Lífið

Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Fjölmargir sóttu tónleika M.O.P í gærkvöldi.
Fjölmargir sóttu tónleika M.O.P í gærkvöldi. Vísir/Anna Karólína
Gestir á tónlistarhátíðinni Secret Solstice voru ekki sviknir af tónleikum rappbandsins M.O.P eða Mash-out Posse sem fram fóru í gærkvöldi. Rappdúóinu, Billy Danzenie og Lil‘Fame, tókst að búa til frábæra stemningu í hópnum og troðfullt var á grasbalanum fyrir framan tónleikastaðinn, Gimli. Sjá má brot af þessum þrusugóðu tónleikum hér að ofan.

Á einum tímapunkti öskruðu áhorfendur „ÍSLAND“ í takt við rapparana.

Dúóið hefur starfað frá árinu 1992 og er ekki að sjá að nokkur þreyta sé komin í gaurana sem starfað hafa ásamt hinum ýmsu tónlistarmönnum, til að mynda Wu-Tang Clan sem hafa einmitt líka troðið upp á Secret-Solstice.

Samkvæmt gestum á hátíðinni sækir kuldinn ekki að þrátt fyrir hálfdrungalegt veður.

Í dag er síðasti dagur hátíðarinnar, sem haldin er í Laugardalnum, og þá stíga á svið fleiri stór nöfn á hátíðinni, Die Antwoord og Of Monsters and Men en þeirra hefur verið beðið með eftirvæntingu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×