keith Gillespie í landsleik.
Keith Gillespie í landsleik. vísir/getty
Stuðningsmenn Norður-Írlands hreinlega báru fyrrum leikmann Man. Utd, Keith Gillespie, á höndum sér í gær.

Norður-Írar unnu frækinn sigur á Úkraínu á EM. Þeirra fyrsti sigur í sögu EM og þeirra fyrstu mörk í sögu keppninnar.

Gillespie er að sjálfsögðu í Frakklandi að fylgjast með sínum mönnum og í fagnaðarlátunum eftir leik var hann borinn um götur Lyon.

Stuðningsmennirnir sungu svo nafn hans á meðan eins og má heyra á myndbandinu hér að neðan.

Gillespie er orðinn 41 árs gamall og var á sínum tíma besti knattspyrnumaður Norður-Íra. Hann er alinn upp hjá Man. Utd og lék með liðinu 1993 til 1995.

Hann spilaði svo með Wigan, Newcastle, Blackburn, Leicester og fleiri liðum þar til hann lagði skóna á hilluna fyrir þrem árum síðan. Hann spilaði 86 landsleiki fyrir Norður-Íra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×