Davíð reyndi að staðsetja Guðna í pólitík: „Fólkið sér hvar þú ert í flokki“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. maí 2016 21:14 Í forsetakappræðunum á Stöð 2 í kvöld voru frambjóðendur spurðir hvort þeir hefðu verið í stjórnmálaflokki. Halla Tómasdóttir svaraði því til að hún hefði 16 ára gömul verið í ungliðahreyfingu sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi en að öðru leyti ekki tengst slíku starfi. Andri Snær Magnason sagðist ekki hafa verið í stjórnmálaflokki en hann hefði þó tengst umhverfisverndarsamtökum og félögum sem fást við nýsköpun. Guðni Th. Jóhannesson sagðist ekki hafa verið í stjórnmálaflokki en Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, greip þá inn í umræðuna og sagði flokksskírteini ekki segja alla söguna. „Fólkið sér hvar þú ert í flokki,“ sagði Davíð Oddsson sem beindi síðan orðum sínum að Guðna Th. „Við sáum í greiningu síðustu könnunar að nánast allir Samfylkingarmenn styðja Guðna og það er ákveðin skýring á því ekki satt?“ spurði Davíð. Þorbjörn Þórðarson, annar af þáttastjórnendum, benti Davíð á að samfylkingin mælist með átta prósenta fylgi í skoðanakönnunum en 65 prósent segjast ætla að kjósa Guðna. Þá var Davíð bent á að mjög margir sjálfstæðismenn styðji Guðna, sem og framsóknarmenn og Píratar. „Ég ætla nú ekki að fara að þrasa við þig. Ég get þrasað við aðra hérna,“ sagði Davíð við Þorbjörn. Í nýjustu könnun MMR til forsetaframbjóðenda voru þeir sem tóku afstöðu spurðir út í stuðning við flokka. 81,8 prósent þeirra sem sögðust styðja Samfylkinguna ætla að kjósa Guðna Th., 40,2 prósent þeirra sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn, 45,1 prósent Framsóknarflokkinn, 76,2 prósent Vinstri græn, 67,6 prósent Bjarta framtíð og 64,8 prósent Pírata. Hægt er að sjá niðurstöðurnar í heild hér fyrir neðan:MMRÞær má einnig sjá á vef MMR hér. Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Tengdar fréttir Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30 Eiríkur Bergmann: „Davíð ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast“ Kappræðurnar á Stöð 2 í kvöld voru heldur hófstilltar og frambjóðendur varfærnir. 26. maí 2016 21:05 Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Í forsetakappræðunum á Stöð 2 í kvöld voru frambjóðendur spurðir hvort þeir hefðu verið í stjórnmálaflokki. Halla Tómasdóttir svaraði því til að hún hefði 16 ára gömul verið í ungliðahreyfingu sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi en að öðru leyti ekki tengst slíku starfi. Andri Snær Magnason sagðist ekki hafa verið í stjórnmálaflokki en hann hefði þó tengst umhverfisverndarsamtökum og félögum sem fást við nýsköpun. Guðni Th. Jóhannesson sagðist ekki hafa verið í stjórnmálaflokki en Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, greip þá inn í umræðuna og sagði flokksskírteini ekki segja alla söguna. „Fólkið sér hvar þú ert í flokki,“ sagði Davíð Oddsson sem beindi síðan orðum sínum að Guðna Th. „Við sáum í greiningu síðustu könnunar að nánast allir Samfylkingarmenn styðja Guðna og það er ákveðin skýring á því ekki satt?“ spurði Davíð. Þorbjörn Þórðarson, annar af þáttastjórnendum, benti Davíð á að samfylkingin mælist með átta prósenta fylgi í skoðanakönnunum en 65 prósent segjast ætla að kjósa Guðna. Þá var Davíð bent á að mjög margir sjálfstæðismenn styðji Guðna, sem og framsóknarmenn og Píratar. „Ég ætla nú ekki að fara að þrasa við þig. Ég get þrasað við aðra hérna,“ sagði Davíð við Þorbjörn. Í nýjustu könnun MMR til forsetaframbjóðenda voru þeir sem tóku afstöðu spurðir út í stuðning við flokka. 81,8 prósent þeirra sem sögðust styðja Samfylkinguna ætla að kjósa Guðna Th., 40,2 prósent þeirra sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn, 45,1 prósent Framsóknarflokkinn, 76,2 prósent Vinstri græn, 67,6 prósent Bjarta framtíð og 64,8 prósent Pírata. Hægt er að sjá niðurstöðurnar í heild hér fyrir neðan:MMRÞær má einnig sjá á vef MMR hér.
Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Tengdar fréttir Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30 Eiríkur Bergmann: „Davíð ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast“ Kappræðurnar á Stöð 2 í kvöld voru heldur hófstilltar og frambjóðendur varfærnir. 26. maí 2016 21:05 Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27
Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30
Eiríkur Bergmann: „Davíð ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast“ Kappræðurnar á Stöð 2 í kvöld voru heldur hófstilltar og frambjóðendur varfærnir. 26. maí 2016 21:05
Minnið brást Davíð Oddssyni: Lög um Kárahnjúkavirkjun komu ekki inn á borð Vigdísar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi sagði í kappræðum Stöðvar 2 að Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti hefði getað synjað lögum um Kárahnjúkavirkjun staðfestingar. 26. maí 2016 19:57