Fótbolti

Freyr treystir á Hólmfríði í kvöld | Eina breytingin á byrjunarliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Hólmfríður Magnúsdóttir. Vísir/Daníel
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn mikilvæga á móti Skotum í kvöld en þetta er toppslagur íslenska riðilsins í undankeppni EM 2017.

Freyr gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu frá því í 5-0 sigurleiknum í Hvíta-Rússlandi í apríl en Hólmfríður Magnúsdóttir kemur inn í liðið fyrir Elín Mettu Jensen.

Hólmfríður Magnúsdóttir hefur verið að spila mjög vel með norska liðinu Avaldsnes að undanförnu og er greinilega í mjög góðu formi.

Leikurinn hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér inn á Vísi.

Íslenska liðið hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína í riðlinum og markatalan er 17-0.

Skosku stelpurnar hafa heldur ekki tapað stigi og eru auk þess búnar að skora yfir fimm mörk að meðaltali í leik.



Byrjunarlið Íslands á móti Skotlandi:

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður: Elísa Viðarsdóttir

Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir  

Tengiliðir: Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir

Hægri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Sóknartengiliður: Margrét Lárar Viðarsdóttir, fyrirliði

Vinstri kantur: Fanndís Friðriksdóttir 

Framherji: Harpa Þorsteinsdóttir

Tveir leikmenn eru utan hóps að þessu sinni og það eru Sonný Lára Þráinsdóttir og Sandra María Jessen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×