Lagerbäck skýtur á leikaraskap Portúgala og bendir þeim á Hollywood Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2016 09:30 Lars Lagerbäck var örugglega ánægður með Mark Clattenburg sem lét Pepe ekki komast upp með leikaraskap í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Vísir/Getty Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur hafið sálfræðistríðið gegn Portúgölum en Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik sínum á EM eftir ellefu daga. Lagerbäck skaut á leikaraskap Portúgala í viðtali við norska ríkissjónvarpið eftir vináttulandsleik Íslands og Noregs í Osló. „Þeir hafa einn af besta leikmanninn í heimi sem er einnig mjög góður leikari," sagði Lars Lagerbäck um Cristiano Ronaldo í viðtalinu við NRK. Pepe, miðvörður Real Madrid og portúgalska landsliðsins, sýndi allskonar leikaraskap í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Atlético Madrid. Lars Lagerbäck sá úrslitaleikinn á milli Real Madrid og Atlético Madrid en hann var lítið hrifinn af leikaraskap Portúgalans. „Við höfum séð nokkra Portúgala vera uppvísa að leikaraskap inn á vellinum. Í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sáum við hluti sem ættu miklu frekar heima í Hollywood. Ég er ekki hrifinn af þessu," sagði Lars Lagerbäck við NRK. „Ég vona að við losnum alveg við þetta úr fótboltanum. Ég vona að þeir skoði vel myndbandsupptökur eftir leiki og refsi mönnum harðlega," sagði Lagerbäck. Hann vill að UEFA taki hart á leikaraskap leikmanna til að útrýma slíku úr fótboltanum. Íslensku strákarnir passa sig örugglega líka á því að sleppa leikaraskapnum vitandi það hversu landsliðsþjálfarinn er á móti öllu slíku. Ísland mætir Portúgal 14. Júní næstkomandi en á eftir að spila einn leik þangað til. Ísland og Liechtenstein mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur hafið sálfræðistríðið gegn Portúgölum en Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik sínum á EM eftir ellefu daga. Lagerbäck skaut á leikaraskap Portúgala í viðtali við norska ríkissjónvarpið eftir vináttulandsleik Íslands og Noregs í Osló. „Þeir hafa einn af besta leikmanninn í heimi sem er einnig mjög góður leikari," sagði Lars Lagerbäck um Cristiano Ronaldo í viðtalinu við NRK. Pepe, miðvörður Real Madrid og portúgalska landsliðsins, sýndi allskonar leikaraskap í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Atlético Madrid. Lars Lagerbäck sá úrslitaleikinn á milli Real Madrid og Atlético Madrid en hann var lítið hrifinn af leikaraskap Portúgalans. „Við höfum séð nokkra Portúgala vera uppvísa að leikaraskap inn á vellinum. Í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sáum við hluti sem ættu miklu frekar heima í Hollywood. Ég er ekki hrifinn af þessu," sagði Lars Lagerbäck við NRK. „Ég vona að við losnum alveg við þetta úr fótboltanum. Ég vona að þeir skoði vel myndbandsupptökur eftir leiki og refsi mönnum harðlega," sagði Lagerbäck. Hann vill að UEFA taki hart á leikaraskap leikmanna til að útrýma slíku úr fótboltanum. Íslensku strákarnir passa sig örugglega líka á því að sleppa leikaraskapnum vitandi það hversu landsliðsþjálfarinn er á móti öllu slíku. Ísland mætir Portúgal 14. Júní næstkomandi en á eftir að spila einn leik þangað til. Ísland og Liechtenstein mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti