Lífið

Fólkið á Secret-Solstice reis úr sætum: Mátti heyra saumnál detta fyrir vítaspyrnu Gylfa

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Gestir á Secret-Solstice eru ekki bara hrifnir af tónlist heldur glöddust gestir mjög þegar fyrsta mark Íslendinga gegn Ungverjum varð að veruleika eins og sjá má í myndbandinu hér aðv neðan. 

Fjöldi fólks er samankominn í Laugardalnum fyrir framan Valhalla-sviðið á Secret Solstice þar sem annar leikur Íslendinga á Evrópumótinu í knattspyrnu er sýndur á risaskjá. Sólstöðuhátíðin fer fram nú um helgina.

Fjöldi fólks horfir á leikinn á risaskjá í Laugardal.Vísir/Nanna
Veðrið er ekki með besta móti, það er kalt og vindasamt og svo virðist sem hin svokallaða Veðurbreytingarvél hafi ekki verið ræst enn í dag. Þrátt fyrir það komu Solstice-farar saman til þess að horfa á leikinn. Hópurinn er hinn rólegasti, líklega sökum þess hve mikið fjör var á hátíðinni í gærkvöldi, en þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr vítaspyrnu fögnuðu tónlistarhátíðargestir ákaft. 

Áhorfendur sátu á grasbalanum fyrir framan skjáinn en þegar Gylfi stillti upp fyrir vítaspyrnuna risu allir úr sætum af eftirvæntingu. Heyra mátti saumnál detta þegar Gylfi undirbjó sig undir að skjóta. Sjá má stemninguna hér að ofan.

Allir risu úr sætum þegar Gylfi stillti upp í vítaspyrnu.Vísir/Nanna

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×