Flugumferðarstjórar vilja meira en 25% Óli Kr. Ármannsson skrifar 28. maí 2016 07:00 Yfirvinnubann flugumferðarstjóra varð til þess að ekki var þjónusta við annað flug en neyðarflug í Keflavík milli kl. 02 og 07 aðfaranótt fimmtudags og föstudags í vikunni. Fréttablaðið/GVA Flugumferðarstjórar hafa hafnað tilboði sem svarar til 25 prósenta hækkunar launa, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Að því gefnu að heildarlaun flugumferðarstjóra, með grunnlaunum, föstu vaktaálagi og yfirvinnu meðtalinni, nemi að jafnaði um milljón krónum á mánuði, hafa þeir því hafnað launahækkun sem svarar til um 250 þúsund króna á mánuði.Þorsteinn VíglundssonFram kom í tilkynningu sem Flugstoðir (forveri Isavia ohf.) sendu frá sér þegar yfir stóðu samningar við flugumferðarstjóra snemma árs 2010 að þá hefðu heildarmánaðarlaun flugumferðarstjóra numið ríflega 900 þúsund krónum. Þá voru laun 59 ára gamals flugumferðarstjóra, án yfirvinnu og annarra aukagreiðslna, rúmar 800 þúsund krónur. Kjaraviðræður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) og Samtaka atvinnulífsins (SA), fyrir hönd Isavia, hafa staðið frá því í nóvember. Síðasti fundur í deilunni var 20. maí hjá ríkissáttasemjara. Boða verður til nýs fundar fyrir 3. júní næstkomandi. Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur staðið frá 6. apríl og valdið nokkurri röskun á flugi til og frá landinu. Í leiðara fréttabréfs SA segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri samtakanna, kröfur flugumferðarstjóra um hækkanir langt umfram hækkanir í öðrum kjarasamningum. „Yrði gengið að kröfum þeirra raskaðist það dýrkeypta jafnvægi sem komist hefur á kjaramálin,“ segir hann. Við tæki hefðbundið íslenskt höfrungahlaup um launahækkanir sem gæti af sér aukna verðbólgu, hærri vexti og gengisfall að lokum til að lagfæra samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem starfa í alþjóðlegri samkeppni. „Niðurstaðan er sú að kjör allra versna til lengri tíma.“ Þorsteinn segir mikið í húfi að launadeilan við flugumferðarstjóra verði ekki til að stefna stöðugleika á vinnumarkaði í voða, en hún gæti líka dregið dilk á eftir sér. Ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. „Engar náttúrulegar aðstæður kalla á að starfsemin sé rekin hér á landi en það væri miður ef sífelldar og óbilgjarnar verkfallsaðgerðir þessa fámenna starfshóps myndu hrekja þjónustuna frá Íslandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Flugumferðarstjórar hafa hafnað tilboði sem svarar til 25 prósenta hækkunar launa, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Að því gefnu að heildarlaun flugumferðarstjóra, með grunnlaunum, föstu vaktaálagi og yfirvinnu meðtalinni, nemi að jafnaði um milljón krónum á mánuði, hafa þeir því hafnað launahækkun sem svarar til um 250 þúsund króna á mánuði.Þorsteinn VíglundssonFram kom í tilkynningu sem Flugstoðir (forveri Isavia ohf.) sendu frá sér þegar yfir stóðu samningar við flugumferðarstjóra snemma árs 2010 að þá hefðu heildarmánaðarlaun flugumferðarstjóra numið ríflega 900 þúsund krónum. Þá voru laun 59 ára gamals flugumferðarstjóra, án yfirvinnu og annarra aukagreiðslna, rúmar 800 þúsund krónur. Kjaraviðræður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) og Samtaka atvinnulífsins (SA), fyrir hönd Isavia, hafa staðið frá því í nóvember. Síðasti fundur í deilunni var 20. maí hjá ríkissáttasemjara. Boða verður til nýs fundar fyrir 3. júní næstkomandi. Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur staðið frá 6. apríl og valdið nokkurri röskun á flugi til og frá landinu. Í leiðara fréttabréfs SA segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri samtakanna, kröfur flugumferðarstjóra um hækkanir langt umfram hækkanir í öðrum kjarasamningum. „Yrði gengið að kröfum þeirra raskaðist það dýrkeypta jafnvægi sem komist hefur á kjaramálin,“ segir hann. Við tæki hefðbundið íslenskt höfrungahlaup um launahækkanir sem gæti af sér aukna verðbólgu, hærri vexti og gengisfall að lokum til að lagfæra samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem starfa í alþjóðlegri samkeppni. „Niðurstaðan er sú að kjör allra versna til lengri tíma.“ Þorsteinn segir mikið í húfi að launadeilan við flugumferðarstjóra verði ekki til að stefna stöðugleika á vinnumarkaði í voða, en hún gæti líka dregið dilk á eftir sér. Ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. „Engar náttúrulegar aðstæður kalla á að starfsemin sé rekin hér á landi en það væri miður ef sífelldar og óbilgjarnar verkfallsaðgerðir þessa fámenna starfshóps myndu hrekja þjónustuna frá Íslandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira