Fótbolti

Vilja skipta á treyjum við Aron Einar því Ronaldo var í fýlu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Treyjusafn bíður Arons Einars.
Treyjusafn bíður Arons Einars. vísir/getty/twitter
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, fékk kannski ekki treyju Cristiano Ronaldo eftir leikinn gegn Portúgal í Saint-Étienne á þriðjudaginn en hann gæti átt tyrkneskt treyjusafn þegar Evrópumótinu lýkur.

Ronaldo var mjög svekktur eftir jafnteflið gegn Íslandi eins og margoft hefur komið fram. Hann tók ekki í hendur strákanna okkar og talaði svo illa um íslenska liðið í fjölmiðlum eftir leikinn.

Aron Einar vildi, sem fyrirliði, skipta á treyju við Ronaldo sem er fyrirliði portúgalska liðsins en Real Madrid-stjarnan var í of mikilli fýlu til að gefa Íslendingunum treyjuna sína.

Tyrkneskir fótboltaáhugamenn tóku Aron Einar upp á sína arma og fóru að láta kassamerkið #ShirtsForAron eða treyjur fyrir Aron „trenda“ á Twitter. Þar bauðst hver Tyrkinn á fætur skipta á sinni treyju eða bolum við íslenska fyrirliðann.

Það má leiða að því líkur að Tyrkirnir hafi blandað sér í málið þar sem þeirra maður, Cuneyt Cakir, var að dæma leikinn.  Þó flestar treyjurnar séu frá Tyrklandi buðust líka tvær ungar kólumbískar stúlkur til skipta á treyjum við Aron Einar.

Hér að neðan má sjá nokkrar treyjur og hlýraboli á konur sem Aroni býðst að fá skreppi hann í heimsókn til Tyrklands eða Kólumbíu á næstunni.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Hæ, hó og jibbí nei

Ísland mætir Ungverjalandi í öðrum leik liðsins á EM 2016 á morgun. Eftir frábær úrslit gegn Portúgal er líklegt að sigur komi okkar liði í 16 liða úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×