Eze Okafor: „Ég var niðurlægður af lögreglunni“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 28. maí 2016 22:54 Samtökin Ekki fleiri brottvísanir deildu í kvöld viðtali sem tekið var við Nígeríumanninn Eze Okafor eftir að hann kom til Svíþjóðar á fimmtudag. Eze var vísað héðan úr landi í lögreglufylgd á fimmtudag og vakti málið töluverða athygli eftir að liðsmenn No Borders Iceland reyndu að hamla för flugvélarinnar sem hann var fluttur í. Þær voru í kjölfarið handteknar. Í myndbandinu fullyrðir Eze að hann hafi verið niðurlægður af lögreglunni. „Það var sparkað í mig og ég er marinn eftir lögregluna. Ég hef aldrei verið jafn niðurlægður á ævi minni,“ segir Eze í myndbandinu og sýnir áverka á höndum sér sem hann segir að séu eftir skó lögreglumannsins. „Ég er hræddur. Svo ég bið íslenskt samfélag að koma mér til bjargar svo hægt sé að koma mér aftur til Íslands þar sem ég get endurheimt líf mitt og vini.“ Eze sótti um hæli á Íslandi en hann segist hafa flúið Boko Haram í heimalandi sínu. Hann hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð og var því sendur aftur þangað eftir synjun frá Útlendingastofnun en íslensk stjórnvöld fara eftir Dyflinarreglugerðinni þegar slík mál koma upp. Var neitað um að fara á salernið Í myndbandinu segir Eze að hann hafi beðið um að láta fjarlægja handjárnin eftir að hann settist niður í sætið sitt í vélinni sem flutti hann til Stokkhólms. Hann segir að lögreglumaðurinn hafi hafnað þeirri bón sinni og að hann því verið í fjötrum alla leiðina. Einnig segir hann að honum hafi verið neitað að fara á salernið. „Við skulum leyfa þér að fara á klósettið þegar þú ert kominn til Svíþjóðar,“ segir Eze lögregluna hafa sagt sér í myndbandi sem birt var á Facebook í kvöld. „Svo þegar við lent í Svíþjóð bað ég aftur um að fá að fara á klósettið en þeir að ég þyrfti að bíða þangað til að allir væru farnir út úr vélinni. Þegar ég svo loksins komst á klósettið neituðu þeir að taka af mér handjárnin. Þeir þurftu að lyfta mér upp og draga mig í átt að klósettinu. Svo ég varð að reyna opna klósettið með tjóðraðar hendur. Á meðan ég pissaði var hann með mér á klósettinu.“ Eze segir að íslenska lögreglan hafi ekki tekið af sér handjárnin fyrr en sænska lögreglan bað þá um það. Svaf á götunni Eze segir að sænska útlendingastofnunin hafi sagt við sig að annað hvort yrði hann sendur aftur til Nígeríu eða að hann þyrfti að búa á götunni. Hann valdi síðari kostinn og segist hafa sofið úti á harðri steypu fyrsta kvöld sitt í Stokkhólmi. „Ég sagði þeim að íslensk yfirvöld hefðu lofað mér að þeir myndu annast mál mitt. Ég er skelkaður.“ Viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Eze Okafor fluttur af landi brott í dag. Lögmaður hans og samtökin No Borders segja brottvísun hans ólöglega. Útlendingastofnun vísar því á bug. 26. maí 2016 15:13 Efnt til mótmæla við lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld Vinir hælisleitandans Eze Okafor og samtökin No Borders Iceland mótmæla handtöku og fyrirhugaðri brottvísun hans í fyrramálið. 25. maí 2016 17:57 Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: „Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Samtökin Ekki fleiri brottvísanir deildu í kvöld viðtali sem tekið var við Nígeríumanninn Eze Okafor eftir að hann kom til Svíþjóðar á fimmtudag. Eze var vísað héðan úr landi í lögreglufylgd á fimmtudag og vakti málið töluverða athygli eftir að liðsmenn No Borders Iceland reyndu að hamla för flugvélarinnar sem hann var fluttur í. Þær voru í kjölfarið handteknar. Í myndbandinu fullyrðir Eze að hann hafi verið niðurlægður af lögreglunni. „Það var sparkað í mig og ég er marinn eftir lögregluna. Ég hef aldrei verið jafn niðurlægður á ævi minni,“ segir Eze í myndbandinu og sýnir áverka á höndum sér sem hann segir að séu eftir skó lögreglumannsins. „Ég er hræddur. Svo ég bið íslenskt samfélag að koma mér til bjargar svo hægt sé að koma mér aftur til Íslands þar sem ég get endurheimt líf mitt og vini.“ Eze sótti um hæli á Íslandi en hann segist hafa flúið Boko Haram í heimalandi sínu. Hann hafði áður sótt um hæli í Svíþjóð og var því sendur aftur þangað eftir synjun frá Útlendingastofnun en íslensk stjórnvöld fara eftir Dyflinarreglugerðinni þegar slík mál koma upp. Var neitað um að fara á salernið Í myndbandinu segir Eze að hann hafi beðið um að láta fjarlægja handjárnin eftir að hann settist niður í sætið sitt í vélinni sem flutti hann til Stokkhólms. Hann segir að lögreglumaðurinn hafi hafnað þeirri bón sinni og að hann því verið í fjötrum alla leiðina. Einnig segir hann að honum hafi verið neitað að fara á salernið. „Við skulum leyfa þér að fara á klósettið þegar þú ert kominn til Svíþjóðar,“ segir Eze lögregluna hafa sagt sér í myndbandi sem birt var á Facebook í kvöld. „Svo þegar við lent í Svíþjóð bað ég aftur um að fá að fara á klósettið en þeir að ég þyrfti að bíða þangað til að allir væru farnir út úr vélinni. Þegar ég svo loksins komst á klósettið neituðu þeir að taka af mér handjárnin. Þeir þurftu að lyfta mér upp og draga mig í átt að klósettinu. Svo ég varð að reyna opna klósettið með tjóðraðar hendur. Á meðan ég pissaði var hann með mér á klósettinu.“ Eze segir að íslenska lögreglan hafi ekki tekið af sér handjárnin fyrr en sænska lögreglan bað þá um það. Svaf á götunni Eze segir að sænska útlendingastofnunin hafi sagt við sig að annað hvort yrði hann sendur aftur til Nígeríu eða að hann þyrfti að búa á götunni. Hann valdi síðari kostinn og segist hafa sofið úti á harðri steypu fyrsta kvöld sitt í Stokkhólmi. „Ég sagði þeim að íslensk yfirvöld hefðu lofað mér að þeir myndu annast mál mitt. Ég er skelkaður.“ Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Eze Okafor fluttur af landi brott í dag. Lögmaður hans og samtökin No Borders segja brottvísun hans ólöglega. Útlendingastofnun vísar því á bug. 26. maí 2016 15:13 Efnt til mótmæla við lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld Vinir hælisleitandans Eze Okafor og samtökin No Borders Iceland mótmæla handtöku og fyrirhugaðri brottvísun hans í fyrramálið. 25. maí 2016 17:57 Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: „Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Eze Okafor fluttur af landi brott í dag. Lögmaður hans og samtökin No Borders segja brottvísun hans ólöglega. Útlendingastofnun vísar því á bug. 26. maí 2016 15:13
Efnt til mótmæla við lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld Vinir hælisleitandans Eze Okafor og samtökin No Borders Iceland mótmæla handtöku og fyrirhugaðri brottvísun hans í fyrramálið. 25. maí 2016 17:57
Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: „Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13