Tvöfalt fleiri ungar mæður á Suðurnesjum Snærós Sindradótir skrifar 9. júní 2016 06:00 Rannsóknir um allan heim sýna að ungar mæður þurfa mikinn stuðning til að halda áfram í námi eftir barnsburð. Engin skýring fékkst á því hvers vegna ungar mæður eru hlutfallslega fleiri á Suðurnesjum en annarstaðar á landinu. NordicPhotos/Getty Mæður undir tvítugu eru hlutfallslega mun fleiri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu. Landsmeðaltal ungra mæðra á landinu er 9 á hverjar 1.000 konur undir tvítugu en á Suðurnesjum fæða 22,4 konur undir tvítugu börn af hverjum þúsund. Á höfuðborgarsvæðinu fæða 7 af hverjum 1.000 konum undir tvítugu börn sem þýðir að hlutfallið á Suðurnesjum er þrefalt á við það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Þetta má greina í lýðheilsuvísum landlæknisembættisins. Athygli vekur að á Suðurnesjum er lægst hlutfall háskólamenntaðra. 19,7 prósent íbúa á Suðurnesjum hafa háskólamenntun en landsmeðaltalið er 36,2 prósent.Vert er að taka það fram að fæðingartíðni ungra mæðra hefur lækkað á síðastliðnum árum frá því sem var á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við getum ekki fullyrt um samband menntunar og fæðingartíðninnar en þetta eru vísbendingar sem er vert að taka eftir,“ segir Ólöf Garðarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og sérfræðingur í fólksfjöldasögu. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem er stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum, segir að bæjaryfirvöld hafi verið meðvituð um þetta lengi. „Þetta eru áhugaverðar tölur. Þetta snýst fyrst og fremst um fræðslu, að fræða um ábyrgð og mögulegar afleiðingar.“ Um tíma hafi grunnskólanemar tekið þátt í verkefni sem snerist um að sjá um dúkkur í sólarhring sem hegða sér eins og ungabörn. „Börnin mín komu heim með þetta og dúkkan grenjaði á nóttunni og olli krökkunum hugarangri. Svo heyrði maður líka af krökkum sem fannst þetta spennandi og tóku sig saman og fóru á kaffihús með krakkana. Þannig að ég veit nú ekki hvort það heppnaðist alveg.“ Kjartan segir lágt stig háskólamenntunar að einhverju leyti afleiðingu af 50 ára veru varnarliðsins á svæðinu sem útvegaði fólki störf án hárrar menntunarkröfu. Reynt sé að fjölga störfum sem krefjist háskólamenntunar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Mæður undir tvítugu eru hlutfallslega mun fleiri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu. Landsmeðaltal ungra mæðra á landinu er 9 á hverjar 1.000 konur undir tvítugu en á Suðurnesjum fæða 22,4 konur undir tvítugu börn af hverjum þúsund. Á höfuðborgarsvæðinu fæða 7 af hverjum 1.000 konum undir tvítugu börn sem þýðir að hlutfallið á Suðurnesjum er þrefalt á við það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Þetta má greina í lýðheilsuvísum landlæknisembættisins. Athygli vekur að á Suðurnesjum er lægst hlutfall háskólamenntaðra. 19,7 prósent íbúa á Suðurnesjum hafa háskólamenntun en landsmeðaltalið er 36,2 prósent.Vert er að taka það fram að fæðingartíðni ungra mæðra hefur lækkað á síðastliðnum árum frá því sem var á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við getum ekki fullyrt um samband menntunar og fæðingartíðninnar en þetta eru vísbendingar sem er vert að taka eftir,“ segir Ólöf Garðarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og sérfræðingur í fólksfjöldasögu. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem er stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum, segir að bæjaryfirvöld hafi verið meðvituð um þetta lengi. „Þetta eru áhugaverðar tölur. Þetta snýst fyrst og fremst um fræðslu, að fræða um ábyrgð og mögulegar afleiðingar.“ Um tíma hafi grunnskólanemar tekið þátt í verkefni sem snerist um að sjá um dúkkur í sólarhring sem hegða sér eins og ungabörn. „Börnin mín komu heim með þetta og dúkkan grenjaði á nóttunni og olli krökkunum hugarangri. Svo heyrði maður líka af krökkum sem fannst þetta spennandi og tóku sig saman og fóru á kaffihús með krakkana. Þannig að ég veit nú ekki hvort það heppnaðist alveg.“ Kjartan segir lágt stig háskólamenntunar að einhverju leyti afleiðingu af 50 ára veru varnarliðsins á svæðinu sem útvegaði fólki störf án hárrar menntunarkröfu. Reynt sé að fjölga störfum sem krefjist háskólamenntunar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira