KR-ingar hafa komist í undanúrslit bikarkeppninnar undanfarin átta ár og sex sinnum í bikarúrslitaleikinn á þessum átta árum. Liðið spilar hinsvegar bara einn bikarleik á árinu 2016 eftir 2-1 tap á móti 1. deildarliði Selfoss á KR-vellinum í kvöld.
Selfoss, sem er aðeins í 9. sæti í 1. deildinni, tryggði sér sigurinn í framlengingu þar sem hinn 19 ára gamli Arnar Logi Sveinsson skoraði sigurmarkið á 116. mínútu.
Þetta er í fyrsta sinn í 24 ár sem KR-ingar detta út úr bikarkeppninni á móti liði úr neðri deild en það gerðist síðast árið 1992.
Þetta er líka í fyrsta sinn í sögunni sem KR-ingar detta út úr 32 liða úrslitum bikarkeppninnar en úrvalsdeildarliðin komu fyrst svo snemma inn í aðalkeppnina sumarið 1994.
KR tapaði 2-1 á móti b-deildarliði Fylkis á Fylkisvellinum í 8 liða úrslitum bikarsins 1992 en árið áður hafði b-deildarlið Þórs frá Akureyri slegið KR-inga út í átta liða úrslitunum eftir 4-2 sigur á Akureyrarvellinum.
Bjarni Sveinbjörnsson, faðir Birkis Bjarnasonar landsliðsmanns og EM-fara, skoraði tvö mörk fyrir Þórsliðið í þessum leik fyrir 25 árum síðan.
Fylkismenn voru sumarið 1992 á toppnum í B-deildinni og enduðu á að vinna hana og tryggja sér sæti í efstu deild.
Þórsarar urðu í öðru sæti í b-deildinni 1991 og komust upp. Árið eftir urðu þeir síðan í 3. sæti í A-deildinni sem nýliðar í deildinni.
KR-ingar höfðu ekki látið neðrideildarlið slá sig út í 24 ár
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn







Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir

Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
