Flugumferðarstjórar vinna allt að fimmtíu yfirvinnutíma á mánuði Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. júní 2016 18:30 Ekkert flug verður um Reykjavíkurflugvöll í kvöld og í nótt vegna veikinda flugumferðarstjóra. Aðeins degi eftir að stjórnvöld bönnuðu allar aðgerðir flugumferðastjóra í kjaradeilu þeirra og Isavia. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir enga yfirvinnuskyldu í samningum flugumferðastjóranna en dæmi eru um að þeir vinni fimmtíu yfirvinnutíma á mánuði ofan á fulla vinnu. Flugumferðarstjórar hafa verið kjarasamningslausir síðan í febrúar. Í byrjun apríl settu þeir á yfirvinnubann til að knýja á um lausn kjaradeilu þeirra og Isavia. Síðan þá hafa töluverðar raskanir orðið bæði á innanlands- og millilandaflugi. Í gær ákváðu stjórnvöld að grípa inn í deiluna og settu lög sem banna allar aðgerðir flugumferðarstjóra í tengslum við kjaradeiluna. Flugumferðastjórar hittust í gær til að ræða málin.„Hljóðið í fundarmönnum var mjög þungt vægast sagt. Fólk er aldrei ánægt með að fá á sig lög og að samningsrétturinn sé hrifsaður af fólki það er ekki gott mál,“ segir Sigurjón Jónasson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Hann segir flugumferðarstjóra vera að skoða næstu skref en boðað hefur verið til fundar hjá Ríkissáttasemjara á morgun hjá samninganefndunum. Hann segir þá ítrekað hafa bent á að of mikil krafa sé um að fólk vinni yfirvinnu. Isavia segir að flugumferðarstjórar vinni að meðaltali tuttugu yfirvinnutíma á mánuði. Ársskýrsla Flugstjórnarmiðstöðar árið 2015 sýnir að á ákveðnum starfsstöðum er yfirvinnan meiri. Sigurjón segir dæmi um að menn vinni alls meira en 200 tíma á mánuði. „Samkvæmt tölulegum gögnum er þetta svona um fimmta hver vinnustund í yfirvinnu. Við erum að vinna einhverja 165 tíma held ég á mánuði sirka. Þannig að þetta slær hátt í fimmtíu tíma mánuði aukalega,“ segir Sigurjón. Þá segir hann dæmi um að á ákveðnum starfsstöðvum hafi vaktatöflur verið gefnar út án þess að búið sé að manna að fullu og töflurnar því götóttar. Ekkert flug verður um Reykarvíkurflugvöll frá klukkan níu í kvöld til sjö í fyrramálið. Þetta er vegna veikinda starfsmanns en ekki tókst að fá afleysingu fyrir hann. Sigurjón segir félagið, eftir lagasetninguna, ekkert hafa að segja um það hvort félagsmenn mæti á aukavaktir. „Það er ekkert kveðið á um neina yfirvinnuskyldu hjá okkar í kjarasamningi. Ég get ekki vitað nákvæmlega hvað fólk gerir eða ég get heldur ekkert sagt þeim hvað þau eigi að gera en það verður bara að koma í ljós,“ segir Sigurjón. Sjálfur segir hann óvíst hvað hann gerir ef hann verður beðinn að taka aukavaktir. „Mér finnst voða gott að vera í fríi með fjölskyldunni minni á sumrin. Ég hef ekki haft mikinn tíma í það undanfarin ár en það eins og ég segi maður bara metur það við hvert og eitt símtal sem kemur,“ segir Sigurjón. Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Ekkert flug verður um Reykjavíkurflugvöll í kvöld og í nótt vegna veikinda flugumferðarstjóra. Aðeins degi eftir að stjórnvöld bönnuðu allar aðgerðir flugumferðastjóra í kjaradeilu þeirra og Isavia. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir enga yfirvinnuskyldu í samningum flugumferðastjóranna en dæmi eru um að þeir vinni fimmtíu yfirvinnutíma á mánuði ofan á fulla vinnu. Flugumferðarstjórar hafa verið kjarasamningslausir síðan í febrúar. Í byrjun apríl settu þeir á yfirvinnubann til að knýja á um lausn kjaradeilu þeirra og Isavia. Síðan þá hafa töluverðar raskanir orðið bæði á innanlands- og millilandaflugi. Í gær ákváðu stjórnvöld að grípa inn í deiluna og settu lög sem banna allar aðgerðir flugumferðarstjóra í tengslum við kjaradeiluna. Flugumferðastjórar hittust í gær til að ræða málin.„Hljóðið í fundarmönnum var mjög þungt vægast sagt. Fólk er aldrei ánægt með að fá á sig lög og að samningsrétturinn sé hrifsaður af fólki það er ekki gott mál,“ segir Sigurjón Jónasson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Hann segir flugumferðarstjóra vera að skoða næstu skref en boðað hefur verið til fundar hjá Ríkissáttasemjara á morgun hjá samninganefndunum. Hann segir þá ítrekað hafa bent á að of mikil krafa sé um að fólk vinni yfirvinnu. Isavia segir að flugumferðarstjórar vinni að meðaltali tuttugu yfirvinnutíma á mánuði. Ársskýrsla Flugstjórnarmiðstöðar árið 2015 sýnir að á ákveðnum starfsstöðum er yfirvinnan meiri. Sigurjón segir dæmi um að menn vinni alls meira en 200 tíma á mánuði. „Samkvæmt tölulegum gögnum er þetta svona um fimmta hver vinnustund í yfirvinnu. Við erum að vinna einhverja 165 tíma held ég á mánuði sirka. Þannig að þetta slær hátt í fimmtíu tíma mánuði aukalega,“ segir Sigurjón. Þá segir hann dæmi um að á ákveðnum starfsstöðvum hafi vaktatöflur verið gefnar út án þess að búið sé að manna að fullu og töflurnar því götóttar. Ekkert flug verður um Reykarvíkurflugvöll frá klukkan níu í kvöld til sjö í fyrramálið. Þetta er vegna veikinda starfsmanns en ekki tókst að fá afleysingu fyrir hann. Sigurjón segir félagið, eftir lagasetninguna, ekkert hafa að segja um það hvort félagsmenn mæti á aukavaktir. „Það er ekkert kveðið á um neina yfirvinnuskyldu hjá okkar í kjarasamningi. Ég get ekki vitað nákvæmlega hvað fólk gerir eða ég get heldur ekkert sagt þeim hvað þau eigi að gera en það verður bara að koma í ljós,“ segir Sigurjón. Sjálfur segir hann óvíst hvað hann gerir ef hann verður beðinn að taka aukavaktir. „Mér finnst voða gott að vera í fríi með fjölskyldunni minni á sumrin. Ég hef ekki haft mikinn tíma í það undanfarin ár en það eins og ég segi maður bara metur það við hvert og eitt símtal sem kemur,“ segir Sigurjón.
Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum