Innlent

Tafir á Keflavíkurflugvelli í morgun vegna yfirvinnubanns

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Nokkrar raskanir hafa orðið bæði á millilanda- og innanlandflugi vegna yfirvinnubanns flugumverðarstjóra.
Nokkrar raskanir hafa orðið bæði á millilanda- og innanlandflugi vegna yfirvinnubanns flugumverðarstjóra. Vísir/GVA
Nokkrar tafir urðu á millilandaflugi um Keflavíkurflugvöll í morgun. Í sumum tilfellum þurftu farþegar að bíða allt að tvo tíma eftir að komast í flug sín.

Síðan í byrjun febrúar hafa flugumferðarstjórar verið kjarasamningslausir. Þeir settu á yfirvinnubann í byrjun apríl til að knýja á um lausn deilunnar. Síðan þá hefur ekki verið hægt að kalla út fólk til vinnu ef veikindi hafa orðið.

Því hefur það nokkuð oft komið fyrir að fólk vanti á vaktir og draga þurfi úr flugumferð yfir landinu. Nokkrar raskanir hafa því orðið bæði á millilanda- og innanlandflugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×