Helgi Hrafn hélt þrumuræðu um mál Eze Okafor Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júní 2016 16:27 Helgi Hrafn helgaði eina ræðu sína á Alþingi í dag Eze Okafor. Vísir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tjáði sig um málefni hælisleitandans Eze Okafor á þingi í dag og varð Píratanum heitt í hamsi. Hann hélt þrumuræðu yfir þingsal um málefnið og ljóst er að honum misbýður það hvernig yfirvöld hafa komið fram við Eze. „Mig langar aðeins að fjalla um það sem aðrir háttvirtir þingmenn hafa nefnt í sambandi við Eze Okafor sem var nauðugur sendur úr landi. Gegn sínum vilja. Var tekinn með valdi,“ sagði Helgi Hrafn. Eze var fluttur úr landi í síðustu viku til Svíþjóðar. Þaðan verður hann fluttur til Nígeríu.Frá mótmælafundinum í innanríkisráðuneytinu í gær.Vísir/AntonEze hefur búið á Íslandi í fjögur ár og hafði kærunefnd útlendingamála úrskurðað að ekki væri lengur hægt að úrskurða í máli hans á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þrátt fyrir þetta var honum vísað úr landi á grundvelli hennar að því er fram hefur komið í máli samtakanna No Borders sem hafa gagnrýnt brottvísunina harðlega. Boðað var til mótmæla í innanríkisráðuneytinu í gær vegna þess að Ólöf Nordal innanríkisráðherra neitaði að funda með hópnum þar sem hún sagðist ekki getað tjáð sig um einstök mál. Sjá einnig: Boða til mótmæla vegna þess að Ólöf Nordal vill ekki ræða mál EzeStjórnvöld hafa heimild til að líta til sanngirnissjónarmiða „Stundum þá nefni ég það eins og margir að það er ekki alltaf við Útlendingastofnun að sakast. Stundum eru lögin einfaldlega ómanneskjuleg, á köflum eru þau það. En það hrannast upp dæmin með tímanum þar sem maður skilur ekki, jafnvel út frá gildandi lögum, hvernig í ósköpunum mönnum dettur í hug að vinna svona. Það er við Útlendingastofnun að sakast, það er við stjórnmálamenn að sakast varðandi hvernig farið er í málum eins og máli Eze,“ sagði Helgi. Helgi sagðist skilja að erfitt væri fyrir stofnanir og stjórnmálamenn að fjalla um einstaka mál. „En þetta eru einstaka mál, þetta eru einstaklingar. Við berum ábyrgð á þeim,“ sagði Helgi og sló í pontu. Hann benti á að víða væru heimildir í lögum sem gerðu stofnunum og stjórnvöldum kleift að vísa til sanngirnissjónarmiða þegar teknar væru ákvarðanir um hælisveitingar og annað. Dyflinnarreglugerðin væri heimild en ekki skylda eins og íslensk stjórnvöld virðast hafa kosið að túlka hana. „Eze bjó hér í fjögur ár. Hann á vini hérna og hann á hér líf. Hvers vegna í ósköpunum er hann ekki hér á þessu landi? Það er kominn tími til að við tökum okkur saman í andlitinu og hættum að koma fram við þetta fólk eins og dýr.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun Eze: Vill sjá rannsókn á ferlinu sem leiddi til ólöglegrar brottvísunar "Við ætlum samt að mæta á fund, láta rödd okkar heyrast og koma okkar kröfum á framfæri,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir en innanríkisráðherra vill ekki funda um einstök mál. 31. maí 2016 13:51 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tjáði sig um málefni hælisleitandans Eze Okafor á þingi í dag og varð Píratanum heitt í hamsi. Hann hélt þrumuræðu yfir þingsal um málefnið og ljóst er að honum misbýður það hvernig yfirvöld hafa komið fram við Eze. „Mig langar aðeins að fjalla um það sem aðrir háttvirtir þingmenn hafa nefnt í sambandi við Eze Okafor sem var nauðugur sendur úr landi. Gegn sínum vilja. Var tekinn með valdi,“ sagði Helgi Hrafn. Eze var fluttur úr landi í síðustu viku til Svíþjóðar. Þaðan verður hann fluttur til Nígeríu.Frá mótmælafundinum í innanríkisráðuneytinu í gær.Vísir/AntonEze hefur búið á Íslandi í fjögur ár og hafði kærunefnd útlendingamála úrskurðað að ekki væri lengur hægt að úrskurða í máli hans á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þrátt fyrir þetta var honum vísað úr landi á grundvelli hennar að því er fram hefur komið í máli samtakanna No Borders sem hafa gagnrýnt brottvísunina harðlega. Boðað var til mótmæla í innanríkisráðuneytinu í gær vegna þess að Ólöf Nordal innanríkisráðherra neitaði að funda með hópnum þar sem hún sagðist ekki getað tjáð sig um einstök mál. Sjá einnig: Boða til mótmæla vegna þess að Ólöf Nordal vill ekki ræða mál EzeStjórnvöld hafa heimild til að líta til sanngirnissjónarmiða „Stundum þá nefni ég það eins og margir að það er ekki alltaf við Útlendingastofnun að sakast. Stundum eru lögin einfaldlega ómanneskjuleg, á köflum eru þau það. En það hrannast upp dæmin með tímanum þar sem maður skilur ekki, jafnvel út frá gildandi lögum, hvernig í ósköpunum mönnum dettur í hug að vinna svona. Það er við Útlendingastofnun að sakast, það er við stjórnmálamenn að sakast varðandi hvernig farið er í málum eins og máli Eze,“ sagði Helgi. Helgi sagðist skilja að erfitt væri fyrir stofnanir og stjórnmálamenn að fjalla um einstaka mál. „En þetta eru einstaka mál, þetta eru einstaklingar. Við berum ábyrgð á þeim,“ sagði Helgi og sló í pontu. Hann benti á að víða væru heimildir í lögum sem gerðu stofnunum og stjórnvöldum kleift að vísa til sanngirnissjónarmiða þegar teknar væru ákvarðanir um hælisveitingar og annað. Dyflinnarreglugerðin væri heimild en ekki skylda eins og íslensk stjórnvöld virðast hafa kosið að túlka hana. „Eze bjó hér í fjögur ár. Hann á vini hérna og hann á hér líf. Hvers vegna í ósköpunum er hann ekki hér á þessu landi? Það er kominn tími til að við tökum okkur saman í andlitinu og hættum að koma fram við þetta fólk eins og dýr.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun Eze: Vill sjá rannsókn á ferlinu sem leiddi til ólöglegrar brottvísunar "Við ætlum samt að mæta á fund, láta rödd okkar heyrast og koma okkar kröfum á framfæri,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir en innanríkisráðherra vill ekki funda um einstök mál. 31. maí 2016 13:51 Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Mótmæltu brottvísun Eze: Vill sjá rannsókn á ferlinu sem leiddi til ólöglegrar brottvísunar "Við ætlum samt að mæta á fund, láta rödd okkar heyrast og koma okkar kröfum á framfæri,“ segir Jórunn Edda Helgadóttir en innanríkisráðherra vill ekki funda um einstök mál. 31. maí 2016 13:51
Eze Okafor: "Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Samtökin Ekki fleiri brottvísanir birtu í kvöld viðtal við Eze Okafor sem tekið var við hann eftir komuna til Svíþjóðar. Hann segir lögregluna hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. 28. maí 2016 22:54