Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2016 11:15 Samningaviðræður hafa gengið illa á milli flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Anton/Heiða Ríkisstjórnin fundar nú í Stjórnarráðinu. Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Líklegt er að til umræðu sé hvort setja eigi bráðabirgðalög svo stöðva megi yfirvinnubann flugumferðarstjóra sem staðið hefur yfir frá 6. apríl. Fundurinn hófst klukkan ellefu en óeðlilegt er að ríkisstjórnin fundi á þessum tíma þar sem Alþingi er komið í sumarfríi. Þegar þing er starfandi eru ríkisstjórnarfundir yfirleitt haldnir á þriðjudögum og föstudögum. Flugumferðarstjórar hafa átt í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins frá því í október á síðasta ári. Samningaviðræður hafa gengið illa og hafa flugumferðarstjórar sett á yfirvinnubann þannig að ekki er hægt að manna vaktir komi til veikinda. Hefur yfirvinnubannið staðið yfir í tvo mánuði eða frá 6. apríl síðastliðnum. Á þeim tíma hefur næturumferð um Keflavíkurflugvöll legið niðri í fjórgang vegna veikinda vakthafandi flugumferðarstjóra. Samkvæmt heimildum Vísis ber talsvert enn á milli aðila í samningaviðræðunum. Samtök atvinnulífisins halda fast við kjör samkvæmt Salek-samkomulaginu en flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, áætlar að um þrjú þúsund flug hafi þurft að breyta áætlunum sínum vegna kjaradeilunnar. Greint hefur verið frá því í að yfirvinnubann og veikindi flugumferðarstjóra hafi kostað flugfélögin sem fljúga yfir Atlantshaf á annan milljarð króna vegna meiri brennslu eldsneytis sem stafar af því að fara óhagkvæmari flugleiðir. Þá telja Samtök ferðaþjónustunnar óásættanlegt að ferðaþjónustunni og almannahagsmunum sé stefnt í voða með þeim aðstæðum sem yfirvinnubann flugumferðastjóra hefur skapað. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vill að flugumferðarstjórar „komi niður úr skýjunum“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir launakröfur flugumferðarstjóra óraunhæfar. 27. maí 2016 10:51 Meira en hinir Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur nú staðið yfir í tvo mánuði. Á þeim tíma hefur næturumferð um Leifsstöð legið niðri í fjórgang vegna "veikinda“ flugumferðarstjóra þar sem ekki fékkst fólk til afleysinga vegna yfirvinnubannsins. 8. júní 2016 08:00 Flugumferðarstjórar vilja meira en 25% Flugumferðarstjórn gæti flust frá Íslandi vegna tíðra launadeilna og krafna um hækkanir umfram aðra, segir framkvæmdastjóri SA. Heildarlaun flugumferðarstjóra nema um milljón að jafnaði. Hafa hafnað fjórðungshækkun á laun. 28. maí 2016 07:00 Tafir á Keflavíkurflugvelli í morgun vegna yfirvinnubanns Í sumum tilfellum þurftu farþegar að bíða allt að tvo tíma eftir að komast í flug sín. 5. júní 2016 12:23 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ríkisstjórnin fundar nú í Stjórnarráðinu. Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Líklegt er að til umræðu sé hvort setja eigi bráðabirgðalög svo stöðva megi yfirvinnubann flugumferðarstjóra sem staðið hefur yfir frá 6. apríl. Fundurinn hófst klukkan ellefu en óeðlilegt er að ríkisstjórnin fundi á þessum tíma þar sem Alþingi er komið í sumarfríi. Þegar þing er starfandi eru ríkisstjórnarfundir yfirleitt haldnir á þriðjudögum og föstudögum. Flugumferðarstjórar hafa átt í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins frá því í október á síðasta ári. Samningaviðræður hafa gengið illa og hafa flugumferðarstjórar sett á yfirvinnubann þannig að ekki er hægt að manna vaktir komi til veikinda. Hefur yfirvinnubannið staðið yfir í tvo mánuði eða frá 6. apríl síðastliðnum. Á þeim tíma hefur næturumferð um Keflavíkurflugvöll legið niðri í fjórgang vegna veikinda vakthafandi flugumferðarstjóra. Samkvæmt heimildum Vísis ber talsvert enn á milli aðila í samningaviðræðunum. Samtök atvinnulífisins halda fast við kjör samkvæmt Salek-samkomulaginu en flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, áætlar að um þrjú þúsund flug hafi þurft að breyta áætlunum sínum vegna kjaradeilunnar. Greint hefur verið frá því í að yfirvinnubann og veikindi flugumferðarstjóra hafi kostað flugfélögin sem fljúga yfir Atlantshaf á annan milljarð króna vegna meiri brennslu eldsneytis sem stafar af því að fara óhagkvæmari flugleiðir. Þá telja Samtök ferðaþjónustunnar óásættanlegt að ferðaþjónustunni og almannahagsmunum sé stefnt í voða með þeim aðstæðum sem yfirvinnubann flugumferðastjóra hefur skapað.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vill að flugumferðarstjórar „komi niður úr skýjunum“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir launakröfur flugumferðarstjóra óraunhæfar. 27. maí 2016 10:51 Meira en hinir Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur nú staðið yfir í tvo mánuði. Á þeim tíma hefur næturumferð um Leifsstöð legið niðri í fjórgang vegna "veikinda“ flugumferðarstjóra þar sem ekki fékkst fólk til afleysinga vegna yfirvinnubannsins. 8. júní 2016 08:00 Flugumferðarstjórar vilja meira en 25% Flugumferðarstjórn gæti flust frá Íslandi vegna tíðra launadeilna og krafna um hækkanir umfram aðra, segir framkvæmdastjóri SA. Heildarlaun flugumferðarstjóra nema um milljón að jafnaði. Hafa hafnað fjórðungshækkun á laun. 28. maí 2016 07:00 Tafir á Keflavíkurflugvelli í morgun vegna yfirvinnubanns Í sumum tilfellum þurftu farþegar að bíða allt að tvo tíma eftir að komast í flug sín. 5. júní 2016 12:23 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Vill að flugumferðarstjórar „komi niður úr skýjunum“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir launakröfur flugumferðarstjóra óraunhæfar. 27. maí 2016 10:51
Meira en hinir Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur nú staðið yfir í tvo mánuði. Á þeim tíma hefur næturumferð um Leifsstöð legið niðri í fjórgang vegna "veikinda“ flugumferðarstjóra þar sem ekki fékkst fólk til afleysinga vegna yfirvinnubannsins. 8. júní 2016 08:00
Flugumferðarstjórar vilja meira en 25% Flugumferðarstjórn gæti flust frá Íslandi vegna tíðra launadeilna og krafna um hækkanir umfram aðra, segir framkvæmdastjóri SA. Heildarlaun flugumferðarstjóra nema um milljón að jafnaði. Hafa hafnað fjórðungshækkun á laun. 28. maí 2016 07:00
Tafir á Keflavíkurflugvelli í morgun vegna yfirvinnubanns Í sumum tilfellum þurftu farþegar að bíða allt að tvo tíma eftir að komast í flug sín. 5. júní 2016 12:23