Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Valur 0-1 | Bikarmeistararnir áfram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2016 21:45 Bikarmeistarar Vals byrja titilvörnina vel í ár en þeir eru komnir áfram í sextán liða úrslit Borgunarbikarsins eftir 1-0 sigur á Fjölni í Pepsi-deildarslag í Grafarvoginum í kvöld. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Grafarvogi í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrr ofan. Sanngjarn sigur Valsmanna en Fjölnismenn komust lítið áleiðis gegn sterkri vörn Vals með þá Rasmus Steenberg Christiansen og Orra Sigurð Ómarsson í fararbroddi. Þetta var mikill baráttuleikur og ekki mikið um færi. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði eina mark leiksins á 22. mínútu þegar hann fylgdi á eftir vítaspyrnu sem var varin frá honum.Af hverju vann Valur? Svarið er einfalt. Þeir nýttu færið sitt. Það fátt um fína drætti í þessum leik, að minnsta kosti sóknarlega og ef þú, lesandi góður, ert aðeins með tvo fingur getur þú talið færin í þessum leik. Valur fékk eitt færi þegar Guðjón Pétur Lýðsson tók víti og var hann raunar nærri að klúðra því. Hann var þó heppinn og fékk frákastið og lagði boltann í netið og það mark skyldi að liðin í kvöld. Fjölnismenn fengu sitt færi strax á upphafsmínútum leiksins og líklega hefði leikurinn spilast öðruvísi hefði Marcus Solberg skorað. Það gerði hann hinsvegar ekki og eftir þetta duttu Fjölnismenn nánast úr leiknum, ef frá er talið smá þrýstingur í lokin þar sem Fjölnismenn freistuðu þess að jafna leikinn. Það tókst hinsvegar ekki og mark Guðjóns Péturs skildi liðin að.Þessir stóðu upp úrMiðverðir Vals, þeir Orri Sigurður Ómarsson og Rasmus Steenberg Christiansen áttu stjörnuleik í vörninni og hleyptu Fjölnismönnum í raun aldrei inn í leikinn fyrr en í blálokin þegar heimamenn gerðu allt hvað þeir gátu til þess að jafna. Hjá Fjölni má taka Birni Snæ Ingason út fyrir sviga, hann var sá eini í liði Fjölnis sem sýndi lífsmark lengst af leik og reyndi sitt besta til þess að koma Fjölni í leikinn.Hvað gekk illa?Samvinna Fjölnismanna var það sem stendur upp úr hér. Allt of oft voru leikmenn Fjölnis að reyna eitthvað upp á eigin spýtur frekar en eð vinna saman og það kostaði þá, sérstaklega í sóknarleiknum sem var ekki upp á marga fiska. Það má segja um sóknarleik beggja liða. Hættulegasta færi seinni hálfleiks átti sér stað þegar Daniel Ivanovski hjá Fjölni þegar hann gaf fyrirgjöf sem fauk hættulega að marki. Það segir í raun allt sem segja þarf um sóknarleik beggja liða. Hvað gerist næst?Þessi spurning svarar sér nánast sjálf. Valsmenn eru komnir í hattinn fyrir 16-liða úrslit Borgunarbikarsins og geta því varið titilinn. Fjölnismenn verða ekki í hattinum fræga og geta því einbeitt sér að deildinni. Ólafur hugsi á hliðarlínunni.Vísir/VilhelmÓskamótherjinn dottinn útÓlafur Jóhannesson fagnaði gríðarlega þegar dómari leiksins flautaði til leiksloka og var augljóslega mjög ánægður með að hafa komist áfram í kvöld. „Ég var mjög ánægður í dag. Við mættum bikarliði, þetta er erfiður útivöllur og við förum áfram. Ég kvarta ekki yfir því.“ Þessi leikur fer seint í sögubækurnar en aðstæður voru erfiðar, rigningarsuddi og hvasst og segir Ólafur það augljóst að það hafi haft áhrif á gæði leiksins. „Við vissum það að þessi völlur er kannski besti völlur landsins og aðstæður buðu ekki upp á mikinn fótbolta.“ Valur er eins og kunnugt er ríkjandi bikarmeistari og er því enn í séns á að verja titilinn. Ólafur á sér óskamótherja en þó verður blaðamaður að hryggja hann með því að það lið er dottið út. „Ég hefði helst vilja fá Einherja á útivelli í næsta leik,“ segir Ólafur.Ágúst Gylfa: Dómarinn réði úrslitum Þjálfari Fjölnismanna var heldur fúll eftir leik og segir að dómari leiksins, Pétur Guðmundsson hafi skilið á milli liðanna í kvöld. Hann dæmdi umdeilt víti á Fjölnismenn og neitaði þeim um 1-2 víti sem þeir óskuðu eftir. „Hann skildi okkur að hér í kvöld, mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum. Við gerðum tilkall til þess að fá víti en fengum ekki. Það verða einhverjir aðrir að skoða þetta betur,“ segir Ágúst sem hvíldi leikmenn en lykilmenn á borð við Ólaf Pál Snorrason og Gunnar Má Guðmundsson voru ekki í hóp. „Við hvíldum leikmenn, gáfum yngri leikmönnum séns. Mér fannst þeir standa sig vel. Núna einbeitum við okkur bara að deildinni.“Það var ekkert gefið eftir í leiknum í kvöld. Hér sækja Valsmenn að marki Fjölnis.Vísir/Stefán Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhlóms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira
