Tvöfalt fleiri ungar mæður á Suðurnesjum Snærós Sindradótir skrifar 9. júní 2016 06:00 Rannsóknir um allan heim sýna að ungar mæður þurfa mikinn stuðning til að halda áfram í námi eftir barnsburð. Engin skýring fékkst á því hvers vegna ungar mæður eru hlutfallslega fleiri á Suðurnesjum en annarstaðar á landinu. NordicPhotos/Getty Mæður undir tvítugu eru hlutfallslega mun fleiri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu. Landsmeðaltal ungra mæðra á landinu er 9 á hverjar 1.000 konur undir tvítugu en á Suðurnesjum fæða 22,4 konur undir tvítugu börn af hverjum þúsund. Á höfuðborgarsvæðinu fæða 7 af hverjum 1.000 konum undir tvítugu börn sem þýðir að hlutfallið á Suðurnesjum er þrefalt á við það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Þetta má greina í lýðheilsuvísum landlæknisembættisins. Athygli vekur að á Suðurnesjum er lægst hlutfall háskólamenntaðra. 19,7 prósent íbúa á Suðurnesjum hafa háskólamenntun en landsmeðaltalið er 36,2 prósent.Vert er að taka það fram að fæðingartíðni ungra mæðra hefur lækkað á síðastliðnum árum frá því sem var á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við getum ekki fullyrt um samband menntunar og fæðingartíðninnar en þetta eru vísbendingar sem er vert að taka eftir,“ segir Ólöf Garðarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og sérfræðingur í fólksfjöldasögu. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem er stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum, segir að bæjaryfirvöld hafi verið meðvituð um þetta lengi. „Þetta eru áhugaverðar tölur. Þetta snýst fyrst og fremst um fræðslu, að fræða um ábyrgð og mögulegar afleiðingar.“ Um tíma hafi grunnskólanemar tekið þátt í verkefni sem snerist um að sjá um dúkkur í sólarhring sem hegða sér eins og ungabörn. „Börnin mín komu heim með þetta og dúkkan grenjaði á nóttunni og olli krökkunum hugarangri. Svo heyrði maður líka af krökkum sem fannst þetta spennandi og tóku sig saman og fóru á kaffihús með krakkana. Þannig að ég veit nú ekki hvort það heppnaðist alveg.“ Kjartan segir lágt stig háskólamenntunar að einhverju leyti afleiðingu af 50 ára veru varnarliðsins á svæðinu sem útvegaði fólki störf án hárrar menntunarkröfu. Reynt sé að fjölga störfum sem krefjist háskólamenntunar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Mæður undir tvítugu eru hlutfallslega mun fleiri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu. Landsmeðaltal ungra mæðra á landinu er 9 á hverjar 1.000 konur undir tvítugu en á Suðurnesjum fæða 22,4 konur undir tvítugu börn af hverjum þúsund. Á höfuðborgarsvæðinu fæða 7 af hverjum 1.000 konum undir tvítugu börn sem þýðir að hlutfallið á Suðurnesjum er þrefalt á við það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Þetta má greina í lýðheilsuvísum landlæknisembættisins. Athygli vekur að á Suðurnesjum er lægst hlutfall háskólamenntaðra. 19,7 prósent íbúa á Suðurnesjum hafa háskólamenntun en landsmeðaltalið er 36,2 prósent.Vert er að taka það fram að fæðingartíðni ungra mæðra hefur lækkað á síðastliðnum árum frá því sem var á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við getum ekki fullyrt um samband menntunar og fæðingartíðninnar en þetta eru vísbendingar sem er vert að taka eftir,“ segir Ólöf Garðarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og sérfræðingur í fólksfjöldasögu. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem er stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum, segir að bæjaryfirvöld hafi verið meðvituð um þetta lengi. „Þetta eru áhugaverðar tölur. Þetta snýst fyrst og fremst um fræðslu, að fræða um ábyrgð og mögulegar afleiðingar.“ Um tíma hafi grunnskólanemar tekið þátt í verkefni sem snerist um að sjá um dúkkur í sólarhring sem hegða sér eins og ungabörn. „Börnin mín komu heim með þetta og dúkkan grenjaði á nóttunni og olli krökkunum hugarangri. Svo heyrði maður líka af krökkum sem fannst þetta spennandi og tóku sig saman og fóru á kaffihús með krakkana. Þannig að ég veit nú ekki hvort það heppnaðist alveg.“ Kjartan segir lágt stig háskólamenntunar að einhverju leyti afleiðingu af 50 ára veru varnarliðsins á svæðinu sem útvegaði fólki störf án hárrar menntunarkröfu. Reynt sé að fjölga störfum sem krefjist háskólamenntunar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016
Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent