Hetja Selfyssinga: „Tilfinningin gæti varla verið betri“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2016 22:31 Fyrstudeildarlið Selfoss gerði sér lítið fyrir í kvöld og skellti stórliði KR, 2-1, í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta. KR er sigursælasta lið í sögu bikarkeppninnar og hafði fyrir leikinn í kvöld ekki tapað fyrir liði úr B-deild í 24 ár. Þá er þetta í fyrsta sinn sem KR fellur úr leik í 32 liða úrslitum. Sigurmark Selfoss skoraði Arnar Logi Sveinsson, 19 ára gamall strákur, undir lok framlengingarinnar og var hann eðlilega í skýjunum þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. „Tilfinningin gæti varla verið betri. Þetta er bara frábært. Það er ekkert annað hægt að segja,“ sagði Arnar Logi. „Við komum í leikinn til að njóta upplifuninnar. Við erum að spila á stærsta velli landsins á móti einu besta liði landsins. Við héldum skipulagi og boltinn var að rúlla vel. Við fáum mark á okkur sem var frekar leiðinlegt en síðan komu við sterkir til baka og hlaupum meira en þeir.“ Arnar Logi var viðurkennir að það var stress í Selfyssingum í framlengingunni enda að spila við eitt besta lið landsins. Á endanum vildu gestirnir þetta bara meira og æfingar vetrarins skiluðu sér. „Við héldum áfram og börðumst eins og ljón. Við erum búnir að vinna fyrir þessu í allan vetur. Við erum búnir að vera á endalausum þrekæfingum í vetur hjá Gunna [Gunnars Borgþórssonar, þjálfara Selfoss] og það er að skila sér núna,“ sagði han. „Það var alltaf smá stress og menn voru varkárir. Síðan ákváðum við bara að klára þetta í framlengingunni og gerðum það,“ sagði Arnar Logi Sveinsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Selfyssingar sendu KR-inga út úr bikarnum og það á KR-vellinum 1. deildarlið Selfoss er komið áfram í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á KR í framlengdum leik á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 21:45 KR-ingar höfðu ekki látið neðrideildarlið slá sig út í 24 ár KR-ingar hafa komist í undanúrslit bikarkeppninnar undanfarin átta ár og sex sinnum í bikarúrslitaleikinn á þessum átta árum. Liðið spilar hinsvegar bara einn bikarleik á árinu 2016 eftir 2-1 tap á móti 1. deildarliði Selfoss á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 22:18 Fimm Pepsi-deildarlið komin áfram í bikarnum | Úrslit kvöldsins Pepsi-deildarliðin ÍBV, ÍA, Þróttur R., Fylkir og Víkingur R. tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins en KR-ingar þurftu að fara í framlengingu á móti Selfossi. 25. maí 2016 21:24 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Fyrstudeildarlið Selfoss gerði sér lítið fyrir í kvöld og skellti stórliði KR, 2-1, í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta. KR er sigursælasta lið í sögu bikarkeppninnar og hafði fyrir leikinn í kvöld ekki tapað fyrir liði úr B-deild í 24 ár. Þá er þetta í fyrsta sinn sem KR fellur úr leik í 32 liða úrslitum. Sigurmark Selfoss skoraði Arnar Logi Sveinsson, 19 ára gamall strákur, undir lok framlengingarinnar og var hann eðlilega í skýjunum þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. „Tilfinningin gæti varla verið betri. Þetta er bara frábært. Það er ekkert annað hægt að segja,“ sagði Arnar Logi. „Við komum í leikinn til að njóta upplifuninnar. Við erum að spila á stærsta velli landsins á móti einu besta liði landsins. Við héldum skipulagi og boltinn var að rúlla vel. Við fáum mark á okkur sem var frekar leiðinlegt en síðan komu við sterkir til baka og hlaupum meira en þeir.“ Arnar Logi var viðurkennir að það var stress í Selfyssingum í framlengingunni enda að spila við eitt besta lið landsins. Á endanum vildu gestirnir þetta bara meira og æfingar vetrarins skiluðu sér. „Við héldum áfram og börðumst eins og ljón. Við erum búnir að vinna fyrir þessu í allan vetur. Við erum búnir að vera á endalausum þrekæfingum í vetur hjá Gunna [Gunnars Borgþórssonar, þjálfara Selfoss] og það er að skila sér núna,“ sagði han. „Það var alltaf smá stress og menn voru varkárir. Síðan ákváðum við bara að klára þetta í framlengingunni og gerðum það,“ sagði Arnar Logi Sveinsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Selfyssingar sendu KR-inga út úr bikarnum og það á KR-vellinum 1. deildarlið Selfoss er komið áfram í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á KR í framlengdum leik á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 21:45 KR-ingar höfðu ekki látið neðrideildarlið slá sig út í 24 ár KR-ingar hafa komist í undanúrslit bikarkeppninnar undanfarin átta ár og sex sinnum í bikarúrslitaleikinn á þessum átta árum. Liðið spilar hinsvegar bara einn bikarleik á árinu 2016 eftir 2-1 tap á móti 1. deildarliði Selfoss á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 22:18 Fimm Pepsi-deildarlið komin áfram í bikarnum | Úrslit kvöldsins Pepsi-deildarliðin ÍBV, ÍA, Þróttur R., Fylkir og Víkingur R. tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins en KR-ingar þurftu að fara í framlengingu á móti Selfossi. 25. maí 2016 21:24 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Selfyssingar sendu KR-inga út úr bikarnum og það á KR-vellinum 1. deildarlið Selfoss er komið áfram í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á KR í framlengdum leik á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 21:45
KR-ingar höfðu ekki látið neðrideildarlið slá sig út í 24 ár KR-ingar hafa komist í undanúrslit bikarkeppninnar undanfarin átta ár og sex sinnum í bikarúrslitaleikinn á þessum átta árum. Liðið spilar hinsvegar bara einn bikarleik á árinu 2016 eftir 2-1 tap á móti 1. deildarliði Selfoss á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 22:18
Fimm Pepsi-deildarlið komin áfram í bikarnum | Úrslit kvöldsins Pepsi-deildarliðin ÍBV, ÍA, Þróttur R., Fylkir og Víkingur R. tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins en KR-ingar þurftu að fara í framlengingu á móti Selfossi. 25. maí 2016 21:24