Hillary Clinton: Gaf í skyn að Trump væri líklegur til þess að hefja kjarnorkustríð bara út af pirringi Birgir Örn Steinarsson skrifar 2. júní 2016 22:39 Það gæti orðið ljóst næsta þriðjudag hvort Clinton verði næsta forsetaefni demókrata. Vísir/Getty Hillary Clinton sem berst nú fyrir því að verða forsetaefni demókrata í komandi kosningum segir utanríkisstefnu Donald Trump vera hættulega samhengislausa. Hún gekk svo langt að gefa það í skyn að Trump yrði jafnvel líklegur til þess að hefja kjarnorkustríð einungis vegna þess að einhver færi í taugarnar á honum. Clinton lét þessi orð falla á ráðstefnu í San Diego en nú er hafinn lokahnykkur forvalsins. „Hann telur sig hafa reynslu í utanríkismálum vegna þess að hann stjórnaði Ungfrú Alheimur-keppni í Rússlandi,“ sagði hún við gífurleg hlátrasköll úr salnum. Hún lét einnig þau orð falla að það yrðu söguleg mistök hjá bandarísku þjóðinni ef Trump næði kjöri. Trump hefur meðal annars sagst ætla að; byggja vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, heimsækja Norður-Kóreu til þess að tala Kim Jong Un af því að framleiða kjarnavopn, herða pyntingaaðgerðir gegn óvinum landsins og að meina múslimum aðgangi að landinu.Úrsllitin gætu ráðist á þriðjudagClinton hefur enn nokkuð forskot á keppinaut sinn Bernie Sanders en kosið verður í sex fylkjum á þriðjudag. Þar á meðal ráðast úrslit í Kaliforníu sem er stærsta fylkið. Þar eru hvorki meira né minna en 548 kjörmenn í pottinum. Talað er um að Clinton vanti aðeins 70 til þess að hljóta útnefninguna en það þarf ekkert endilega að vera. Fari svo að Sanders sigri í Kaliforníu gæti það mögulega haft þau áhrif að svo kallaðir ofur-kjörmenn ákveði að styðja hann frekar en Clinton. Fréttastofa Reuters greindi frá. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja Clinton hafa brotið reglur varðandi tölvupósta Hillary Clinton og starfsmenn hennar hundsuðu starfsreglur og ábendingar frá Utanríkisríkisráðuneyti Bandaríkjanna varðandi tölvupóstsvefjóna hennar. 25. maí 2016 17:46 Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00 Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Hillary Clinton sem berst nú fyrir því að verða forsetaefni demókrata í komandi kosningum segir utanríkisstefnu Donald Trump vera hættulega samhengislausa. Hún gekk svo langt að gefa það í skyn að Trump yrði jafnvel líklegur til þess að hefja kjarnorkustríð einungis vegna þess að einhver færi í taugarnar á honum. Clinton lét þessi orð falla á ráðstefnu í San Diego en nú er hafinn lokahnykkur forvalsins. „Hann telur sig hafa reynslu í utanríkismálum vegna þess að hann stjórnaði Ungfrú Alheimur-keppni í Rússlandi,“ sagði hún við gífurleg hlátrasköll úr salnum. Hún lét einnig þau orð falla að það yrðu söguleg mistök hjá bandarísku þjóðinni ef Trump næði kjöri. Trump hefur meðal annars sagst ætla að; byggja vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, heimsækja Norður-Kóreu til þess að tala Kim Jong Un af því að framleiða kjarnavopn, herða pyntingaaðgerðir gegn óvinum landsins og að meina múslimum aðgangi að landinu.Úrsllitin gætu ráðist á þriðjudagClinton hefur enn nokkuð forskot á keppinaut sinn Bernie Sanders en kosið verður í sex fylkjum á þriðjudag. Þar á meðal ráðast úrslit í Kaliforníu sem er stærsta fylkið. Þar eru hvorki meira né minna en 548 kjörmenn í pottinum. Talað er um að Clinton vanti aðeins 70 til þess að hljóta útnefninguna en það þarf ekkert endilega að vera. Fari svo að Sanders sigri í Kaliforníu gæti það mögulega haft þau áhrif að svo kallaðir ofur-kjörmenn ákveði að styðja hann frekar en Clinton. Fréttastofa Reuters greindi frá.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja Clinton hafa brotið reglur varðandi tölvupósta Hillary Clinton og starfsmenn hennar hundsuðu starfsreglur og ábendingar frá Utanríkisríkisráðuneyti Bandaríkjanna varðandi tölvupóstsvefjóna hennar. 25. maí 2016 17:46 Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00 Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Segja Clinton hafa brotið reglur varðandi tölvupósta Hillary Clinton og starfsmenn hennar hundsuðu starfsreglur og ábendingar frá Utanríkisríkisráðuneyti Bandaríkjanna varðandi tölvupóstsvefjóna hennar. 25. maí 2016 17:46
Rúm tuttugu prósent hata Trump og Clinton Um sextíu prósentum kjósenda í Bandaríkjunum er illa við líklega forsetaframbjóðendur stóru flokkanna tveggja, demókratann Hillary Clinton og repúblikanann Donald Trump. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun NBC en kosið verður í nóvember. 25. maí 2016 07:00
Trump siglir fram úr Clinton Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton. 24. maí 2016 07:00