Bikarmeistarar Vals byrja titilvörnina vel í ár en þeir eru komnir áfram í sextán liða úrslit Borgunarbikarsins eftir 1-0 sigur á Fjölni í Pepsi-deildarslag í Grafarvoginum í kvöld. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Grafarvogi í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrr ofan. Sanngjarn sigur Valsmanna en Fjölnismenn komust lítið áleiðis gegn sterkri vörn Vals með þá Rasmus Steenberg Christiansen og Orra Sigurð Ómarsson í fararbroddi. Þetta var mikill baráttuleikur og ekki mikið um færi. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði eina mark leiksins á 22. mínútu þegar hann fylgdi á eftir vítaspyrnu sem var varin frá honum.Af hverju vann Valur? Svarið er einfalt. Þeir nýttu færið sitt. Það fátt um fína drætti í þessum leik, að minnsta kosti sóknarlega og ef þú, lesandi góður, ert aðeins með tvo fingur getur þú talið færin í þessum leik. Valur fékk eitt færi þegar Guðjón Pétur Lýðsson tók víti og var hann raunar nærri að klúðra því. Hann var þó heppinn og fékk frákastið og lagði boltann í netið og það mark skyldi að liðin í kvöld. Fjölnismenn fengu sitt færi strax á upphafsmínútum leiksins og líklega hefði leikurinn spilast öðruvísi hefði Marcus Solberg skorað. Það gerði hann hinsvegar ekki og eftir þetta duttu Fjölnismenn nánast úr leiknum, ef frá er talið smá þrýstingur í lokin þar sem Fjölnismenn freistuðu þess að jafna leikinn. Það tókst hinsvegar ekki og mark Guðjóns Péturs skildi liðin að.Þessir stóðu upp úrMiðverðir Vals, þeir Orri Sigurður Ómarsson og Rasmus Steenberg Christiansen áttu stjörnuleik í vörninni og hleyptu Fjölnismönnum í raun aldrei inn í leikinn fyrr en í blálokin þegar heimamenn gerðu allt hvað þeir gátu til þess að jafna. Hjá Fjölni má taka Birni Snæ Ingason út fyrir sviga, hann var sá eini í liði Fjölnis sem sýndi lífsmark lengst af leik og reyndi sitt besta til þess að koma Fjölni í leikinn.Hvað gekk illa?Samvinna Fjölnismanna var það sem stendur upp úr hér. Allt of oft voru leikmenn Fjölnis að reyna eitthvað upp á eigin spýtur frekar en eð vinna saman og það kostaði þá, sérstaklega í sóknarleiknum sem var ekki upp á marga fiska. Það má segja um sóknarleik beggja liða. Hættulegasta færi seinni hálfleiks átti sér stað þegar Daniel Ivanovski hjá Fjölni þegar hann gaf fyrirgjöf sem fauk hættulega að marki. Það segir í raun allt sem segja þarf um sóknarleik beggja liða. Hvað gerist næst?Þessi spurning svarar sér nánast sjálf. Valsmenn eru komnir í hattinn fyrir 16-liða úrslit Borgunarbikarsins og geta því varið titilinn. Fjölnismenn verða ekki í hattinum fræga og geta því einbeitt sér að deildinni. Ólafur hugsi á hliðarlínunni.Vísir/VilhelmÓskamótherjinn dottinn útÓlafur Jóhannesson fagnaði gríðarlega þegar dómari leiksins flautaði til leiksloka og var augljóslega mjög ánægður með að hafa komist áfram í kvöld. „Ég var mjög ánægður í dag. Við mættum bikarliði, þetta er erfiður útivöllur og við förum áfram. Ég kvarta ekki yfir því.“ Þessi leikur fer seint í sögubækurnar en aðstæður voru erfiðar, rigningarsuddi og hvasst og segir Ólafur það augljóst að það hafi haft áhrif á gæði leiksins. „Við vissum það að þessi völlur er kannski besti völlur landsins og aðstæður buðu ekki upp á mikinn fótbolta.“ Valur er eins og kunnugt er ríkjandi bikarmeistari og er því enn í séns á að verja titilinn. Ólafur á sér óskamótherja en þó verður blaðamaður að hryggja hann með því að það lið er dottið út. „Ég hefði helst vilja fá Einherja á útivelli í næsta leik,“ segir Ólafur.Ágúst Gylfa: Dómarinn réði úrslitum Þjálfari Fjölnismanna var heldur fúll eftir leik og segir að dómari leiksins, Pétur Guðmundsson hafi skilið á milli liðanna í kvöld. Hann dæmdi umdeilt víti á Fjölnismenn og neitaði þeim um 1-2 víti sem þeir óskuðu eftir. „Hann skildi okkur að hér í kvöld, mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum. Við gerðum tilkall til þess að fá víti en fengum ekki. Það verða einhverjir aðrir að skoða þetta betur,“ segir Ágúst sem hvíldi leikmenn en lykilmenn á borð við Ólaf Pál Snorrason og Gunnar Má Guðmundsson voru ekki í hóp. „Við hvíldum leikmenn, gáfum yngri leikmönnum séns. Mér fannst þeir standa sig vel. Núna einbeitum við okkur bara að deildinni.“Það var ekkert gefið eftir í leiknum í kvöld. Hér sækja Valsmenn að marki Fjölnis.Vísir/Stefán
Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhlóms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira