Fólkið á Solstice: Hafa gefið saman fimmtíu pör yfir helgina Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. júní 2016 15:00 Kjartan Darri gefur þá Rögnvar og Valdimar saman á meðan Ólafur tryggir það að öll pappírsvinna sé rétt unnin. Vísir/Nanna „Við erum náttúrulega bara að dreifa kærleika hér. Bjóða fólki að vera með í kærleika,“ segir Kjartan Darri Kristjánsson, Solstice-prestur. Ólafur Ásgeirsson, Solstice-prestur, tekur undir orð kollega síns: „Já. Hér er mikill kærleikur.“ Félagarnir hafa staðið vaktina á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fer í Laugardalnum yfir helgina í sérstakri Solstice-kirkju sem er rauð á lit og líkist mjög hinni tignarlegu Hallgrímskirkju. Þeirra helsta iðja hefur verið að vígja í hjónaband þá sem þess óska.Secret-Solstice prestarnir vinna í nafni kærleikans.Vísir/Nanna„Þetta er á vegum hátíðarinnar, ekkert endilega trúartengt, bara kærleikstengt,“ útskýra prestarnir. Þegar blaðamaður kom aðvífandi var að hefjast einstaklega falleg athöfn þar sem tveir vinir, Rögnvar Grétarsson og Valdimar Halldórsson gengu í hjónaband. Þeir gengu saman inn kirkjugólfið í kvöldsólinni og hlýddu á kærleiksorð. Því næst var hin klassíska spurning borin upp, báðir sögðu já og í kjölfarið skrifuðu þeir undir hjónabandssvottorð. Það er því allt skjalfest og pottþétt hjá prestunum á Solstice.Vígslan endaði með kærleikskossi.Vísir/Nanna„Við erum búnir að gifta örugglega í kringum fimmtíu pör,“ segir Kjartan Darri. Engar hömlur eru á hverjir geta ákveðið að ganga í hjónaband hjá Solstice-prestunum. „Nei alls ekki. Hér eru allir velkomnir. Við giftum, þess vegna, fólk og síma, þú getur gifst símanum þínum, eða bjór,“ segir Ólafur. Það er engan dæmandi hug að finna hjá tvíeykinu. „Reyndar hefur fólk ekki viljað giftast innan fjölskyldunnar, það hafa komið hingað bræður og sýstur og ekki treyst sér í það. Enda stendur kannski gifting fyrir önnur tengsl,“ segir Kjartan Darri hugsandi. Það virðast vera einu mörkin? Þar dregur fólk línuna? „Já, það virðist vera.“Allt skjalfest og pottþétt.Vísir/NannaEn eftir hvaða bókstaf starfa Solstice-prestarnir?„Það er bara bókstafur kærleikans. Þó kærleikurinn verði nú ekki skráður í neina bók,“ útskýrir Kjartan Darri. „En ætli það sé ekki bara Mátturinn í núinu eftir Eckhart Tolle,“ spyr Ólafur og hlær. „Jú ef einhver bók. Þá hún,“ samþykkir kollegi hans. Blaðamaður finnur mikla ró hjá Solstice-prestunum í Solstice-kirkjunni, allt umlukið kærleika og hamingju. Prestarnir kveðja eftir viðtalið með því að taka einhvers konar blessunartákn sem hlýtur að teljast áður óséð og halda áfram að breiða út kærleika til allra þeirra sem vilja þiggja hann.Kærleikur.Vísir/Nanna Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30 Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
„Við erum náttúrulega bara að dreifa kærleika hér. Bjóða fólki að vera með í kærleika,“ segir Kjartan Darri Kristjánsson, Solstice-prestur. Ólafur Ásgeirsson, Solstice-prestur, tekur undir orð kollega síns: „Já. Hér er mikill kærleikur.“ Félagarnir hafa staðið vaktina á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fer í Laugardalnum yfir helgina í sérstakri Solstice-kirkju sem er rauð á lit og líkist mjög hinni tignarlegu Hallgrímskirkju. Þeirra helsta iðja hefur verið að vígja í hjónaband þá sem þess óska.Secret-Solstice prestarnir vinna í nafni kærleikans.Vísir/Nanna„Þetta er á vegum hátíðarinnar, ekkert endilega trúartengt, bara kærleikstengt,“ útskýra prestarnir. Þegar blaðamaður kom aðvífandi var að hefjast einstaklega falleg athöfn þar sem tveir vinir, Rögnvar Grétarsson og Valdimar Halldórsson gengu í hjónaband. Þeir gengu saman inn kirkjugólfið í kvöldsólinni og hlýddu á kærleiksorð. Því næst var hin klassíska spurning borin upp, báðir sögðu já og í kjölfarið skrifuðu þeir undir hjónabandssvottorð. Það er því allt skjalfest og pottþétt hjá prestunum á Solstice.Vígslan endaði með kærleikskossi.Vísir/Nanna„Við erum búnir að gifta örugglega í kringum fimmtíu pör,“ segir Kjartan Darri. Engar hömlur eru á hverjir geta ákveðið að ganga í hjónaband hjá Solstice-prestunum. „Nei alls ekki. Hér eru allir velkomnir. Við giftum, þess vegna, fólk og síma, þú getur gifst símanum þínum, eða bjór,“ segir Ólafur. Það er engan dæmandi hug að finna hjá tvíeykinu. „Reyndar hefur fólk ekki viljað giftast innan fjölskyldunnar, það hafa komið hingað bræður og sýstur og ekki treyst sér í það. Enda stendur kannski gifting fyrir önnur tengsl,“ segir Kjartan Darri hugsandi. Það virðast vera einu mörkin? Þar dregur fólk línuna? „Já, það virðist vera.“Allt skjalfest og pottþétt.Vísir/NannaEn eftir hvaða bókstaf starfa Solstice-prestarnir?„Það er bara bókstafur kærleikans. Þó kærleikurinn verði nú ekki skráður í neina bók,“ útskýrir Kjartan Darri. „En ætli það sé ekki bara Mátturinn í núinu eftir Eckhart Tolle,“ spyr Ólafur og hlær. „Jú ef einhver bók. Þá hún,“ samþykkir kollegi hans. Blaðamaður finnur mikla ró hjá Solstice-prestunum í Solstice-kirkjunni, allt umlukið kærleika og hamingju. Prestarnir kveðja eftir viðtalið með því að taka einhvers konar blessunartákn sem hlýtur að teljast áður óséð og halda áfram að breiða út kærleika til allra þeirra sem vilja þiggja hann.Kærleikur.Vísir/Nanna
Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30 Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30