Óttar skoraði tvö í bikarsigri Víkinga sem hvíldu Gary Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2016 21:13 Óttar Magnús Karlsson var á skotskónum á Ásvöllum í kvöld. Vísir/TómasÞ Óttar Magnús Karlsson skoraði bæði mörkin þegar Víkingar tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla í kvöld. Víkingar unnu þá 2-1 sigur á 1. deildarliði Hauka á Ásvöllum þar sem Víkingar voru komnir með tveggja marka forystu eftir rúman hálftíma. Haukarnir minnkuðu muninn í lokinn en Víkingarnir áttu þá að vera búnir að skora fleiri mörk úr fjölda góðra færi sem þeir fengu. Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, leyfði sér að hvíla Gary John Martin í leiknum og þess í stað voru ungu sóknarmenn Víkingsliðsins áberandi í kvöld. Óttar Magnús Karlsson skoraði bæði mörkin sín á fyrstu 32 mínútum leiksins en hann fylgdi eftir skalla Viktors Jónssonar í fyrra markinu á 20. mínútu og skoraði eftir sendingu Stefáns Þórs Pálssonar á 31. mínútu. Ungu strákarnir í framlínu Víkingsliðsins voru mikið í færum það sem eftir lifði leiksins en náðu þó ekki að bæta við mörkum. Viktor Jónsson skaut framhjá úr dauðafæri, átti skalla sem var varin af stuttu færi og skaut síðan í slána. Honum var hreinlega fyrirmunað að skora í kvöld og settist síðan á bekkinn eftir klukkutíma leiks. Erlingur Agnarsson kom inná í hálfleik og hann fékk færin í þeim síðari. Fyrst skaut hann yfir úr dauðafæri og svo náði hann ekki að nýta gott færi einn á móti markmanni. Haukarnir settu smá spennu í leikinn með því að minnka muninn á 88. mínútu þegar Aron Jóhannsson bjó sér til færi í teignum og vippaði skemmtilega yfir Róbert Örn Óskarsson í markinu. Haukarnir náðu þó ekki að refsa Víkingunum fyrir að nýta ekki öll þessi færi því Víkingar fögnuðu 2-1 sigri og sæti í 16 liða úrslitum keppninnar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira
Óttar Magnús Karlsson skoraði bæði mörkin þegar Víkingar tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla í kvöld. Víkingar unnu þá 2-1 sigur á 1. deildarliði Hauka á Ásvöllum þar sem Víkingar voru komnir með tveggja marka forystu eftir rúman hálftíma. Haukarnir minnkuðu muninn í lokinn en Víkingarnir áttu þá að vera búnir að skora fleiri mörk úr fjölda góðra færi sem þeir fengu. Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, leyfði sér að hvíla Gary John Martin í leiknum og þess í stað voru ungu sóknarmenn Víkingsliðsins áberandi í kvöld. Óttar Magnús Karlsson skoraði bæði mörkin sín á fyrstu 32 mínútum leiksins en hann fylgdi eftir skalla Viktors Jónssonar í fyrra markinu á 20. mínútu og skoraði eftir sendingu Stefáns Þórs Pálssonar á 31. mínútu. Ungu strákarnir í framlínu Víkingsliðsins voru mikið í færum það sem eftir lifði leiksins en náðu þó ekki að bæta við mörkum. Viktor Jónsson skaut framhjá úr dauðafæri, átti skalla sem var varin af stuttu færi og skaut síðan í slána. Honum var hreinlega fyrirmunað að skora í kvöld og settist síðan á bekkinn eftir klukkutíma leiks. Erlingur Agnarsson kom inná í hálfleik og hann fékk færin í þeim síðari. Fyrst skaut hann yfir úr dauðafæri og svo náði hann ekki að nýta gott færi einn á móti markmanni. Haukarnir settu smá spennu í leikinn með því að minnka muninn á 88. mínútu þegar Aron Jóhannsson bjó sér til færi í teignum og vippaði skemmtilega yfir Róbert Örn Óskarsson í markinu. Haukarnir náðu þó ekki að refsa Víkingunum fyrir að nýta ekki öll þessi færi því Víkingar fögnuðu 2-1 sigri og sæti í 16 liða úrslitum keppninnar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Leik lokið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sjá meira